Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Side 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Side 67
Hann var vinafár og hafði einhverra hluta vegna gert mig að trúnaðarvini sínum. Ég hafði oftast gaman af Bjössa, en ekki alltaf. Eðlilega er ég misupplagður til að taka þátt í raunum hans. Hitt er annað að ég hef svo sem notað Bjössa í sama tilgangi og hann hefur haft not af mér. Þegar ég hugsa um það sem ég sagði við Bjössa finnst mér oft að ég mis- noti hann, tali við hann á sömu nótum og ég held að hundeigendur tali við hundana sína. „Nú er ég í vondum málum,“ sagði Bjössi um leið og hann kom inn í klefann. „Nú hvað er að?“ spurði ég. „Nú, ég hitti stelpu sem ég fór með heim. Helvíti flott stelpa. Hún vildi ekki gera það strax, vill kynnast mér betur áður. Ég er alltaf að hugsa um hana. En ég er ekki sáttur að hún vilji ekki gera það fýrr en við höfum kynnst betur.“ „Nú hvar kynntistu henni?“ „Á Keisaranum, maður.“ „Ertu að segja að þú hafir farið heim með stelpu af Keisaranum og hún hafi ekki viljað gera það nema kynnast þér betur? Ég skil. Hvað lánaðir þú henni mikinn pening?" „Tuttugu og fimm þúsund kall.“ „Bjössi, þú ert búinn að tapa þessum peningum, það er ekki minnsta von til þess að þú fáir þá aftur. Það var fyrirsláttur hjá henni að vilja kynnast þér betur. Hún ❖ill ekkert með þig hafa, bara peningana þína.“ „Heldurðu það? Nú fatta ég. Hún var eitt- hvað svo skrítin. Djöfulsins vesen. Heldurðu að ég geti hætt að hugsa um hana?“ „Alveg klárlega.“ Að þessum samræðum loknum fór ég að segja Bjössa frá því sem hafði hent mig. Hann hlustaði eins og venjulega, en hann skaut inn í frásögnina spurningum um hluti eins og hvort ekki hefði verið gott að gera það með henni, hvort ég ætlaði ekki að biðja hana að giftast mér og annað sem ég hafði ekki hugsað út í. Þrátt fyrir að Bjössi sé ekki sá skýrasti sem ég þekki leið mér betur eftir að hafa sagt honum frá þessu. Næstu dagar voru mér erfiðir. Ég hugsaði sífellt í land, til hennar. Ég fann að afbrýðisemin var að ná tökum á mér. Bókasafnið. Hvert sinn sem ég tók mér bók í hönd hugsaði ég til þess hvernig ég hafði kynnst henni upphaflega. Á bókasafni. Hvað eftir annað velti ég fyrir mér hvort hún færi þangað aftur og hitti annan mann, færi með honum eins og hún fór með mér. Ég var að verða vitlaus, gat nánast ekkert sofið. Samt var gott fiskirí og ég þreyttur. Það var sama; ég var nánast svefnvana. Ég lá í kojunni, var andvaka. Hurðin er opnuð og inn kemur Bjössi. Hann þurfti greinilega að tala við mig. Ég sá á svipnum hvað hann vildi núna. Þannig er að þegar Bjössi setur upp einn ákveðinn svip hefur hann verið að lesa Tígulgosann, eða eitthvað ámóta, og á eftir þarf hann að segja sögurnar sem hann las og þá er hann kominn í hlutverk söguhetjunnar. Ég varð að hlusta, nennti því ekki, en vildi ekki bregðast Bjössa. „Það gerðist meira í landi,“ sagði Bjössi sposkur á svip. „Ég fór í Kringlukrána og hitti þar stelpu, alveg æðislega. Ég bauð henni að dansa og eftir að hafa dansað þrjú eða fjögur lög settumst við við borð og ég splæsti kokkteil á hana. Ég held að hún hafi ekki verið nema 25 ára. Eftir að hafa spjallað lengi vel bauð hún mér heim með sér. Auðvitað vildi ég það. Fór fyrst á klósettið og keypti smokka í sjálfsalanum. í leigubílnum fórum við í sieik. Þegar við komum heim til hennar urðum við að læðast inn í herbergið hennar, hún er nefnilega ekki flutt að heiman. Við gerðum það þrisvar og síðan sofnaði ég. Þegar ég vaknaði var hún ekki í rúminu, var farin í vinnuna. Samt var ég ekki einn í rúminu, nei góurinn. Það var önnur kona að keppast við að koma