Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Síða 70

Andvari - 01.10.1959, Síða 70
180 BJORN ÞORSTEINSSON ANDVARI sigui' af hólmi, tóku umboðsmenn kon- ungs höndum eða drápu þá (1425, 1467, 1514). Nú höfðu stjórnarvöldin á íslandi eignazt bandamami í baráttunni við ólög- hlýðni Englendinga. Hansamenn feng- ust lítt við fiskveiðar, en sóttust eftir því að ná íslenzku verzluninni í sínar hend- ur; þeir voru því fúsir að veita lands- stjórninni styrk gegn Englendingum og hljóta að launum aukin verzlunarfríÖindi og hluta í herfangi. Fyrir Englendingum í Grindavík var John nokkur Breye, umboðsmaður Peters Gibsons kaupmanns í London, en meÖal forystumanna í liði hans er talinn fálka- fangari hertogans af Norfolk. Þjóðverjar deildu við Breye um fiskkaup, en um- boÖsmaður höfuðsmanns, Diðrik af Mynden, taldi ýmsar sakir á bendur honum, einkum virkisgerð og herbúnað í Grindavík. Fógeti safnaði því 280 manna liði, flest Þjóðverjar, og hélt til Grindavíkur aðfaranótt 11. júní 1532. Hann kom að Englendingum óvörum, komst mótspyrnulaust inn í virkið og drap John Breye og 14 af mönnum hans í rúmum sínum og tók talsvert herfang, m. a. eitt skip. I heimildum segir, að um 40 Englendingar hafi verið drepnir á Islandi þetta sumar. Eftir herförina voru málin lögð fyrir alþingi íslendinga. Þar voru John Breye og félagar hans dæmdir ránsmenn og réttilega af lífi teknir, en skip þeirra og góss fallið undir konung og umboðsmann hans. Svipaður dómur var einnig felldur um atburðina á Básendum.55) Um mitt sumar 1532 er hrakfallaliðið frá Básendum korniö til Englands og kærir þar mál sín fyrir konungi. Það metur tjón sitt á £ 3000 og bendir kon- ungi á, að fjögur skip frá Hamborg liggi á Thames, og biðja hann að leggja hald á þau, svo að þeir fái skaða sinn bættan, cn ráða verði leitað til þcss að sckum mönnum verði hegnt.50) I þessu máli reyndist Hinrik seinþreyttur til stórræða. Oll I lansaför fengu að sigla óáreitt um enskar hafnir eins og áður, að því undan- skildu, að nokkrar lestir af íslenzkum fiski frá Báscndum voru gerðar upptækar úr skipi frá Hamborg, þegar komið var fram á vctur.57) Elins vegar sneri enska stjórnin sér til Stálgarðsmanna sem áður og krafðist þess, að fyrirliÖarnir í Bás- endaorustunni yrðu teknir höndum og skip þeirra gert upptækt. Þýzku Lund- únakaupmennirnir óttuÖust refsiaðgerðir og sendu þegar erindreka til Hamborgar með kærur (17. júlí 1532).5S) I Elam- borg vissu menn, að annaÖ og meira var á döfinni, og urðu hvergi uppnæmir í bili. Þegar líður á sumarið tekur kærum á hendur Hamborgurum og Brimurum að rigna yfir ensku stjórnina, og voru þeir sakaÖir um rán og morð á enskurn þegnum á íslandi. Þann 28. ágúst var StálgarÖsmönnum því aftur stefnt fyrir fulltrúa konungs, að þessu sinni Thomas Cromwell, kanslara konungs, og kærði hann ofbeldisverkin í Grindavík. Ef Þjóðverjar hafa orðið skelkaðir við lestur kanslarans, þá hughreysti hann þá að lokum með því, að kærurnar séu ekki bornar fram sökum þess, að konungur hafi í hyggju að svipta þá verzlunar- frelsi, miklu heldur vilji hann auka verzlun þeirra. Hann hafi hins vegar ritað tvö bréf til I Iamborgar og Brima og vilji, að fjallað verði trúverðuglega um málið.5?) Bréf Hinriks til Hamborgara er varðveitt, dags. 1. sept. Þar krefst hann þess, að sekum mönnum sé hegnt, bætur greiddar og samið um málin. Hann harmar meðferðina á þegnum sínum og telur hana miklu grimmilegri en hann hafði vænzt sökum fornrar og gagn- kvæmrar vináttu, og lýkur hann bréfinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.