Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 30
Náttúrufræðingurinn 1. mynd. a. Rauðir hringir sýna vöktuðu varpsvæðin sex við sunnanverðan Steingrímsfjörð og sitt hvorum megin við mynni Kollafjarðar. b. Breyting á varpútbreiðslu í Strandasýslu frá því um 1955. Svæði 12, 32, 34: óstöðugt varp, 1-4 pör. - a. Red circles indicate the six monitored Black Guillemot colonies in Steingrímsfjörður and Kollafjörður. b. Changes in breeding distribution in Strandasýsla area since ca. 1955. Colonies 12, 32, 34: unstable with 1-4 pairs. O = Aflögð varpsvæði. - Deserted colonies. O = Varpsvæði í notkun 2005. - Colonies in use 2005. oft vör við ummerki minks í vörp- unum. Er við hófum vöktun tiltek- inna varpsvæða var ekki gert ráð fyrir því í upphafi að kanna afrán minks sérstaklega, en þar sem minkur reyndist nær eini afræning- inn ákváðum við að skoða áhrif hans frekar. Rannsóknir á afráni geta að vísu verið aðferðafræðilega erfiðar, m.a. vegna þess að sjaldan verður vart við afránið sjálft en meta verður af ummerkjum eftir á hvað gerst hefur. Fyrstu heimildir um mink á rann- sóknarsvæðinu eru frá árinu 1949, er hans varð vart í botni Hrútafjarð- ar, og hann var kominn norður á vöktuðu svæðin um 1955.10 Minkur hefur því haft um hálfa öld til að að- lagast aðstæðum og þar með hafa áhrif á fuglalíf á þessum slóðum. Talið er að vel hafi verið staðið að minkaleit við Steingrímsfjörð og Kollafjörð frá upphafi, mun betur en annars staðar í sýslunni (GS 1995). Minka er einkum leitað með sjó á vorin, enda þá talið mest í húfi vegna æðarvarps. Þótt stök dýr og greni hafi verið unnin við ströndina að vori í nágrermi vöktuðu svæð- anna birtust stundum minkalæður með stálpaða hvolpa þar síðari hluta júlí. Minkaveiðimenn geta sér þess til að þar séu á ferð læður sem gotið hafi inn til landsins, þar sem síður eða ekki er leitað, og sæki til sjávar með hvolpana þegar þeir eru orðnir stórir og þurftafrekir (GS 1996). Minkar virtust yfirleitt drepa alla unga í teistuvarpi, eða a.m.k. sam- felldum hluta þess, kæmu þeir á annað borð á ungatíma. Minkar bíta fugla í hnakkann og oft sést áverk- inn ekki nema vel sé að gáð. Stund- um eru ungar fjarlægðir strax en oft getur liðið nokkur tími, frá klukku- stimdum til sólarhringa, frá því ung- ar eru drepnir þar til þeir eru fjar- lægðir úr holu ef þeir eru á annað borð teknir. Minkbitnir teistuungar, eða leifar þeirra, fundust einkum í varpholunum sjálfum eða í bælum þar sem minkahvolparnir héldu til en stundum í öðrum holum í vörp- unum eða í nágrenni þeirra. 30

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.