Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Síða 74

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Síða 74
ureyri: Markmið að ná verkefnum Slippstöðin hf. á Akureyri var stofnuð árið 1952. Slipp- stöðin hefur frá upphafi verið í fararbroddi fyrirtækja í við- gerðarþjónustu og nýsmíðum fiskiskipa fyrir íslenska flotann og hafa samtals verið smíðuð þrjátíu stálskip hjá fyrirtækinu. Slippstöðin er nú að rétta við á nýjan leik eftir hið mikla erfiðleikaskeið sem gekk yfir íslenskan skipasmíðaiðnað á árunum 1986 til 1993. Síðustu tvö ár hefur verið mikið að gera í stöðinni og útlitið framundan er mjög gott. Innan fyrirtækisins er nú verið að taka á ýmsum málum sem ekki var hægt að sinna á meðan erfiðleikar steðjuðu að rekstrinum, þ.á m. eru tals- verðar fjárfestingar í tækjum og búnaði, miklar endurbætur á húsnæði fyrirtækisins og átak er verið að gera í þjálfun og endurmenntun starfs- manna. M.a. hafa nú verið teknir inn fimmtán nemar í stálsmíði og vélvirkjun, en nemar voru ekki teknir inn hjá fyrirtækinu í átta ár meðan verst gekk. Engar nýsmíðar skipa fara fram nú sem stendur, en meg- inviðfangsefni fyrirtækisins er viðgerðarþjónusta við skip og smíði og uppsetning á ryð- fríum búnaði. Fyrirtækið er í fararbroddi í smíði og upp- setningu á fiskvinnslubúnaði um borð í frystiskipum og hef- ur unnið að mörgum slíkum verkefnum undanfarin misseri. Þar má nefna vinnslulínu fyrir lýsing í þýska togarann Hann- over, rækju- og bolfisklínu í Eyborgu EA, vinnslulínu ( Frosta ÞH og þýska togarann Cuxhaven. Mikil umsvif hafa verið í al- mennum skipaviðgerðum undanfarin misseri og Ijóst að verkefnastaða skipaiðnaðar- fyrirtækja endurspeglar af- komu og árferði í útgerðinni. Samkeppnisstaða íslenskra skipaiðnaðarfyrirtækja gagn- vart erlendum keppinautum hefur batnað verulega og stærri og stærri verkefni eru að flytjast inn í landið. Það er þó enn svo að nýsmíðarnar og stærri viðgerðarverkefni fyrir íslenska aðila eru unnin er- lendis, en þar er markmið Slippstöðvarinnar, til lengri tíma, að ná þessum verkefnum aftur inn í landið. Hjá fyrirtæk- inu starfa nú um 160 manns og er útlit fyrir að ekki verði fækkun á þeim starfsmanna- fjölda á komandi mánuðum. Sparisjóður vélstjóra: Greiðsluþjónusta Langflestir vilja hafa góða yfirsýn yfir fjármálin og að þau séu (góðri reglu. Það er hins vegar stundum munur á raun- veruleikanum og því sem menn vilja, fjármálin eiga það til að verða flókin, gluggapós- tur er hvimleiður og gleymdur gjalddagi getur fyrirvaralaust skotið upp kollinum. Því er öryggi í fjármálum fjölskyldu þinnar mikilvæg forsenda þess að hún geti áhyggjuiaus notið iífsins. Greiðsluþjónusta Spari- sjóðs vélstjóra er þægileg og örugg leið til að ná jafnvægi í fjármálum þínum og heimilis- ins. Greiðsluþjónustan hefur það að markmiði að létta þér fjármálavafstrið, m.a. með því að tryggja skilvísa greiðslu reikninga, gluggabréfin heyra sögunni til og þú hefur mun betra yfirlit yfir fjármálin. Þetta leiðir ailt að meiri skilvísi, tímasparnaði, öryggi og aukn- um þægindum í fjármálum. Mismunandi möguleikar greiðsluþjónstunnar gera það að verkum að þú getur valið hvað hentar þér og þínum, t.d. greiðsludreifing, stakar greiðslur eða greiðslujöfnun. Með greiðsludreifingu gerir þú samning við sparisjóðinn um þá reikninga sem þú vilt að hann sjái um að greiða. Þjónustufulltrúar okkar gera greiðsluáætlun yfir árið og greiðslum er jafnað niður á tólf mánaða tímabil. Þjónustufulltrúinn sér síðan um að millifæra út af launareikningi þínum inn á þar til gerðan greiðslureikning og annast greiðslur á öllum reikningum sem berast til hans. Þar með er mestallur gluggapóstur úr sögunni. Með stökum greiðslum getur þú látið okkur annast greiðslur einstakra reikninga s.s. hitaveitu-, fjölmiðla- og raf- magnsreikninga á meðan þú ert í sumarfríi eða vegna tímabundinnarfjarveru. Þegar greiðslubyrði er mismunandi eftir mánuðum hentar greiðslujöfnun vel, en hún er þannig hugsuð að ef greiðslur einstakra mánaða eru hærri en inneign á greiðslu- reikningnum færðu yfirdráttar- heimild á reikninginn og þan- nig aðstoðum við þig að komast yfir erfiðustu mán- uðina. Sérstakur þjónustufull- trúi okkar sér svo um að þú fáir persónulega þjónustu og ráðgjöf, auk þess ef þú færð þér heimabankann geturðu sjálfur fylgst með hreyfingum á reikningnum þínum og prentað út yfirlit. Einn stærsti kosturinn við að nýta sér greiðsluþjónustu Sparisjóðs vélstjóra er að þú sýnir ekki bara fyrirhyggju í fjármálum, heldurfærðu iíka góða ávöxtun af innstæðu þinni á greiðslureikningnum ef um greiðslujöfnun er að ræða. Þú færð því bæði góða ávöxt- un á skammtímasparnað og losnar við vanskilavexti. Greiðsluþjónustan er án efa allra þægilegasta og besta leiðin sem fólki býðst til að einfalda fjármálavafstrið og ná betri yfirsýn yfir fjármálin. Kynntu þér greiðsluþjónustu okkar á næsta afgreiðslustað Sparisjóðs vélstjóra, við munum taka vel á móti þér. 74 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.