Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 46

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 46
98 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Sitt af hverju Náttúruvernd og skógrœkt Náttúruvernd og skógrækt hljóta oft og tíðum að vera andstæður, ekki sízt þegar um er að ræða gróðursetningu og ræktun erlendra trjátegunda. Þetta liggur í augum uppi, enda miða náttúruvemdar- aðgerðir í nágrannalöndum okkar mjög að því, að verja ákveðin landsvæði fyrir livers kyns ræktun og varðveita þar með uppruna- legan gróður þeirra og dýralíf. Þetta hlýtur líka að verða eitt af verk- efnum okkar enda þótt aðgerðir af þessu tagi séu ekki jafnaðkallandi hér á landi og í þeim löndum, sem eru þéttbýlli og betur fallin til ræktunar. Nú dettur mér að vísu ekki í hug að hvetja til andstöðu gegn skógræktartilraunum þeim, sem hér hefur verið unnið að af miklum myndarskap og dugnaði á undanfömum árum. Slíkt væri fásinna, enda mun flestum virðast svo, sem landrými sé hér nóg til skógræktartilrauna og allir munu sammála um það, að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið á óyggjandi hátt, hvort takast megi að rækta nytjaskóga hér á landi. Áróður fyrir skógrækt, sem að sjálfsögðu er nauðsynlegur til að þoka þessum málum áleiðis, hefur fallið í góðan jarðveg meðal íslendinga, sem lengi hafa verið haldnir rótgróinni minnimáttarkennd vegna skógleysis landsins, og vilja allt til vinna til að geta sagt og sýnt útlendingum, að raunverulegir skógar vaxi á íslandi. Þetta er aðeins ein hlið á þjóðarkomplexi, sem lýsir sér meðal annars í því, að íslendingar mega helzt ekki heyra nefndar vissar landfræðilegar staðreyndir svo sem, að ísland sé kalt og hrjóstmgt land, sem sé staðsett á útjarðri hins byggilega heims. En hvað sem þessu líður, þá er yfirleitt ekki nema gott eitt um skógræktaráhuga íslendinga að segja. Það er aðeins ein hlið á þessu máli, sem er miður æskileg. Ég á hér við áráttu hinna áhugasömu skógræktarmanna að gróðursetja barrtré á sérkennilegum og fögrum stöðum, sem ætla má að fyrr eða síðar verði settir undir náttúra- vernd. Ég nefni hér aðeins nokkur dærni um slíka staði: Þjóð- garðurinn á Þingvöllum, Ásbyrgi, Bæjarstaðaskógur í Öræfum, Dverghamrar á Síðu og Dimmuborgir við Mývatn. Ég tel gróður- setningu barrtrjáa á stöðum þeim, sem hér hafa verið nefndir, hrein

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.