Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 4
N áttúrufræðingurinn • • / Orn Olafsson Stórabólaá Íslandi 1707 TIL 1709 OG MANNTALIÐ 1703 MA SKÝRA MISJAFNT DÁNARHLUTFALL EFTIR HREPPUM MEÐ MISMUNANDI ÓNÆMI? Stórabóla á íslandi árin 1707-1709 er ein skæðasta drepsótt hér á landi sem sögur fara af. Tölur yfir fjölda látinna í nokkrum hreppum er að finna í annálum. En hversu áreiðanlegar eru dánartölur úr Stórubólu og hversu áreiðanlegar eru frásagnir í annálum um bólusóttir frá miðri 17. öld og fram að Stórubólu 1707? Með talnaupplýsingum úr manntalinu 1703 og dánartölum úr annálum fæst samanburður á hreppum. I ljós kemur að skýra má misjafnt dánarhlutfall milli hreppa með að hlutfall ónæmra hafi verið mismunandi. Með útreikningum, sem hér verða sýndir, fæst einnig prófun á dánartölum sem gefnar eru í annálum. IFitjaannál er greint frá því að bólusóttarsmit hafi borist til Eyrarbakka 2. júní 1707 með fatakistli manns sem lést á leið til Is- lands.1,2 Annálar greina síðan frá áhrifum bólusóttar allt til ársins 1709. Almennt er talið að þetta tiltekna smit hafi dreifst um land allt á þessu tímabili þótt ekki sé útilokað að smit hafi borist til fleiri hafna. Áhrif þessarar bólusóttar voru meiri en fyrri bólusótta og því hefur hún verið nefnd Stórabóla. Dánartölur úr þessari bólu sem taka til 60 hreppa (af 163 hreppum á landinu) hafa varðveist.2 Með fólksfjölda sömu 60 hreppa fengnum úr manntalinu 1703 eru dauðsföll eftir hreppum metin á bilinu um 15% til rúmlega 35%.2 Þessi breytileiki í dánarhlutföllum er tilefni þessarar greinar. Jón Steffensen nefnir þrjú atriði sem skýra mannfall í bólusótt (vari- ola): „Mannfall af bólu mun aðal- lega ráðast af þremur atriðum, sýk- ingamætti bóluveirunnar, fjölda þeirra sem næmir eru fyrir henni og almennum viðnámsþrótti þjóðar- innar gegn sjúkdómum hverju sinni."2 Ekki er ástæða til að ætla annað en veiran hafi haldist óbreytt. Aðbúnaður manna hefur skipt litlu, því af annálum má ráða að Stóra- bóla hafi lagst jafnt á almúgamenn sem embættismenn.1-2 Því verður hér einungis reynt að skýra dauðs- föll í Stórubólu með breytileika í hlutfalli næmra og gert er ráð fyrir að áhrif annarra þátta á breytileika í dánartölum séu óveruleg. Sýnileg einkenni bólusóttar eru meðal annars sýking í húð sem byrj- ar með rauðleitum blettum sem þróast yfir í blöðrur og verða síðan að graftarbólum (í. mynd). Ein- kennin geta varað í 10-11 daga.3 1. mynd. Sjúklingur meö bólusóttar- einkenni.4 - A patient with smallpox symptoms.1 4 Náttúrufræðingurinn 76 (1-2), bls. 4-12, 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.