Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 41

Andvari - 01.10.1959, Síða 41
ANDVARI STAFVILLA í DARRAÐARLJÓÐUM 151 árið 999. En í stað þess að reka þá úr landi, greip hann til venjulegra stjórn- málabragða sinna tíma, sættist við þá og hugðist tryggja sér vináttu þeirra og fylgi með því, að hann gaf dóttur sína konungi þeirra, Sigtryggi silkiskegg, þá tæplega tvítugum manni, en sjálfur kvæntist hann tveimur eða þrernur árum síðar móður Sigtryggs, en ekkju eftir Ólaf Kvaran, er lengi hafði verið konungur Dyflinnarmanna, Gormfleith eða Korrn- löðu, eins og hún er kölluð í Njáls- sögu. Kormlöð var konungsdóttir frá Leinster, og hefur Brjánn eflaust ætlað að festa sig í sessi sem yfirkonungur Irlands með þessu kvonfangi. Kormlöð var eins konar írsk Gunnhildur konunga- móðir. „Hún var allra kvenna fegurst og bezt orðin um allt það, er henni var ósjálfrátt, en það er mál manna, að henni hafi allt verið illa gefið, það er henni var sjálfrátt", segir Njálssaga. Líkt þessu er henni borin sagan í írskum frásögn- um. En þess ber að gæta, að á hana féll sú sekt, að tapa í þeim mikla harmleik, er hún lék. Hún barðist gegn þjóð sinni, Irum, en leiddi norræna menn til ósig- urs og falls. í ársbyrjun 1014 höfðu kornizt á víð- tæk samtök milli írskra manna og nor- rænna með það mark fyrir augum að steypa Brjáni konungi af stóli. Kormlöð drottning, er skilið hafði við Brján, virð- ist hafa haft yfirforystuna í þeim sam- tökum, en beitt fyrir Sigtryggi syni sín- um. Þroski Sigtryggs virðist hafa verið með þeim hætti, að hann hafi aldrei orðið fullorðinn karlmaður. 32 ára að aldri er hann enn „ungur konungur" með silkiskegg, og leikfang í hendi móður sinnar. í þessi samtök bundust með Dyfl- innarmönnum Maelmortha konungur í Leinster, bróðir Kormlaðar, Sigurður Hlöðvisson jarl í Orkneyjum, — og segir Njálssaga, að Sigtryggur konungur hafi heitið honum konungdómi á írlandi og móður sinni að fengnum sigri, — og loks víkingar víðs vegar að. Meðal vík- ingaforingja nefnir Njálssaga Bróður, hundheiðinn víking og rnikinn hermann. Honum á Sigtryggur einnig að hafa heitið konungdómi á írlandi og móður sinni að fengnum sigri. Tvennt hefur einkum brýnt víkinga til nýrrar sóknar á Irlandi árið 1014. Annað var hin mikla sigursæld þeirra á Englandi undanfarin ár. Henni hafði nú lokið með því, að Sveinn konungur tjúgu- skegg tók gervallt England herskildi árið 1013. Hví mundi þá ekki líka unnt að sigra írland, minna ríki og sjálfu sér sundurþykkt? Hitt var, að þrátt fyrir vopnasigra norrænna manna, voru trú og lífsvenjur vestrænna rnanna, hinn kristni siður, í sókn alls staðar. Danmörk var þegar kristin að nafninu til. Ólafur Tryggvason hafði fyrir fáum árum þröngvað ríkustu bændum í megin- byggðum Noregs til að játa kristna trú, hann hafði þröngvað Færeyingum og jafnvel hinum ríka Orkneyjajarli til að hafna heiðnum sið, ísland og Grænland höfðu tekið kristni í lög. Ef þetta næði að festa rætur, var fótum kippt undan sjálfri víkingunni, atvinnu- og lífsafkomu víkinganna, og sögu hennar hlaut að verða lokið að litlum tíma liðnum. En það ráð eitt sáu víkingarnir til að sigra kristinn sið, að leggja undir sitt vald lönd kristinna manna. Það var mikið, vasklegt, orustuvant og sigurvant lið, er Kormlöð drottning hafði safnað í Dyflinni á skírdag 1014. En það var ósamstætt, og forystumennirnir tor- tryggðu hver annan. Verst var, að það átti engan foringja, sem aðstöðu hafði til að safna um sig öllum herskörunum, nema Dyflinnarkonung, þennan konung, sem þrátt fyrir fullorðins aldur var bara unglingur, sem ekki óx skegg, nema
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.