mér í gang. Sú var ekki feimin. Auðvitað var ég til í allt. Þunnur og graður. Við gerðum allt. Þegar við vorum búin að vera saman tvisvar spurði ég hana hver hún væri. Hvað heldurðu að hún hafi sagt? Ég er mamma hennar Unnar sem þú varst með í nótt. Ég spurði hvort hún væri ekki gift. Hún hélt það nú, maðurinn var farinn í vinnuna og hún hafði litið inn í herbergið og séð mig nakinn og ekki staðist mátið. Hún er búin að bjóða mér í heimsókn aftur, en það verður að vera í miðri viku svo við getum verið saman eftir að Unnur og pabbi hennar eru farin í vinnuna. Mér fannst mamman betri.“ „Bjössi, manstu ekki of mikið?“ spurði ég, en mér var alveg sama. Þótt ég vissi að saga Bjössa væri hreinn uppspuni hafði hann fengið mig til að gleyma mínu hugarangri. Það sem meira var; ég gat sofnað með því að hugsa mér að ég hefði upplifað svipað því sem söguhetja Bjössa hafði gert. Túrinn leið, það styttist í að við færum í land. Ég var enn upptekinn af henni, kveið því að vera bara tvo eða þrjá daga í landi. Ákvað að fara upp og spyrja kallinn hvort séns væri á að fá frí, hafði samt ekki efni á því, en mér fannst ég verða að fá frí einn túr. Ég hefði getað sleppt þessu. „Kemur ekki til greina.“ Þar með var það afgreitt. Við komum í land laust fyrir hádegi. Ég tók leigubíl heim og tók saman sunddótið og fór í Sundhöllina. Ætlaði að fara í ríkið á eftir, fá nokkra bjóra og drekka í mig smák- jark áður en ég hringdi til hennar. Það var voniaust að ég gerði það án þess að setja eitt- hvað í mig áður. í sturtunni planaði ég daginn. Það var nóg að hringja í hana um kvöldmatinn. Ég var ákveðinn í að bjóða henni út að borða, ætlaði að segja henni að ég væri bálskotinn í henni og vildi annaðhvort fast samband eða gleyma henni annars. Var samt viss um að ég gæti það ekki átakalaust. Ég var svo annars hugar að eftir að ég hafði þvegið mér gleymdi ég að fara í skýluna, gekk nakinn fram á bakkann og stakk mér til sunds. Um leið og ég lenti í vatninu fann ég að ég var ekki í skýlunni. Djöfulsins, djöfuls klúður. Ég þorði hreinlega ekki að koma úr kafi, en það er enginn lengur í kafi en loftið í lungunum endist. Ég varð að stinga hausn- um upp úr. Já, var það ekki. Fólk hafði tekið eftir mér. Hvað átti ég að gera, ég varð að gera eitthvað fleira en að roðna, en það gerði ég sem aldrei fyrr. Það er þá svona að vera kúkur í lauginni. Ég vissi nákvæmlega ekkert hvað ég átti af mér að gera. Ekki gat ég verið ofan í þar til lauginni yrði lokað, klukkan rétt um tvö um hádegi og ekki lokað fyrr en eftir kvöldmat! Það horfði enginn beint á mig, samt sá ég að fólk beið þess að ég færi upp úr. Ég synti í rólegheitum að stiganum sem var næst bún- ingsklefanum. Einn, tveir ogþrír, hugsaði ég. Farðu upp úr, inn í klefa og klæddu þig og láttu aldrei sjá þig hér meir. Ókei, það var ekki annað að gera. Þegar ég greip um hand- riðið og ætlaði að fara lyfta mér upp úr heyrði ég kvenrödd sem ég kannaðist við, það var hún. „Hvað, bara ber í sundi? Ég hélt að það heilagasta væri bara fyrir mig?“ Ég leit í þá átt sem röddin kom úr, það var hún. Andskotinn. Ég ætlaði að undirbúa mig sem best ég gat áður en ég treysti mér til að hringja til hennar, en þá varð hún endilega vitni að mesta klúðri lífs míns. Hún var meira en lítið kímin á svipinn. Hvað gat ég sagt? „Ég gleymdi að fara í skýluna,“ sagði ég. Það leyndi sér ekki, samt fann ég ekkert annað til að segja. „Ég ætla rétt að vona það. Mér litist ekki á ef þú hefðir gert þetta af ráðnum hug. Bíddu oní, ég næ í handklæði svo þú komist upp úr. Sjómannablaðið Víkingur 67

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.