Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 50
102 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þeim kynnum, sem ég hei' haft af þeim mönnum, sem hér eiga hlut að máli, er ég þess fuliviss, að þetta mál megi leiða til iykta með frjálsu samkomulagi. Finnur Guðmundsson. Fugladauði á Mývatni af völdum netaveiða Mývatn er eitt fiskauðugasta vatn landsins og þar hefur silung- ur verið veiddur í net öldum saman. En Mývatn er líka frægt fyrir auðugt fuglalíf og mun andavarp livergi meira en þar. Frá ómuna- tíð hefur meira eða minna af öndum farizt í netum Mývatnsbænda, en iengst af hefur fugladauði af þessum sökum ekki verið svo mikill, að fuglalíf vatnsins í heild hafi beðið alvarfegan linekki við það. Á þessu hefur hins vegar orðið mikil breyting á síðustu árum með tilkomu utanborðsmótora og nælonneta. Vélvæðing bátaflotans á Mývatni hefur leitt til þess, að vegalengdir eru þar úr sögunni og jafnframt því hafa menn stóraukið netakost sinn og tekið í notkun nælonnet í stað þeirra neta, sem áður voru notuð. Þegar netaveið- arnar eru stundaðar af mestu kappi, er vatnið því hólfað sundur með netatrossum og hefur þetta valdið stórauknum fugladauða. Nú mun það meðal annars ekki orðið óalgengt, að fleiri fuglar fáist í umvitjun en silungar. Sumpart stafar hinn aukni fugladauði af auknum netakosti en sumpart af því, að fuglinn á erfiðara með að varast nælonnetin en þau net, er áður voru notuð. Ef þetta kapphlaup manna um netaveiðar í Mývatni lreldur áfram má búast við, að það hafi mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fuglalíf vatnsins og geti jafnvel leitt til gereyðingar þess. Þetta er því mjög alvarlegt mál, sem ekki verður komizt hjá að gefa nánari gaum. Hins vegar er sá vandi á höndum í þessu máh, að engin lög eða laga- fyrirmæli eru um það, hve mikill netakostur má vera í Mývatni í einu. Hér er því vart urn annað að ræða en samkomulagsieiðina eða frjáls samtök veiðibænda í Mývatnssveit um takmörkun netaveið- anna. Ég tel eðlilegt, að Náttúruverndarráð beiti sér fyrir því í samráði við Fuglafriðunarnefnd og veiðimálastjóra, að reynt verði að ná samkomulagi um siíka takmörkun netaveiðanna. Finnur Guðmundsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.