Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Síða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Síða 39
Úr bókinni Benjamín Eiríksson í stormum sinna tíða y Eg var BenjamInEirÍKSSON hefur Iifað viðburða- ríka ævi. Hann ólst upp í sárri fátækt í Hafnarfirði, þar sem faðir hans og bræður stunduðu sjóinn. Faðir hans drukknaði þegar hann var ellefu ára og hann mátti líka sjá á eftir þremur bræðrum sínum í sjóinn. Ungur að árum stundaði Benjamín sjómennsku og hefur Sjómannablaðið Víkingur fengið leyfi til að birta kafla um þau ár. Síðan hóf Benjamín nám, varð hæstur á stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, fór til Þýskalands í hagfræðinám og varð þar vitni að valdatöku Adolfs Hitler. Á þeim tíma var Benjamín kommúnisti, svo að hann fór til Sovétríkjanna, þar sem hann kynntist ungri konu, Veru að nafni. Hann átti með henni dóttur, en eftir að hann var farinn frá Sovétríkjunum var Vera handtekin í hreins- unum Stalíns og hvarf inn í fangabúðir. Hefur Benjamín aldrei heyrt frá konu sinni eða dóttur síðan. Benjamín fór til Bandaríkj- anna og lauk doktorsprófi í hagfræði frá Harvard-háskóla. Eftir nokkurra ára störf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum kom Benjamín heim og hafði forgöngu um það, sem ráðu- nautur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, að lækka gengið og auka viðskiptafrelsi. Var það sjávarútveginum til góðs. Eftir að Benjamín hafði verið bankastjóri í tólf ár taldi hann sig fá guðlega köllun, dró sig í hlé frá skarkala heimsins og gerðist einsetu- maður. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrásetti þessa bók eftir frásögn Benjamíns sjálfs. ur MagnúSSON var skipstjóri. Hann var faðir Guðmundar í. Guðmundssonar, síðar sýs- lumanns og utanríkisráðherra. í byrjun svaf ég í káetunni með matsveininum og öðrum vélstjóra. Ég hefi tekið eftir því um ævina, að margir sjómenn eru með stórar hendur. Þeir vinna mikið í köldum sjó. Þetta örvar blóðrásina. Hendurnar þrútna og stækka. Sumir eiga erfitt með þetta. Þeir eru sagðir sjókaldir. Skipsplássið kom fyrirvaralaust. Ég hafði verið með allt aðrar fyrirætlanir. Á heimili Sigríðar systur og StÍGS var kornið lítið heim- ilisorgel. Ég ætlaði að læra á það. Ég fékk kennara, tilsögn hálftíma á viku. Kennarinn var SlGURLAUG, dóttir séra Árna BjÖRNSSON- ar í Görðurn, ákaflega fríð stúlka, sannkölluð blómarós með rjóðar kinnar og bjart hörund. Hún kenndi mér fingrasetninguna. Ég sá hana aldrei aftur, því að ég var farinn til sjós, áður en ég vissi af. Hið furðulega er, að þessi hálfa stund varð til þess, að ég gat spilað svolítið mér til ánægju upp úr Fjárlögunum og Sálma- lagabók, sem voru þarna á heimilinu. Sjókaldir menn Ég fór á sjó sem háseti sautján ára að aldri. Sjómennskan var erfið. En þegar vel gekk gátu sjómenn aflað talsvert hærri tekna en menn í landi, þar sem eyrarvinnan var stopul. Ég hafði haft sjötíu krónur á mánuði í Jakobsbúð, en á sjónum gat ég vonazt eftir að fá 700-800 krónur yfir vertíðina. Skipsrúm voru eftirsótt. Ég hafði fengið skipsrúm á línuveiðaranum Þórði kakala. Bróðir skip- stjórans var háseti hjá Jóni bróður. Skipið var 109 lestir, smíðað úr afgöngum úr her- skipum, þykku stáli, úti í Belgíu. Guðmund- SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.