Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Qupperneq 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Qupperneq 47
Þingvellingurinn einstakur fiskur á heims- vísu. Eftir að ég afréð að skrifa bókina las ég allt sem ég komst yfir sem hafði verið skrifað um stórvaxna urriðastofna erlendis, fjölmar- gar vísindagreinar, bækur vísindamanna og veiðimanna frá þessari öld og allt aftur til þeirrar átjándu og skrifaðist á við mjög marga vatnavísindamenn út um Evrópu. Það er skemmst frá því að segja að niðurstaðan sem ég greini frá í einum bókarkaflanum var sú, að eftir 1930, þegar veiðin byrjaði fyrir alvöru í Þingvallavatni, hefur ekkert annað vatn í heiminum komist nálægt því um fjölda mjög stórra urriða.“ Össur segir að kveikjan að bókinni hafi í rauninni verið sú, að eftir að virkjað var árið 1959 í Efra-Sogi, sem var eina útfall Þingvallavatns, hafi bestu og þýðingarmestu hrygningarstöðvar urriðans verið eyöilagðar. „Ánni var lokað og hægt að ganga um farveg- inn þurrum fótum. Stærsti stofninn í vatninu var því deyddur á augabragði. I kjölfarið var vatnið notað sem miðlunarlón fyrir raforkuframleiðslu í Soginu og það hafði í för með sér sveiflur í vatnsborðinu sem stór- skemmdu og eyddu jafnvel mörgum minni stofnum sem hrygndu annars staðar í vatn- inu.“ Nýjar stofnakenningar Þú talar eins og urriðinn í Þingvallavatni hafi skipst í marga stofna. Var hann þá eins og þorskurinn sem sums staðar greinist í staðbundna stofna? „Já, ég kemst að þeirri niðurstöðu. Ég birti upplýsingar úr samtölum við bændur og veiðimenn, sem lýsa mjög glöggum mun á stærð og útliti einstakra stofna. Þannig var urriðinn sem hrygndi í Ölfusvatnsánni, sem er lítil á í Grafningi, kynþroska aðeins fjög- urra punda þungur og breytti verulega um útlit viö hrygninguna. Öðru máii gegndi um öxæringinn og urriðann sem hrygndu í Efra- Sogi, því þeir breyttu lítið urn útlit og voru miklu stærri þegar þeir hrygndu í fyrsta skipti, eða um átta pund að sögn Óskars Ögmundssonar í Kaldárhöfða, sem kynnti sér báða stofnana rækilega. Önnur rök þessu til stuðnings rek ég svo í bókinni." Össur segir ennfremur að Þingvallavatn hafi verið sérstakt að því leyti, að langmest af innrennsli í vatnið hafi komið um uppsprett- ur upp um sprungur í botninum. ,Annars staðar hrygnir urriðinn í ám, en þarna voru svo fáar ár að hann varð að nota uppspretturnar. Þar hrygndi hann því og til urðu sérstakir stofnar. A þessum stöðum var hægt að veiða hann á haustin og þannig urðu til sérstakar urriðaiagnir. Ég rek þær allar, næstum þrjátíu talsins, og segi sögur af mannlífi sem tengdist þessum tígulegasta fiski norðurhjarans. Það er merki- legt að þegar maður skoðar kort af sprungum á botni Þingvallavatns, þá falla næstum allir hrygningarstaðirnir að þeim.“ ÍSALDARGENIN „íslendingar eru sjúkir í ættfræði svo ég tók mér fyrir hendur að ættfæra Þingvallaurrið- ann með því að bera þær litlu erfðarannsókn- ir á honum sem ég hafði aðgang að saman við erlenda stofna. Niðurstaða mín er sú að hann sé upprunalega keltneskur nýbúi og kominn af sjóbirtingum sem svömluðu hingað í lok ísaldar frá suðvesturhluta Irlands. Þeir urðu innlyksa í Þingvallavatni um þúsund árum eftir komuna hingað og búa því að sérstökum ísaldargenum sem eru orðin mjög sjaldgæf. Þessi gen virðast stýra síðbúnum kynþroska og háum aldri og þetta tvennt gerir honum kleift að vaxa vel og lengi. í dag eru aðeins örfáir svipaðir stofnar til utan íslands.“ Sjómannablaðið Víkingur 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.