Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 19

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 71 C. Edmondstonii og latneska nafnið er breytt, sting ég upp á, að kalla hana eftirleiðis fjallafræhyrnu, því að hún vex ein- göngu til fjalla. Til þess að menn megi betur glöggva sig á afbrigðum tegunda þessara, tek ég hér upp greiningarlykil þeirra og afbrigðanna, sem fundizt liaia hér á landi eftir ritgerð Hulténs. A. Blöðin hárlaus eða næstum hárlaus, oft randhærð. B. Allhávaxin planta með nokkrum stilklöngum blómum, algerlega hárlaus. Bikargrunnurinn ferstrendur. C. gla- bratum. Bl. Lágvaxin, þýfin. Bikarinn hálfhnattlaga, bikarblöðin með breiðum himnufaldi, helmingi styttri en krónublöðin eða lengri, liárlaus eða bursthærð. C. arcticum. Al. Blöðin hærð báðum megin, oft einnig randhærð, stundum með renglum. D. Að minnsta kosti blaðoddarnir á stofnsprotunum með „músareyrahárum", oft einnig með kirtilhárum eða lím- ugum eða burstkenndum hárum. Háblöðin himnukennd eða með greinilegum himnufaldi. Bikargrunnurinn fer- strendur. C. alpinum. Dl. Engin „músareyrahár". Hárin stutt, grófgerð með 3 — fáum frumum, gildust við grunninn, gulgræn eða ljósbrún. Plantan þrýstin, lágvaxin, stundum þýfin. Blómskipan venjulega með einu blómi. Blómstilkar stuttir, stinnhærð- ir og kirtilhærðir. Blómin hálfhnattlaga. E. Blöðin kringluleit, rauðmenguð með stórum greini- legum kirtlum á efra borði. C. Edmonstonii. El. Blöðin aflöng eða egglaga, aldrei rauðmenguð, hærð. C. arcticum afbrigði. Músareyra (C. alpinum). A. Skúfar af hvítum, hrokknum ullhárum á oddum blaðanna á grunnsprotunum. Ssp. lanatum. Al. Engir hárskúfar á blaðoddunum. Blöðin öll jafnhærð. Ssp. al- pinum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.