Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1959, Side 18

Andvari - 01.10.1959, Side 18
128 SVIiINN VÍKINGUI! ANDVARI mann í borginni og allir þekktu hann. Oft tók hann sjómenn eða verkamenn tali á götunum eða aldraða lconu. Og andlitin urðu að einu brosi. Hraðfleyg stund, nokkur vingjarnleg og alúðleg orð, en stund sem varð að bjartri, verm- andi minning, sem þetta fólk geymdi og var þakklátt fyrir. Þannig var bann. Hann var óvanalega bjartur yfirlitum, og hárið varð mjög snemma alhvítt. Svipur hans var svo bjartur og hreinn, augu hans svo full af góðvild og ein- lægri innri gleði og björtu trúartrausti, að ýmsum þótti sem þcir hefðu aldrei augum litið mann með postullegri ásjónu. Hann var maður tilfinningaheitur og tilfinningasterkur, áhlaupamaður, sem ganga vildi jafnan hreint til verks og koma áhugamálum sínum fram án hiks og vafninga. Sumum þótti hann eiga það til að vera nokkuð ráðríkur, ef því var að skipta. Hann var svo bjart- sýnn á menn og málefni, að stundum þótti um of. Allar krókaleiðir eða hin iðna, sívökula lagni til að pota málefnum áfram fet fyrir fet, sem oft reynast happasælar til árangurs meðalmönnum, voru honum fjarlægar. Hann var einn þeirra, sem eins og skáldið segir, vilja „brjótast það beint, þó brekkurnar verði þar hærri“. Hann var ekki gefinn fyrir lognið, kaus heldur að sigla hvassan vind en damla undir árum. Má og með sanni segja, að sjaldan hafi verið fullkomið logn yfir kirkju- og kristindómsmálunum hér á landi í biskupstíð hans. En það var jafnan eitthvað hressandi og lifandi við þann blæ. Og fullyrða rná, að við lok biskupsdóms hans hafi yfirleitt andað hlýrra til lcirkj- unnar bæði af hálfu þess opinbera og safnaðanna í landinu, heldur en var, þegar hann tók við embætti. I því efni hafa líka verkin sýnt merkin. 1 kirkju framkvæmdi hann prestslegt og biskupslegt embætti með mikl- um virðuleik og glæsibrag. Hann var söngmaður ágætur og tónaði manna bezt. Ræður hans voru jafnan skörulega fluttar og af þeim sannfæringarhita, sem oft gagntók hlustendur. Þær voru einlægar og hlýjar, fullar bjartsýni, trún- aðartrausts og áhuga. Sigurgeir biskup varð ekki garnall maður. Hann andaðist á heimili sínu hinn 13. október 1953. Hann hafði þá um allmörg ár kennt verulegrar van- heilsu, þótt hann léti ekki á því bera. Reyndi hann að leita sér lækninga bæði hér og erlendis, en það kom fyrir ckki. Að kvöldi hins 12. október kom hann heim úr erfiðu ferðalagi. Næsta morgun l’ór hann þó í skrifstofu sína eins og ekkert væri. Við urðum samferða þaðan að venju um hádegisbilið. A leiðinni heim til sín hafði hann orð á því við ntig, að hann kenndi nokkurs verkjar fyrir brjósti og um herðar. Eigi að síður grunaði mig sízt, er við tókumst í hendur hjá heimili hans, að það væri síðasta kveðjuhandtak okkar hérna megin grafar. Að loknum hádegisverði gekk hann til heimaskrifstofu sinnar og ræddi þar um stund við gest sinn eins og ekkert væri. Skyndilega stóð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.