Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 81 Brúnfjöður. Chaetopteris plumosa. Þalið 5—8 cm hátt, liðað og mjög greinótt. Leggirnir neðantil dökkir á lit, allt að 0.5 mm breiðir og naktir, en greinast ofantil og bera þéttar fjaðurstæðar smágreinar. Smágreinarnar ca. 50 g á breidd, ljósari en leggirnir, og á þeim sitja gróhirzlurnar. Liðirnir á greinunum jafn háir og breiðir. Oftar á djúpu vatni. Finnst við A, N, NV og SV-ströndina. 4. mynd. Chaetopteris plumosa. a hluti af þörungnum í náttúrlegri stærð. b þverskurður af legg (x 100) c langskurður af grein (x 100) (Kútz- ing)- 3. œttbálkur. Chordariales. Kynliðurinn örsmáir, greinóttir, einraða þræðir. Gróliðurinn einnig stundum gerður af einraða þráðum, en oftar úr þráðþali. Geta þalþræðirnir orðið allt að 30 cm á lengd. Oft er í þalþráðunum mið- strengur úr stórum, löngum frumum, en utanyfir barklag úr stuttum einraða þráðum, sem liggja þvert út í yfirborðið. Barkþráðafrum- urnar, sem eru minni en frumurnar í miðstrengnum, eru með blað- grænu og annast þær um tillífun kolsýrunnar. ELACHISTACEAE: Leptonema (1), Elachista (1). CHORDARIACEAE: Castagnea (I), Leathesia (1), Chordaria (1).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.