Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 77 Við tillífun kolsýrunnar mynda brúnþörungarnir ekki mjölvi, sem flestar aðrar plöntur, heldur mannít, sem er alkóhól, og feita olíu, en þó langmest af fjölsykrungnum lamínarín. Stundum er allt að helmingurinn af þurrefni plöntunnar lamínarín. Fjölgun og Ættliðaskipti. Allir brúnþörungar, nema þeir af ættbálkinum Fucales, hafa ætt- liðaskipti, en þau eru í því fólgin, að á skiptast tveir ættliðir, ann- ar kynjaður, en hinn kynlaus. Gróliðurinn, sem er kynlaus og tví- litna, myndar tvennskonar gróhirzlur, einhólfa hirzlur, myndaðar af einni frumu, og marghólfa hirzlur, sem myndast af röð af frumum. í marghólfa hirzlunum myndast eitt bifgró í hverju hólfi. Gró þetta hefur 2 svipur mislangar og oft líka augnblett. Upp af þessum gróum vaxa aftur kynlausar, tvílitna plöntur. í einhólfa hirzlunum mynd- ast mörg gró í hverri hirzlu. Eru þau og oftast með 2 svipur og augn- blett, eins og hin gróin, en að því leyti frábrugðin, að þau eru ein- litna. Upp af þessum gróum vaxa kynjaðar plöntur (kynliðurinn), sem síðan mynda kynfrumurnar. Eru þetta sérbýlis- eða sambýlis- plöntur, og fer það eftir tegundum. Kynfrumurnar myndast oftast í marghólfa hirzlum, sem eru eins útlits og marghólfa gróhirzlur. Frjóvgunin getur verið samstæð pörun (isogamie) og ósamstæð pörun (heterogamie) allt upp í eggfrjóvgun (oogamie). Hjá nokkr- um brúnþörungum eru báðir ættliðirnir eins að útliti (Isogenerata), hjá öðrum mismunandi (Heterogenerata). Þörungar af ættbálkinum Fucalis hafa ekki ættliðaskipti. Plönt- urnar eru tvílitna og rýriskiptingin fer fram við myndun kynfrum- anna, eins og hjá æðri plöntum. Gró myndast engin. Æxlunin er eingöngu kynjuð og frjóvgunin eggfrjóvgun. Með tilliti til ættliðaskiptanna má skipa brúnþörungunum í þrjá flokka. Séu aðeins teknir með ættbálkar þeirra brúnþörunga, sem fundist hafa á íslandi, lítur sú flokkun þannig út: I. Isogenerata: Ættliðaskipti. Báðir ættliðir eins að útliti. Ecto- carpales, Spacelariales. II. Heterogenerata: 'Ættliðaskipti. Ættliðirnir ólíkir útlits. Kyn- liðurinn minni. Chordariales, Desmarestiales, Dictyosiphonal- es, Laminariales. III. Cyclosporeae: Án ættliðaskipta. Kynliðurinn horfinn. Fucales.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.