Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 57

Andvari - 01.10.1959, Síða 57
ANDVARI HERRA THOMAS 167 breytti eftir henni án nokkurrar mis- kunnar af ráðvendni sinni og hrekkleysi. Það var ekki hægt að segja, að hann væri grimmur. En þar sem hann var ekki haldinn neinum holdlegum ástríð- um, bar hann ekki heldur neinar hlýjar tilfinningar í brjósti. Hann gat ekki gert sér neina skynræna, lifandi hugmynd um mannlega þjáningu. Skilningur hans á þjáningunni var aðeins siðferðilegur og kreddubundinn. Hann hafði beinlínis dularfullar mætur á fangaklefanum. Dag nokkurn sýndi hann mér hróðugur fal- lega fangelsisbyggingu, sem nýlega hafði verið reist í lögsagnarumdæmi hans, hvít, óbrotin, Jiljóð og geigvænleg bygging; í turni í miðjunni bjó fangavörðurinn, en fangaklefar voru til allra hliða. Hún minnti á tilraunastofnun, byggða af geð- biluðum mönnum í þeim tilgangi að klckja út geðsjúklingum. Og sannarlega hljóta þeir að vera óhugnanlega geð- veikir þessir uppfinningamenn fanga- klefans, sem setja afbrotamenn undir stjórn, sem óhjákvæmilega hlýtur að gcra þá heimskari og dýrslegri, i þeim til- gangi að betrumbæta þá. En Herra Thomas hafði aðra skoðun á því máli. Hann virti fyrir sér þessa hræðilegu klefa með mikilli velþóknun. Hann hafði sínar hugmyndir: í hans augum var fanginn aldrei einn, því að Guð var hjá honum. Hann var rólegur og ánægður á svipinn, eins og hann vildi segja: „Ég hef látið fimm eða sex synd- ara koma fram fyrir auglit skapara síns og efsta dómara. Er hægt að hugsa sér öfundsverðara hlutskipti en þeirra.“ Það kom í hlut þessa dómara að halda yfirheyrslur í ýmsum málum, þar á meðal í máli varðandi kennara einn. Um þessar mundir var yfirlýst ófriðarástand milli kaþólsku skólanna og ríkisskólanna. Eftir að lýðveldissinnar höfðu flett ofan *'d fáfræði og ruddaskap klausturbræðr- anna, ákærði kirkjulegt dagblað úti á landi kennara nokkurn fyrir að hafa sett barn upp á glóandi kolaofn. Þessi ákæra var tekin góð og gild af sveitaaðlinum. Atburður þessi komst í hámæli og vakti hneykslun og andstyggð. Hið almenna uppnám vakti athygli yfirvaldanna. Herra Thomas, sem var heiðarlegur maður, mundi aldrei hafa látið undan ofstæki sínu, ef hann hefði grunað, að það væri ofstæki. En hann áleit það vera skylduvitund sína, af því að það var af trúarlegum toga spunnið. Honum fannst það vera skylda sín að taka á móti þessu ákæruskjali gegn hinum guð- lausa skóla. Ilann renndi ekki grun í, hve fegins hcndi hann greip það. Satt var það, að hann rak málið af mikillí vandvirkni og samvizkusemi. Hann hélt yfirheyrslur samkvæmt almennum réttar- farsreglum og náði undraverðum árangri. Þrjátíu skólabörn voru yfirheyrð hvað cftir annað. Fyrst gáfu þau léleg svör, seinna urðu þau skýrari og að lokum ágæt. Að mánuði liðnum voru svör þeirra orðin alveg samhljóða. Þrjátíu börn báru nákvæmlega það sama. Og þessi börn, scm í upphafi sögðust ekkert hafa séð, lýstu nú yfir og viðhöfðu nákvæmlega sömu orð, að hinn ungi félagi þeirra hefði setið buxnalaus á glóandi ofnin- um. Herra Thomas hélt, að hann gæti þegar hrósað sigri, en þá staðfesti kenn- arinn óhrekjanlega, að aldrei hefði verið neinn ofn í umræddum skóla. Herra Thornas grunaði þá, að börnin hefðu logið. En það, sem hann gat ekki skilið, var að hann sjálfur, án þess að ætla sér það, hafði sagt börnunum, hvað þau áttu að segja. Það var ákvcðið að láta málið niður falla. Kennarinn slapp með stranga áminningu og dómarinn ráðlagði honum að hafa framvegis hemil á frumstæðum hvötum sínum. Smábörn klausturskólans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.