Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 55

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ■í a. 3. */. 10. mynd. Þegar væng er sveiflaö niður (A) þrýstir loftið fönum flugfjaðranna saman. í uppsveiflunni (B) snýst upp á fanirnar svo loft kemst á milli þeirra.10 11. mynd. Dúnfjöður.11 kjötætu, stóra spenskriðli (Repeno- mamus giganticus)}3 sem mun vera stærsta þekkta spendýrið frá miðlífs- öld (12. mynd). Dýrið var uppi á fyrrihluta krítar, fyrir um 130 milljón árum, ásamt minni ættingja, litla spenskriðli (Repenomamus robustus), sem fannst í sömu lögum og var „ekki nema" á stærð við kött.12 I maga R. robustus fundust stein- gerð bein síðustu máltíðar dýrsins, sem var ungi páeðlu, Psittacosaurus. En þótt spenskriðlarnir hafi lagst á smávaxnar og ungar risaeðlur, voru það ekki spendýr sem lögðu veldi risaeðlnanna að velli. Ragnarök Margt bendir til að náttúruhamfarir af völdum halastjörnu eða loftsteins, sem vitað er að rakst á jörðina fyrir 65 milljón árum, hafi útrýmt risa- eðlunum og raunar fjölda annarra stórra dýra á landi og í legi.1314 Aðrir vilja rekja þennan fjöldaaldauða til annarra náttúruhamfara, stórkost- legrar hrinu eldgosa sem merki finn- ast um frá þessum tíma.15 Ekki ber fróðum mönnum heldur saman um hvort hamfarirnar - utan úr geimn- um eða innan frá - hafi einar verið orsökin. Sumir telja að ósköpin hafi grandað risaeðlunum „í blóma lífs- ins".16 Aðrir hallast að því að farið hafi verið að halla undan fæti fyrir þessum dýrum síðustu tíu ármilljón- imar þar á undan eða svo.17 Landaskipan, loftslag og gróður á miðlífsöld í allri sögu jarðar hefur afstaða landa og sjávar tekið breytingum, einkum vegna landreks, þar sem stórir jarðmassar - flekar - hafa færst til innbyrðis (13. mynd). I upphafi miðlífsaldar runnu helstu meginlönd jarðar saman í gífurlegt ofurmeginland, allandið Pangea. En áður en langt leið á öldina, á mótum trías- og júratímabils, fór allandið að gliðna sundur til norðurs og suðurs. Norðan skilanna varð til Lárasía, nokkurn veginn samsvar- andi Grænlandi, Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Syðra meginland- ið, Gondvanaland, er nú Suður- Ameríka, Afríka, Astralía og Ant- arktíka. Ekki eru þessi mörk algild. Þau lönd sem nú eru Indlandsskagi og Madagaskar voru upphaflega hluti af Gondvanalandi. Síðar losn- aði þessi partur frá meginlandi Afr- íku. Madagaskar staðnæmdist stutt út frá Afríkuströnd en Indland rak yfir hafið til Asíu, ruddist inn í álf- una og á mótunum kýttust upp hæstu fjallgarðar jarðar, Himalaja- fjöll og Karakórum. Við þetta bætist að löndin stóðu mishátt upp úr sjó. Um mitt krítar- tímabil var sjávarstaða há og Evrópa var að talsverðu leyti eyja- haf, og kann það að vera skýring á því að minna hefur fundist af stein- gerðum risaeðlum þar en til dæmis vestanhafs og í Asíu. Annars orkar oft tvímælis að túlka útbreiðslu fornra skepna af steingervingafundum. Leifar þeirra varðveitast misvel eftir aðstæðum, auk þess sem tilviljun ræður hvort þær finnast. Á miðlífsöld var loftslag hlýtt um alla jörð; til dæmis eru ekki merki um ís við heimskautin. Jörðin hefur því getað staðið undir gróskumiklu plöntulífi og stórvöxnum dýrum. Framan af miðlífsöld fór á landi mikið fyrir elftingum, burknum og b Ættkvíslamafnið Repenomamus er samsuða úr „reptile" og „mammal" og þýðir nánast „skriðspendýr". 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.