Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 35

Andvari - 01.10.1959, Síða 35
ANDVARI STÓRA PLÁGA 145 Það var máske missýning, — en rétt áður en þau komu að Lómagnúpi hinum feiknlega, þóttust þau sjá þar greinilega mann einn mikinn vexti við bjargsræturnar og hugðu gott til að hafa tal af honum. En er þau þokuðust nær, hvarf hann þeirn snögglega, svo sem hyríi liann í bjargið sjálft. — En ef til vilcli var þetta helkarlinn Járngrímur, jötunninn dularlulli, sá er getið er í frægri, fornri sögu, og mundi hann þá lítt við alþýðuskap og fráleitt skraf- hreifinn um smá-nýungar daganna. En þcgar þau komu í Fljótshverlið var þar einn roskinn maður í lifenda tölu, er hamaðist mjög í heyskapnum og vildi sýnilega komast hjá töfum og óþarfamasi. Spurningum Sighvats um ástæður þar í sveit svaraði hann svo: „Hér í Hverfinu er ekkert í fréttum öðru nýrra. — En nú fer hann víst í suðaustrið, svo manni ríður á að nota þurrkinn eins og til vinnst. — Þessi ótjálga, sem gengið hefur um allar sveitir, hefur gert manni stórbaga. Já, því er komið sem komið er, að ég er orðinn einyrki og má ekki skáka mér frá, svo neinu nemi. En þið hittið, hugsa ég, talsvert af fólki á Síðunni, rýjurnar mínar. Þeir óskapast áfram í heyskapnum í þeirri sveit og alhirða nú víst töðuna á sumum bæjum þar þessa dagana — þó allt sé flatt hjá mér.“ Og rétt var, sem hann sagði, því er þau komu á Síðuna var þar að finna fáeinar manneskjur, eður sex að tölu samanlagt, voru það tvær konur á sex- tugsaldri, tveir smásveinar, einn maður hálfsjötugur og annar milli tvítugs og þrítugs. Þetta fólk var sitt af hverjum bæ, en hafði dregið sig saman í lífs- baráttunni, vegna þess, hvernig nú var kornið högum. Talið var að í sveit þessari væri þó enn á lífi sjöunda mannkindin, er bjó uppi á hálendisdrögum og sögð hallast að þeirri kenningu, að fáir lofuðu einbýlið sem vert væri. En þarna var þeim austangestunum vel fagnað og bvorki spöruð alúðar- semi né ríkulegar góðgerðir, voru þar meðal annars á borð borin dýrindis strandbrauð og vínin rauð, en auk þess ostur, selsvið og álftaregg. Eldri maðurinn, er Þóróllur hét, varð mest fyrir svörum, var hann bæði greinagleggstur um ókjörin, sem yfir höfðu gengið og einnig fróðastur um það, sem vera mundi vestur undan. Hann taldi Skaptártungu og Mýrdal að mestu útkulnaðar sveitir, hvað mannlíf áhrærði, en nokkrar hræður hugði hann vera tórandi undir Eyjafjöllum. Fljótshlíðina hélt hann steindauða, en nokkurn strjáling af fólki á Rangárvöllum, að mælt væri. En þá tóku við stór héruð, sem hann kvaðst ófróður um með öllu, svo sem Árnesþing, Suðurnes, Borgarfjörður og Mýrar. Framtíðarvonirnar yrðu að leita vestar, vestar — miklu vestar, sagði hann, sem var þannig að skilja, að trúlegar, en ósköp seinstígar fréttir sögðu Vestfirðingafjórðung í bezta gengi, því honum höfðu máttarvöldin þyrmt að 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.