Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Síða 16
SNORRASON HellyHansen Skeifunni 1 3 'sími 588 7660 fax 581 4775 Filippeyskir sjómenn eru aö fá launahækkun. Launahækkanir hjá Flippunum Þann 27. nóvember voru samþykktar launahækkanir hjá rúmlega 9.000 filippeysk- um sjómönnum sem sigla á erlendum þægindafánum. Þó líður rúmlega ár þar til þær taka gildi en það verður 1. janúar 1998 og gilda til alda- móta. Með þessum samningi mun fullgildur háseti fá tæpar 36.000 kr ($ 535) en það er hækkun upp á rétt tæpar 1.500 kr. en þeir hafa I dag 34.500 kr. ($ 515). Yfirstýri- maður mun hækka úr 75.900 kr. ($1133) í 79.400 kr. ($ 1186). Þessu til viðbótar eiga launagreiðendur að borga 670 kr. ($ 10) á mánuði fyrir hvern áhafnarmeðlim í nám- skeiðsstjóð. Heimta kaupið sitt Tuttugu og sex skipverjar á rækjutogaranum Sheduva neituðu að fara frá Harbour Grace á Nýfundnalandi í byrj- un október sl. þar sem þeir höfðu ekki fengið nein laun um langan tíma. Töldu þeir sig eiga ógreidd laun hjá útgerðinni upp á rúmar þrjár milljónir króna. Togarinn var búinn að vera sex mánuði á sjó þegar hann kom til hafnar í Harbour Grace og voru þá allar matarbirgðir á þrotum. sjósetning Tvöföld Um miðjan september var tveimur skipum hleypt sam- tímis af stokkunum hjá Dalian New Shipyard í Kína. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slíkur atburður gerist þar í landi og skipin voru heldur engin smásmíði því hvort þeirra var 52.000 tonn að stærð. Skipin eru fyrstu tvö skipin af fimm sem verið er að smíða fyrir breska fyrir- tækið Gearbulk hjá skipa- smíðastöðinni. 16 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.