Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Qupperneq 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Qupperneq 55
hafa stjórnvöld ekki enn hirt um aö gefa út þær reglur sem samþykktin áskilur. Hér er um að ræða vaktreglur, reglur um háseta sem gegna varðstöðu í brú á kaupskipum, reglur um bátsformenn björgunarfara á kaupskipum, reglur um þjálfun skipstjóra, annarra yfirmanna og undirmanna á olíu- og efnaflutningaskipum og reglur um endurnýjun atvinnuskírteina skipstjórnar- manna. Það skal þó tekið fram að e.t.v. má líta svo á að 7. grein í reglugerð um atvin- nuskírteini skipstjórnar- og vélstjórnar- manna uppfýlli ákvæði samþykktarinnar um endurnýjun atvinnuskírteina. Hins vegar hefur ekkert verið gert til að skipuleggja námskeið, sem tengjast framangreindum reglum, eins og nauðsynlegt er fyrir þá sem ekki hafa tilskilinn siglingatíma þ.e. tólf mánuði á síðustu fimm árum. Fækkun farmanna Formannaráðstefna Farmanna- og fiski- mannasambands Islands, haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996, styður eindregið ályktun félagsfúndar Stýrimannafélags íslands, dags. 23.10.1996, og gerir hana að sinni. Félagsfúndur í Stýrimannafélagi íslands - stéttarfélagi stýrimanna á kaupskipum og varðskipum - haldinn 23. október 1996, lýsir yfir áhyggjum sínum af sífækkandi störfum íslenskra farmanna á undanförnum árum, sem mun að óbreyttu leiða til að hætta verði á að íslensk farmannastétt heyri sögunni til að nokkrum árum liðnum. I þessu sambandi bendir fundurinn á að frá janúar 1990 hefir stöðugildum íslenskra farmanna á skipum, í rekstri hjá útgerðum innan Sambands íslenskra kaupskipaút- gerða, fækkað úr 375 í 198 eða um 177 stöðugildi. Það jafngildir því að ársstörfúm íslenskra farmanna hafi fækkað um 266 eða 50%. Til að snúa þessari óheillaþróun við krefst fúndurinn þess að stjórnvöld geri þær ráð- stafanir, sem með þarf, svo útgerðir farskipa verði samkeppnisfærar á alþjóðlegum flutn- ingamarkaði. I þessu sambandi bendir fund- urinn á að allar Norðurlandaþjóðirnar nema íslendingar hafa í einhverju formi beitt skattalegum aðgerðum til að tryggja farmön- num sínum störf til frambúðar. Fundurinn heitir á alla aðila, bæði stéttarfélög og út- gerðir, sem hagsmuna eiga að gæta, að taka höndum saman og vinna að þessu málefni í órofa samstöðu. Fundurinn mótmælir því harðlega að útlend skip með útlendum áhöfnum skuli árum saman stunda áætlunarsiglingar til og frá íslandi á vegum íslenskra skipafélaga. Formannaráðstefnan vísar til fýrri samþykkta þinga FFSÍ um atvinnumál far- manna. Ennfremur beinir ráðstefnan því til FFSl að beitt verði öllum tiltækum ráðum til að fjölga störfum íslenskra farmanna. Kjör yfirmanna á KAUP- OG VARÐSKIPUM Formannaráðstefna Farmanna- og fiski- mannasambands Islands, haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996, vekur athygli á þeirn launamun sem fram kemur í kjara- könnun starfsmanna á skipum Landhelgis- gæslunnar. Þar er svo komið að stöður undirmanna eru betur launaðar en sumar stöður yfirmanna. Þetta óhagstæða launabil á einnig við gagnvart yfirmönnum á kaup- skipum. Ráðstefnan hvetur til þess að í yfir- standandi kjaraviðræðum verði áhersla lögð á að skapa eðlilegt Iaunabil milli stéttanna á kaupskipum og varðskipum í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð. Hækkun fastra launa Formannaráðstefha Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996, hvetur samninga- nefnd farmanna til að standa fast á kröftim stéttarfélaganna þar sem höfúðáhersla verði lögð á hækkun fastra launa. Ráðstefnan varar við hugmyndum samtaka vinnuveitenda um vinnustaðasamninga eins og þær hafá verið settar fram. Ráðstefnan beinir því jafnframt til samninganefhdar farmanna innan FFSÍ að settar verði fram kröfúr um verulega hækkun á slysa- og örorkubótum sjómanna. Rannsóknarnefnd sjóslysa Formannaráðstefna Farmanna- og fiski- mannasambands Islands, haldin á Akureyri 27.-29. nóvember 1996, telur að starf Rann- sóknarnefndar sjóslysa sé fjarri því sem eðli- legt geti talist og beinir þeim tilmælum til samgönguráðherra að hann beiti sér nú þegar fýrir úrbótum, svo starf nefndarinnar megi verða trúverðugt og markvisst í fram- tíðinni og þjóni þar með þeim tilgangi sem henni var ætlað. Greinargerð: Á undanförnum árum hafa skýrslur nefndarinnar komið út mörgum ár- um eftir að atburðir sem fjallað er um hafa gerst. I sumum tilfellum hafa nokkur ár verið dregin saman í eina skýrslu. Ef niður- stöður nefndarinnar varðandi einstök slys eiga að koma að gagni er nauðsynlegt að flokka slysin, þannig að þegar alvarlegustu slysin verða fari rannsókn fram svo fljótt sem nokkur kostur er og niðurstaða nefndarinnar gerð kunn strax að því loknu. Eggert Eggertsson bryti og Reynir Björnsson loftskeytamaður. Sjómannablaðið Víkingur 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.