Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Qupperneq 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Qupperneq 22
Bjarni Sveinsson skipstjóri, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði sjómanna, skrifar i sjomanna Vegna skrifa Sigrúnar B. Ólafsdóttur undir framangreindri fyrirsögn í síðasta tölublaði Víkingsins er nauðsynlegt að gera réttari grein fyrir hvernig lífeyrismálum okkar sjómanna er raunverulega háttað. Það getur ekki verið Sigrúnu, sjómanninum hennar né öðrum sjómönnum til góðs að vera uppfullir af ranghugmyndum um þessi mál. Nánast allir launþegar þessa lands eru skyldaðir til að greiða í lífeyrissjóði, það er sameignarsjóði, sambærilega við LS. í lang- flestum tilvikum ber að greiða í ákveðinn sjóð bundið starfsgrein. 65-67% sjómanna greiða í LS, hinir greiða í landshlutasjóði t.d. Líf. Vestfirðinga, Austurlands og Vest- mannaeyja. Það er því rangt að allir sjómenn séu skyldaðir til að greiða í LS. En sjómönn- um ber að greiða í sameignasjóði eins og öðrum launamönnum. Eftirfarandi setning er úr grein Sigrúnar: „Hafa ber margt í huga þegar ellilífeyrir er annars vegar. Það þarf að hugsa um hvað verður um eiginkonu og börn ef viðkomandi fellur frá, hvort fjölskyldan geti lifað á þeim ellilífeyri sem henni er ætlaður og svo framvegis." Tilvitnun lýkur. Bruðlum ekki með fé Ellilífeyrir er eingöngu ætlaður öldruðum, það er þeim sjóðfélögum sem ná 60 eða 65 ára aldri eftir atvikum. Eiginkona og börn fá því ekkr ellilífeyri. Aftur á móti greiðir sjóð- urinn makalífeyri og barnalífeyri í tilviki eins og því sem Sigrún nefnir og geta þær bætur orðið verulegar, jafnvel svo að mun meira er greitt til fjölskyldunnar en maðurinn horfni ásamt vinnuveitanda sínum höfðu náð að greiða til sjóðsins. Sigrún telur að margir hafi af því áhyggj- ur hversu mikið komi til baka af því sem gre- itt er. Hún telur mikið bruðl vera hjá sjóðunum. Gott dæmi um það sé að Iána 90 millj. til flugfélags. Ég fúllyrði að það er ekki bruðlað með fé hjá LS og hjá okkur sem og langflestum sjóðum er unnið eftir ströngum reglum um ábyrgðir fyrir lánum. Enda er það svo að útlánatöp okkar sjóðs eru sáralítil og það litla sem er er aðallega vegna lána til sjóðfélaga (sjómanna). Státum af lágum rekstrarkostnaði Allt það fé sem inn í sjóðinn kemur mun með vöxtum fara út úr honum aftur í formi lífeyris. Það er öruggt því það er enginn milliliður af neinu tagi sem hagnast á rekstri sjóðsins. Við sjómenn og útgerðir í iandinu eigum og rekum þennan sjóð. 3 fulltrúar sjó- manna og 3 fulltrúar útgerða sitja saman í stjórn. Helstu verkefni hennar eru nákvæm- lega það að gæta þess að ekki sé „bruðlað“ með fé eins og Sigrún kallar það, sjóðurinn sé á hverjum tíma í öruggri og góðri ávöxtun og að jafnræði sé með höfuðstól+ókominn iðgjöld+vexdr og svo þeim lífeyri sem lofað er samkvæmt reglugerð sjóðsins. LS getur stá- tað af Iágum rekstrarkostnaði og góðri ávöx- tun og við lofum betri lífeyri en flestir aðrir sjóðir. Það býður t.d. enginn annar sjálfbær sjóður upp á almennan ellilífeyrisrétt 65 ára og þeim sem hafa haft sjómennsku að ævis- tarfi að hefja töku 60 ára. Ef eitthvað er að hjá okkur sem berum ábyrgð á LS þá er það að við séum hugsanlega að bjóða betri réttin- di en við ráðum við að mati trygginga- fræðinga og Seðlabanka sem hafa eftirlit með rekstri lífeyrissjóða. En ég er bjartsýnn á að okkur takist að ná 4% ávöxtun á sjóðinn því með því getum við staðið við allar okkar skuldbindingar. Allianz er rekinn í ábataskyni Nú er ég kominn þar í grein Sigrúnar þar sem hún tekur að sér að veita sjómönnum betri innsýn í lífeyrismálin. Það gerir hún með því að bera saman Lífeyrissjóð sjómanna og eftirlaunasjóð Allianz, svo ólíkir sjóðir sem það eru. Allianz er rekinn í ábataskyni og út úr honum getur enginn fengið meir en það sem viðkomandi hafði greitt plús vextir, að frádregnum rekstrarkostnaði og einhverjum arði til hluthafa. Eigum við að skoða dæmi. Sömu forsend- ur eru notaðar og Sigrún notar í sínum dæmum. Maðurinn hefur greiðslu 30 ára, árslaun eru 3,5 milljónir og hefur greitt í sjóðinn í 10 ár. Fellur frá og lætur eftir sig ekkju og 3 börn, 6, 10 og 14 ára. Ekkjan verður 85 ára og gengur ekki í hjónaband né sambuð að nýju. Mánaðarlegur makalífeyrir verður kr. 72.366,00 og barnalífeyrir kr. 5.397,00 med hverju barni eða samtals kr. 88.557,00 á meðan öll börnin eru 18 ára og yngri. Heildargreiðsla yrði kr. 40.631.976,00 já þú ert að lesa þetta rétt, rúmar fjörutíu miljónir. Inneign ekkjunar í Allianz hefði í þessu tilviki verið kr. 4.613.000,00. Á mæltu máli fjórar milljónir og sexhundruð þúsund. Og það erfist. Annað dæmi: Sami maður lifir af en verður 100% öryrki. Þá lítur dæmið þannig út. Örorkubætur kr. 136.690,00 á mánuði plús barnalífeyrir kr. 5.397,00 með hverju barni 18 ára ogyngra. Heildarörorkulífeyris- 22 Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.