Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1959, Page 22

Andvari - 01.10.1959, Page 22
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON: Þorvaldur Thoroddsen. Þorvaldur Thoroddsen hefir, sem kunn-^ ugt er, samið ævisögu sína, sem birtisG! fyrir nokkrum árum. Minningar hans - hafa bæði sætt óvinsældum nokkrum og óvægum dómum. Þótt margháttaður fróðleikur og margar skemmtilegar skrýtl- ur geymist í Minningabók hans, aflar hún honum ekki samúðar né eykur orðs- tír hans né veg. Það er allt af mikill ábyrgðarhluti að rita sjálfs sín ævisögu, viðsjált verk og varasamt („hedenkliches Unternehmen" kallar Goethe það í byrj- uninni á Dichtung und Wahrheit). Fáir vaxa á miklum frásögnum af sjálfum sér. Þá er aldraðir rita ævisögu sína, hljóta þeir og allt af að minnast látinna sam- tíðarmanna sinna, sumra, sem þeir áttu miður vinsamleg skipti við, og þeir eru nú, ef til vill, einir til frásagnar um. Slík ritstörf eru því mikil drengskaparraun. Dauðir fá aldrei sjálfir borið hönd fyrir höfuð sér. Ævisöguritara er því mikil þörf á óhlutdrægni. Slíks hefði mátt vænta mega af slíkum vísindamanni sem Þorvaldi Thoroddsen, ekki sízt er hann um aldarfjórðung hafði átt heima erlendis, fjarri íslenzkum grannakryt og hita bar- dagans á voru kalda landi. En í Minn- ingabók sinni er hann hvorki gætinn né óhlutdrægur, ekki fremur en hann er slíkt í ævisögu Péturs biskups. Hlut- drægni hans má beinlínis marka á því, að hann gerir á einhvern hátt lítið úr þeim, sem gert hafa á hluta hans, t. d. Idalldóri Friðrikssyni, Birni Jónssyni og Jóni Ólafssyni. Stundum virðist hann steinblindur á mannlegan mikilleik og skörungsskap, t. d. er jafn-stórfelldur maður og fullur eldmóðs og andagiftar og Bencdikt Sveinsson á í hlut. Þorvaldur nefnir hann fjórum sinnum í Minninga- bók sinni. Eitt sinn getur hann þess, að hann var, ásarnt dönskum vísindamanni, gestur hans á Héðinshöfða. Tvisvar bregður honum fyrir blindfullum og þannig sagt frá aðförum sjálfs hans eður aðförum annarra við hann, að honum er háðung að. 1 fjórða skiptið lýsir hann ræðugerð hans. Ef til vijl hæfir hann þar hnyttilega veilur í framsetning þessa rnikla þingskörungs, einkum í ritgerðum hans. En enginn fengi af slíkri lýsingu ráðið, að Benedikt Sveinsson er einhver hinn andríkasti mælskumaður og einn hinn merkilegasti hugsjónamaður, sem átt hefir sæti í íslenzkum þingsal. Flvað sem líður brotum hans og brestum, sem margt er frá sagt, hefir cnginn særnd af að tala með virðingarleysi urn slíkan af- burðamann. Ekki kemur hann heldur glögglega auga á sérkennileik Gríms Thomsens. Hann sér lærdóm hans og kunnáttu, en ekki skáldlist hans, rnann- vit né anda. Um fjármálaráðherra Dana á stríðsárunum, rithöfundinn Edvard Brandes, talar hann furðu fávíslega, óvirðulega og kuldalega í senn. Hefði honum veitt erfitt að rökstyðja ummæli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.