Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Page 17
Hrakfarir á skemmi- ferðaskipi Ekkikyartað^^^- Um miðjan nóvember gengu tæplega 400 farþe- gar af skemmti- ferðaskipinu Sensation, sem er 7.000 tonn að stærð og í eigu Carnival Corp., frá borði í Puerto Rico en þeir höfðu fengið sig fullsadda af ferðalag- inu með skipinu. Ekki byrjaði ferðin vel hjá skip- inu, en er það hélt frá Miami varð að breyta áætlun þess og voru far- þegarnir óhressir með það. Bauð skipafélagið þá hverjum farþega rúmar 1.300 krónur ($ 20) í sára- bætur til að eyða um borð. Fyrstu nóttina eftir að skipið lét úr höfn á Miami varð vélarbilun í þessu þriggja ára gamla skipi. Var skipið á reki í fleiri klukkutíma og að sjálfsögðu varð veðrið slæmt ein- mitt þessa einu nótt. Verst þótti þó að skipið var rafmagnslaust og ekkert símasam- band við um- heiminn. Sjóveiki herjaði gífurlega á farþegana þessa nótteinnig. En þetta var ekki allt. Að sögn farþega féll kona ein í gólf- ið meðan hún var að snæða kvöld- verð um borð og það tók 45 mínú- tur að fá lækni á staðinn til að ann- ast konuna. Áfram hélt ævintýrið. Klósettin í klefunum tóku nú að stíflast og sumir klefarnir fengu vatn og klóak fljótandi um allt. Farþegarnir kvörtuðu und- an því að hvorki skip- stjórinn, framkvæmda- stjóri útgerðarinnar né skemmtanastjórinn gáfu skýringar á því sem var aö gerast þrátt fyrir að meira en 900 af 2.000 farþegum skrifuðu undir áskorun til þeirra um að gera slíkt. Þegar skipið kom til hafn- ar í Puerto Rico bauð út- gerðin frítt flugfar aftur til Miami og einnig 25% afs- látt með næstu ferð skips- ins. Ég hef ekki fréttir af því hversu margir nýttu sér þetta kostatilboð. Það voru engar kvartanir hjá farþegum um borð í Queen Eliza- beth II þegar hún kom inn í höfnina í Lissabon um miðjan september. Á stefni skipsins var 15 tonna hval- ur sem sat þar fastur. Þetta var að vísu erfitt mál fyrir útgerðina því eins og allir vita eru hvalir friðaðir og ekki gott að fá Greenpeace upp á móti sér. Til að ekki væri farið í herferð gegn skipafélaginu gaf það út yfirlýsingu um að annaðhvort hefði hvalurinn verið dauður þegar skipið sigldi á hann eða þá að hann hafi líklegast þjáðst af sjúkdómi. Ætli hvalurinn hafi þá ekki bara framið sjálfsmorð? Það birtir yfir íslensku atvinnulífi, við leggjum okkar af mörkum. HF. KÆLISMIÐJAN ■FROSTH REYKJAVÍK SÍMI: 551-5200 - AKUREYRI SÍMI: 461-1700 | og leitið upplýsinga Manwís mp. Hamraborg 5 200 Kópavogur Símar 564 1550 & 564 1545 Fax 554 1651 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.