Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 43

Andvari - 01.10.1959, Síða 43
ANDVARI STAFVILLA í DARRAÐARLJÓÐUM 153 Við getum hugsað okkur kvæðið flutt scm eins konar leiksýningu, forleik, fyrir orustuna. Dularfulli maðurinn á apal- gráa hestinum með pálstaf í hendi er sýndur hernum sem sjálfur Óðinn. Hann færir Kormlöðu og hinum liundheiðna víkingi, Bróður, kvæðið, en ungar meyjar á herfákum, húnar sem valkyrjur með hrugðnum sverðum, flytja það hernum fvrir orustuna. Það er gáfuð, hirðvön og fjölvís kona, sem setur þcnnan forleik á svið, vel vitandi um þau áhrif, er leikur fagurra kvenna hefur á víkingana, sem ekki hafa notið nokkurs frá konum um langan tíma. Svo skulurn við lesa kvæðið, ritað með nútímastafsetningu, svo að fornir stafir standi ekki milli okkar og þess og varni okkur skilnings á því: 1. Vítt er orpið fyrir valfalli1) rífs rciðiský, rignir hlóði. Nú er fyrir geirum grár upp kominn vefur verþjóðar, er vinur fylla rauðum vefti randverks líka.1 2) 2. Sjá3) er orpinn vefur ýta þörmum og harðkljáður höfðum manna, eru dreyrrekin dörr að sköftum járnvarður yllir, en örvum hrælað. Skulum slá sverðum sigurvef þennan. 3. Gengur Hildur vefa og Hjörþrimul, Sanngríður, Svipul sverðum tognum. Skaft mun gnesta, skjöldur mun bresta, mun hjálmgagar4) í hlíf koma. 4. Vindum, vindum vef Darraðar, er ungur konungur átti fyrir. Fram skulum ganga og í fólk5) vaða, þar er vinir vorir vopnum skipta. 1) Þ. e. orustu; annars er hér orðaleikur: orðið niyndað eins og náttfall og döggfall. 2) Taka skal saman: er vinur (þ. e. vinkonur) randverks fylla rauðum vefti líka. 3) Þ. e. þessi. 4) Þ. e. hjálmhund ur = sverð. 5. Vindum, vindum vef Darraðar og siklingi0) síðan fylgjum. Látum eigi líf hans farast, eiga valkyrjur vals urn kosti.7) 6. Vindum, vindum vef Darraðar þar er vé8) vaða vígra manna. Þar sjá bragna blóðgar randir Gunnur og Göndul, er grami hlífðu.7) 7. Þeir munu lýðir löndum ráða, er útskaga áður byggðu. Kveð eg ríkum gram ráðinn dauða, nú er fyrir oddum jarlmaður9) hniginn. 8. Og munu írar angur híða, það er aldrei mun ýtum fyrnast. Nú er vefur ofinn og völlur roðinn, mun um lönd fara læspjöll gota.10) [9. Nú er ógurlegt um að litast, cr dreyrug ský drcgur mcð himni mun loft litað lýða blóði, er spár vorar springa kunnu.11)] 10. Vel kveðum vér um konung ungan, sigurljóða fjöld syngjum heilar.12) Ríðum hestum, hart út berum brugðnum sverðum á hraut héðan, 5) Þ. e. orustu. 6) Þ. e. konungi. 7) Skipt er um síðari hluta 5. og 6. vísu. Það er ekki nauðsynlegt, en efnisröðin verður eðlilegri þannig. 8) Þ. e. gunnfánar. 9) Ættstór og voldugur maður. (Sbr. Austur tók illa kristinn jarhnaður frá húkarli (gráður var kjöts á kauða) kiðling, hinn er slær fiðlu.) 10) Þ. e. norrænna manna. 11) Þ. c. er spár okkar hafa rætzt. Texti er hér annars vafasamur og líklega er vísan öll síðari viðbót annars höfundar. 12) Hér er sleppt hortitt, líklega siðari viðhót: En hinir nemi er hlýði á geirfljóða hljóð og gumum segi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.