Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 62

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 62
188 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 eftir borðinu endilöngu eru celluid-listar, til þess að marka dýr- unum beina stefnu. Á hrygginn á hverju dýri eru máluð númer, til þess að enginn villist á þeim. Fyrst er nú að fá skjaldbökurnar til þess að komast af stað, en það er gert með þeim hætti, að hleypt er veikum rafmagnsstraum í rófuna á þeim, og hvað gegna furðu hvað lifnar yfir skjaldbökunum við þessa meðferð. Sú skjaldbaka, sem nú hefir heimsmetið, heitir Madame Queen. Hún hefir unnið það afrek, að hlaupa þessa fjóra metra á fimmtán sekúndum, en það svarar til eins kílómetra á klukkustund. Einu sinni á ári er haldið skjaldbökuveðhlaup í Oklohama. Mörg hundruð dýr taka þátt í hlaupunum og verðlaunin fyrir sigurvegarann hafa komizt alla leið upp í níutíu þúsund krónur. Þessi veðhlaup eru haldin eftir öllum „kúnstarinnar reglum“, al- veg eins og væri að ræða um hestaveðhlaup í Bretlandi, blöðin birta langar greinar um ættartölu skjaldbakanna og þar fram eftir götunum. Froskunum er einnig komið af stað með því að hleypa í þá raf- magni. Veðhlaupin fara.að jafnaði fram einu sinni á ári, einhvers staðar í Kaliforníu, og keppnin snýst um það, hvaða froskur geti stokkið lengst. Það er ekki talinn froskur með froskum, sem ekki getur stokkið hálfan fjórða metra, heimsmetið er víst 4,14 m. Froskur sá, sem það átti, hét Woco Pep, hann vóg 680 gröm, og afturfæturnir voru 22 cm að lengd. Stundum kvað vera „svindlað“ svolítið við þessi froskamót. Sagt er til dæmis, að komið hafi fyrir, að froskur sá, sem líklegastur var til þess að vinna, hafi verið fylltur með höglum, og ef það er rétt, er ekki erfitt að geta sér til um árangurinn. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.