Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Page 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Page 52
„Það þarf ekki endilega að vera vegna komandi kjarasamninga sem kvótabraskið kemur til kasta Alþingis, það mun koma þan- gað hvort eð er. Hvað minn þingflokk áhærir, í framhaldi af flokksþingi okkar þar sem við lögðum í umræðu um þetta, sem ekki allir aðrir gerðu, erum við byrjuð vinnu. Við höfum fengið aðila frá ólíkum hags- munaaðilum í sjávarútvegi til fundar með nokkrum þingmönnum Framsóknarflokks- ins til að kortleggja stöðuna með það í huga að vinna á aðalvandanum, sem er svokallað kvótabrask og úrkast á fiski. Það hafa komið fram ýmsar hugmyndir og við erum að kort- leggja málið til að geta komið með lausnir,“ sagði HjáLMAR ÁRNASON, alþingismaður fyrir Framsóknarflokk, þegar hann var spurður hvort hann gerði ráð fyrir að til kasta Alþingis þyrfti að koma til að ná ásættanlegri niður- stöðu fyrir sjómenn samhliða komandi kjara- samningum í baráttunni gegn kvótabraskinu og að allur fiskur verði seldur á markaði. „Við byrjuðum þessa vinnu strax eftir flokksþingið og höfum þegar haldið fjóra fundi, með fjórum ólíkum aðilum, og mun- um halda áfram á næstu dögum. Þetta eru okkar fyrstu skref, en allt tekur þetta sinn tíma.“ Heyrist þér vilji innan þíns þingflokks að taka á því meini sem kvótabraskiS er? „Það var niðurstaða flokksþingsins að það verði að taka á þessu meini, skilgreina það og taka á því. Það er eitt af okkar meginmarkmiðum.“ Má skilja þigþannig að sjómenn séu, íþeir- ri löngu og hörðu baráttu sem þeir hafa átt í gegn kvótabraskinu, að eignast bandamenn þar sem þingmenn Framsóknarflokksins eru? „Þeir hafa löngum átt okkur að. Eftir sjö tíma sjávarútvegsmálaumræðu á flokksþing- inu fengum við skýr skilaboð um að á þessu þyrfti að taka, ekki síst vegna sjómanna.“ Geturðu tekið undir að þing- menn séu opnari jyrir umrœðu um þetta vandamál en þeir voru ekki alls fyrir löngu? „Ég held að það sé rétt mat.“ Nú er komin fram tillaga fyrir Alþingi um að allur fiskur fari á markað, hver er afitaða ykkar í því máli? „Það er eitt af þeim málum sem við höfum rætt í tengslum við þetta.“ V LJÓSAFELL SU 70 í i 52 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.