Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 25

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 25
ANDVAHI ÞORVALDUIl TIIORODDSEN 135 Þótt einkamálum sé sleppt, má og finna aðrar ástæður til beiskju hans, ef ævi- saga hans er lesin með eftirtekt. Þorvaldur Thoroddsen var einn þeirra manna, sem heimtaði mikið af landi og lífi. Slíkt gera, sem kunnugt er, einatt þeir, sem mikla krafta fengu að ættar- og vöggugjcif. Fyrir mörgum árum rakst ég á hréf frá einum háskólabróður hans, ritað í Höfn á dvalarárum þeirra heggja þar, Þorvalds og hréfritara. Þar segir — heldur barnalega —, að hann vilji láta hrósa sér fyrir ritgerðir sínar eða eitthvað á þá leið. Hann beið, sem kunnugt er, ósigra á skólabekk. Fyrir vansæmdir þar hcfir hann ósjálfrátt og óafvitandi viljað fá uppreist. A skakkaföllum við skóla- próf hefir honum, að líkindum, vaxið lofgirni og veggirni. Ævisaga hans sýnir, að hann hefir haft mikla þörf á viður- kenning og lofi fyrir ritstörf sín og rann- sóknir. Hann man ótrúlega vel, er verk- um hans hefir verið niðrað, um þau þagað eða á einhvern hátt hjá honuin sneitt. Það er ekki laust við, að hann svíði enn undan því, eftir 40 ár eða vel það, að Akureyrarbúar buðu honum ckki í veizlu sumarið 1870, er þeir gerðu fyrir þá Hilmar Finsen, landshöfðingja, og danska náttúrufræðinginn Johnstrup, sem Þorvaldur fylgdi og aðstoðaði í rannsókn- um hans í Þingevjarsýslu það ár. Þá er hann samdi ævisögu sína, virðist hann ekki hafa fyrirgefið þeim það, þingbænd- Unum Þorláki Guðmundssyni og Friðriki Stefánssyni, að þeir voru honum andvígir á alþingi. Var Þorlákur þá þó löngu dáinn, en Friðrik hafði ekki komið um áratugi við stjórnmál vor. Er því sízt furða, þótt kaldan blási frá honum í garð meiri dólpunga, sem á hlut hans Rcrðu, t. d. Arnljóts Ólafssonar og Jóns Ólafssonar. Stundurn er vorkunn, þótt honum gremjist. I lann hefir kennt á því, sem margir aðrir Islendingar, mætir og merkir, að þjóð vor er treg að þakka margt og meta, sem áreiðanlega er bæði þakklætis- og virðingarvert, fyrr en öruggt er um, að velvinnendur fái eigi notið þakka né lofs, þ. e. þeir eru komnir undir græna torfu. Fábreytni og fámenni, fásinni og einangrun auka annars vegar sljóleik og hins vegar öfundsýki. ,,lslend- ingar einskis mcta alla, sem þeir geta“, segir Davíð Stefánsson. Þorvaldur varði t. d. mikilli vinnu í að koma upp náttúru- gripasafni í latínuskólanum, útvegaði því „dálítinn fjárstyrk hjá þinginu". Þessi ótrauði afkastamaður lagði á sig ókeypis mikla aukavinnu í þarfir safnsins og var synjað um ívilnun í skyldukennslu, þótt hann ynni svo mikið fyrir skólann auk- reitis. Þá er hann taldi safnið komið í gott lag, sýndi hann það yfirstjórn skól- ans. Flann ritar: ,,En aldrei heyrði ég eitt þakklætis- eða viðurkenningarorð fyrir starfa minn úr þeirri átt. Á því var reyndar engin þörf, en eftir almennum kurteisisreglum hefði það þó verið við- kunnanlegra". Slíkt er hverju orði sann- ara. Leikur ekki efi á, að hann hefir mátt lengi kenna á skilningslevsi, óvild og öfund á störfum sínum, karlmanns- raunum og afrckum. Gamall kennari hans spurði að því sumarið 1883, hvað Þorvaldur væri nú að slæpast. Varð Þor- valdur Thoroddsen þó sízt kallaður slæp- ingur. Þá er hann hafði kannað Ódáða- hraun sumarið 1884, kveðst hann hafa búizt við, að landar sínir fögnuðu slíkri landkönnun. En lítt kveðst hann hafa orðið slíks fagnaðar var hjá embættis- mönnum og þingmönnum. Sumir hafi snuprað sig fyrir að rita um þvílík efni. Hefir hann bcðið hér bitur vonbrigði, sem hann aldrei hefir gleymt. Frægir jarðfræðingar víða um lönd fóru lofsam- lcgum orðum um jarðfræðisuppdrátt hans. En — „á íslandi var uppdráttar- ins álls ekki getið", segir hann. Þakkir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.