Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 53

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags FYRRI UMFERÐ SIÐARI UMFERÐ 6. mynd. Það tekur öndunarloftið tvær umferðir (tvo andardrætti, inn og út) að fara gegnum lungu fugls, en loftið nýtist mjög vel, enda geta fuglar flogið í einum áfanga frá sjávarmáli yfir hæstu tinda Himalajafjalla, leið sem jafnvel hraustustu fjallamenn verða að fara í áföngum til að venjast þunna loftinu, og þurfa auk þess yfirleitt súrefniskúta síðasta spölinn.7 Tvífættar kjöteðlur Flestar risaeðlur hafa gengið á tveimur fótum og beinagerð og skipan vöðva í leggjum og mjöðm- um hefur verið áþekk í þeim; á fót- unum voru framvísandi klær með klóm, yfirleitt þrjár en stundum tvær. Þetta á við um allar kjöteðlur, Theropoda, en af þeim telja menn að fuglar hafi þróast. Þessi samein- kenni í líkamsgerð sjást vel á 7. mynd, þar sem annars vegar er end- urgerð mynd af einni af þessum risaeðlum, strútseðlu (Ornithomim- us), og hins vegar af strúti.9 Fiður Ótalið er það einkennið sem öðrum fremur hefur verið talið sérkenni fugla, það sem greinir þá frá öllum dýrum öðrum, nefnilega fiðrið. Rannsóknir á nýfundnum stein- gerðum risaeðlum í Kína hafa leitt í ljós að margar smávaxnar kjöteðlur hafa verið fiðraðar. Áður en lengra er haldið er rétt að skoða eðli og gerð fjaðra. Rétt eins og hár spendýra eru fjaðrir fugla út- vöxtur úr húðinni. Og eins og hárin eru fjaðrirnar úr hyrni eða keratíni, hörðu prótíni sem er aðalefnið í hornlaginu yst í hörundi hrygg- dýra, og jafnt hár og fjaðrir myndast við fjölgun á húðfrumum, sem deyja svo smám saman og keratínið verður nær eitt eftir. Að öðru leyti er vöxturinn gerólíkur. Hreistur er samheiti um ýmiss konar flögur í húð fiska og skrið- dýra, auk þess sem fætur og fót- leggir fugla eru hreistraðir. Upp- runi og efnasamsetning hreistursins fer eftir því hvaða dýr eiga í hlut. Lengi töldu menn að fjaðrir fugla hefðu þróast við ummyndun á hreistri áa þeirra meðal skriðdýra, en nú þykir fullvíst að þetta séu alls óskyldar myndanir og hafi þróast hvor í sínu lagi. Myndun og gerð fjaðrar verður vart betur lýst en með þessum orð- um Bjarna Sæmundssonar: Fyrir hverja fjöður myndast lítil hola, sem vex á ská inn í húðina og verður síðan að fjaðursekk (sbr. hársekk spendýranna). í botni hennar vex fjöðrin út frá örlitlum yfirhúðamabba, sem stækkar jafnframt því að fjaðursekkurinn dýpkar og blóð- streymið eykst, og verður aðfjaðrarvísinum. Fyrst myndast neðsti hluti fjaðrarinnar, fjöðurstafurinn, eins og sívöl pípa, sem stendur á kafi í sekknum, utan um fjaðrar- vísinn, en hann myndar smám saman þann hluta fjaðrarinnar, er síðan stendur út úr húðinni: hrygginn og fanirnar. Fyrst kemur oddur fjaðrarinnar í ljós og geislar fanarinnar breiðast út til beggja hliða, eftir því sem hryggurinn lengist, en hin vaxandi fjöður er mjög blóðrík og nefnist því blóð- fjöður. Þegar hún er fullvaxin og hryggur- inn fastgróinn við ytra enda fjöðurstafsins, hættir aðstreymi blóðsins, en fjaðrarvísir- inn þomar upp og verður að gagnsæju hismi („mergnum") irini í tómum fjöður- stafnum, sem svo situr fastur í húðinni, meðan fjöðrin er við lýði; en þegar hún fell- ur myndast nýr fjaðrarvísir út frá nabban- 7. mynd. Samanburður á Hkamsgerð strútseðlu, Ornithomimus (túlkun teiknara), og strúts. Við gerð og afstöðu innri líjfæra í kjöteðlunni var tekið mið af samsvarandi Hkams- hlutum fugls. Lungun eru lituð Ijósbiá, loftsekkir dökkbláir.9 53

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.