Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 24
76 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ingar, og kemur liún fram á vaxtarlagi þeirra. Þannig er um tegundir af ættbálkunum Laminariales og Fucales. Má þar venjulega greina í sundur einskonar rætur, stöngul og blað. Ræturnar eru stuttar kvíslaðar greinar, sem grípa þétt utan um fótfestuna, eða þykkar flögur, sem leggjast þétt að henni. Sérhæfni til næringarupptöku hafa þessar rætur aftur á móti ekki framyfir aðra hluta plöntunn- ar. Stöngullinn eða leggurinn er sívalur eða flatvaxinn, og ber liann blaðið eða blöðkuna. Stundum er einskonar miðtaug eftir endilangri blöðkunni, og sumstaðar er blaðkan skipt eða skert svipað og laufblað. Stærstu brúnþörungar eru margir metrar á lengd, með legg, sem er nokkrir centimetrar í þvermál neðst. Öll er plantan þó svo lingerð, að hún getur aðeins staðið upprétt, meðan hún er á kafi í sjó. Fjari undan lienni, leggst hún þegar útaf. Vöxtur þalsins fer fram á mismunandi stöðum í plöntunni. Á brúnþörungum af ættbálkinum Fucales og nokkrum öðrum fer vöxturinn fram í enda þalgreinanna, líkt og gerist í greinarendum æðri planta. Á Laminaria er vaxtarlag á milli leggsins og blöðk- unnar, og út frá því vex ný blaðka á hverju ári. Þykktarvöxturinn fer fram við skiptingu frumanna eftir sniði samsíða lengdarás plönt- unnar. Oft eru það frumurnar í yfirborðslagi þalsins, sem þannig skipta sér. Þörungar, gerðir af þráðþali, vaxa við það, að frumukeðj- urnar lengjast. í sumum þeirra er strengur eftir endilöngum miðj- um stönglinum, svokallaður mergstrengur, gerður af samsíða, löng- um frumukeðjum, en þvert út frá mergstrengnum vaxa svo aðrar stuttar keðjur, eins og geislar út að yfirborðinu og nefnist það bark- arlagið (sbr. Chordaria, 6. mynd). Frumur brúnþörunganna eru svipaðar að byggingu og frumur æðri jurta, en um efnasamsetningu eru þær um margt frábrugðnar öðrum jurtafrumum. í frumuveggnum má greina tvö lög. Innra lagið er úr sellulósa, það ytra úr efni líku pektíni, svokölluðu algíni, en það er Ca-salt af algínsýru. í Laminaria eru 20—60% af algíni, miðað við þurrefni. í fxyminu eru venjulega margar smáar safabólur, í sumum tegundum þó aðeins ein í miðri frumunni. Venjulega hefur hver fruma aðeins einn kjama. Litbeiarnir eru oftast margir í hverri frumu, en stundum aðeins einn. í þeim er bæði blaðgræna (klórofyl) og karótxn, sem er gult að lit, og svo hið brúna litarefni, fucoxanthin, en það er skylt karótíni. Á stórvöxnum brúnþörungum er tillífun- arvefurinn út við yfirborðið, en innar tekur við litlaus forðavefur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.