Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 69

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 69
ANUVAItl IiINRIK VIII. OG ÍSLAND 179 endur Kristjáns, og ófús að taka þau sem veð fyrir peningaláni.40) Hin löndin eru eflaust Færeyjar. I íslenzkum ann- álum segir m. a. við árið 1522, að Kristján hafi leitað á náðir Hinriks VIII. og boðið honum Island til panta, en Hinrik synjaði, því að „honum væri óvíst því að halda“.47) Kristján var þó ekki að öllu af baki dottinn með tilraunir til þess að veðsetja Island. Hann taldi sér trú um, að hann gæti unnið danska ríkið aftur með litlum herafla, en til allra hernaðaraðgerða skorti hann fé. Vorið 1524 býður hann kanslara sínum að sigla til Englands og biðja Hinrik VIII. að lána sér 100.000 englot gegn veði í „nokkrum löndum vorum, sem þér hafið umboð til“, en kanslari færist undan og telur þá ferð árangurslausa nokkru síðar.48) Þar með var það úr sögunni, að Idinrik VIII. keypti Island af "Kristjáni II. Þann 27. maí um vorið var haldinn árangurslaus herradagur í Hamborg um danskar ríkis- erfðir, og sendi Hinrik þangað fulltrúa, sem færði kanslara Kristjáns fé sem heiðursgjöf, en kom annars engu áleiðis fyrir hans hönd.49) Hinrik brá lítt út af hlutleysisstefnu í þessum deilum. Þó segir Gústav Vasa í bréfi til sænskra aðalsmanna í júní 1526, að keisari og Englandskonungur hafi orðið ásáttir um að gifta dóttur Hinriks VIII. syni Kristjáns II. og skyldi sá erfa England eftir hans dag.50) Þessi kvittur er heldur vafasam- ur, þótt hann hafi valdið Gústavi Vasa áhyggjum. 'Nú leið einnig brátt að því, að Flinrik komst á öndverðan meið við keisara og lét sig Norðurlandapólitík hans engu skipta. Uppreistin í danska ríkinu gegn Kristjáni II. og ófriður Hinriks við Frakka og Skota hafa sennilega valdið nokkru um það, að hann hreppti ekki ísland fyrir einhverja fjárhæð. Þetta mál komst aftur á dagskrá í lok Greifastríðs- ins 1534—’36 eins og síðar verður sagt.51) V. A þriðja áratug 16. aldar auka Hansa- menn, einkum frá Hamborg og Bremen, siglingu sína til íslands, og samkeppni Englendinga og Þjóðverja harðnaði um íslenzku verzlunina. Fram til þess tíma höfðu Englendingar aldrei mætt ofjarli sínum þar norður frá, en nú var sjálf- ræði þeirra þrotið, og skærur milli skips- hafna urðu tíðar. Árið 1531 kæra enskir Islandsfarar fyrir ráði Hinriks VIII., að Hamborgarar beiti sig ofbeldi á íslandi.52) 1 slíkum skærum var Englandskonungur vanur að ýta við Stálgarðsmönnum í Lundúnum og hóta þeim réttindamissi, ef Hansamenn beittu þegna hans ofbeldi erlendis. Enskir stjórnarherrar sneru sér því þegar til þýzku Lundúnakaupmann- anna með kærurnar, en til engra stór- tíðinda dró að þessu sinni. Aðfaranótt 4. apríl næsta ár kom hins vegar til bar- daga milli tveggja enskra skipa og Ham- borgarfars á höfninni við Básenda við Reykjanes. Bardaganum lauk þann veg, að annað enska skipið strandaði og eyði- lagðist, en áhöfn hins gafst upp og sætti afarkostum af Þjóðverjum. Þarna féllu nokkrir Englendingar, og enn aðrir voru teknir af lífi, en einungis einn eða tveir Þjóðverjar létust.53) Um þessar mundir var ein af helztu verzlunar- og fiskveiði- stöðvum Englendinga við ísland í Grindavík. Þá stöð höfðu Englendingar víggirt og stunduðu þar talsverða útgerð. Að íslenzkum lögum var útlendingum óheimilt að fiska við ísland án leyfis og öll útgerð erlendra manna frá stöðvum í landi var bönnuð og sömuleiðis vetur- seta þeirra.54) Til þessa höfðu allar til- raunir íslenzkra og danskra stjórnvalda til þess að framfylgja þessurn lagaákvæð- um endað einn veg, Englendingar báru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.