Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 65

Náttúrufræðingurinn - 1977, Qupperneq 65
W. Schutzbach: Island. Feuerinsel am Polarkreis. Zweite Auflage. Ferd. Dummlers Verlag. Bonn 1976. W. Schutzbach, Svisslendingur frá Ziir- ich, kom liingað til lands 22 ára að aldri sumarið 1956 og dvaldi hér í 2i/ó ár. Að því er liann sjálfur segir, var það aðal- lega rómantísk ást á landinu, sem dró hann hingað. Hann ferðaðist víða um landið, bæði byggðir og óbyggðir, en jarð- fræði virðist hafa verið sérstakt áhuga- efni hans. Átta árum eftir íslandsdvölina kom svo út bók eftir hann, sem nú hefur verið gefin út að nýju, áratug síðar, í end- urbættri og stóraukinni útgáfu. Þess er að geta, að höf. dvaldi aftur á íslandi nokkr- ar vikur vorið 1971. í síðari útgáfunni er bókin 269 bls. með 104 kortum og teikn- uðum myndum, og að auki eru 76 Ijós- myndir á myndapappír. Bók Scliutzbachs er aðallega lanclafræði- leg og hygg ég að hún megi teljast besta bókin á erlendu máli um eðlisræna landa- fræði Islands, sem nú er völ á. Sá hluti hennar, sem telst til mannvistarlanda- fræði, er að sönnu rýrari, en þó einnig greinargóður. Höfundurinn virðist hafa lesið obbann af því, sem birst hefur bæði á íslensku og erlendum málum um jarð- fræði og landafræði íslands á síðustu ára- tugum og melt rnikið af þessu furðu vel. 1 listanum yfir lieimildarrit er á 9. liundr- að titla, sem verður að teljast nokkuð dæmigerð jtýsk ofrausn. Höfundi er lagið að teikna kort og eru mörg kort í bókinni ágæt. Það skortir á um nokkur jarðfræði- kortanna, að Jress sé getið, eftir hvaða kortum þau eru gerð. Ljósmyndir eru flestar eftir höf. og yfirleitt fremur góðar, en teikningar hans af landslagi og nátt- úrufyrirbærum eru ekki að mínum smekk. Bókin hefst á sögulegu yfirliti, allýtar- legu (40 bls.) og síðan kemur kafli um Reykjavik. En lunginn úr bókinni er unt jarðfræði og lanclmótunarfræði Islands, enda hefur mikið verið skrifað um það efni á síðustu áratugum, og gerir Schutz- bach Jjví samviskusamlega sk.il. Mestur virðist áhugi hans á eldvirkni og jarðhita, en liann gerir einnig loftslagi, jöklum, vatnsföllum og rafvæðingu sómasamleg skil og fjallar um landslag almennt og um gróðurfar. Mannvistarlandafræðin í bók- arlok er ýtarlegust varðandi fiskiveiðar og landhelgismálið og verður Jtað að telj- ast eðlilegt. Ekki er ástæða til Jtess í stuttri umsögn, að tíunda Jrær furðu fáu og yfirleitt smá- vægilegu villur, sem hægt er að finna í Jressari bók. Hún er í heild unnin af mikilli vandvirkni og er t. d. leitun á stafavillum í Jteim mikla fjölda íslenskra nafna, sem þar eru að finna. Schutzbach á sannarlega lirós skilið fyrir Jressa vönd- uðu og efnismiklu bók. SigurÖur Þórarinsson. Björn Ursing: Ryggradslösa djur. P. A. Norstedt 8c Söners förlag. Stockholm 1971. Björn Ursing er einn Jressara furðulegu manna, sem allt geta og öllu korna í verk. Hann er kennari í Stokkhólmi, nú á ní- ræðisaldri. Hann lét sér ekki nægja að tina frarn sundurlausan fróðleik um dýr og jurtir handa misjöfnum nemendum, heldur setti sér Jtað mark að auðvelda kennslu í náttúrufræði með liandhægum greiningabókum. Hann byrjaði með því að rita stuttar og hnitmiðaðar upplýsinga- og greiningabækur fyrir plönturíki Sví- Jjjóðar, „Svenska váxter", í tveimur bók- k 175
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.