Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1959, Page 75

Andvari - 01.10.1959, Page 75
ANDVARI HINRIK VIII. OG ÍSLAND 185 Eftir fundinn í Segeberg kom Ham- borgarráð saman til fundar 19. febr., og var þar lýst yfir því, að fógeti konungs ætti framvegis að fjalla urn íslenzku deiluna, en Hamborgarar væru lausir allra mála. Að lokum slógu Hamborgarar upp mikilli veizlu Dr. Lee til heiðurs og leystu hann út með gjöfum og greiddu dvalarkostnað hans.75) Lee dvaldist í borginni fram yfir mánaðamót, hélt í marz til Brima, en 28. marz er hann kominn heim til Englands. Þann 3. apríl ritar Hinrik VIII. IdamborgarráSi vinar- bréf og þakkar fyrir góðan viðurgerning við sendimann sinn.70) Fisktökumálið í Englandi féll úr sögunni að öðru leyti en því, að StálgarÖsmenn urðu fyrir smá- vegis útlátum.77) Hinriki og stjórnarherr- um hans hefur varla þótt Thomas Lee hafa haft erindi sem erfiði í för sinni, en víst er, að hann galt þess að engu, því að hér eftir er han.n rnjög í sarnn- ingaferðum til Hansaborganna og í miklum mctum hjá Cromwell. Nýjar hættur og stórpólitísk áform skyggðu brátt á íslenzku deiluna við Llamborgara. Þann 16. júní sumariÖ 1533 ritar Chapuys keisara og segir, að veriÖ sé að vígbúa 6 herskip, og sé talið, að þau eigi að vera til verndar fjölda enskra skipa, sem fariÖ hafi til fiskveiða og fiskkaupa við Island, en Skotar liggi fyrir enskum skipum á hafinu, en þar að auki liggi grunur á Ilamborgurum og Dön- um. Frá þessu sumri mun vera óársett skjal, sem hefur að geyma „erindisbréf handa Richard Forster og félögum hans, sem eru að leggja úr höfn til þess að verja enska flotann á leið frá íslandi'*.78) Þetta erindisbréf fjallar einkum um varúðarráðstafanir gegn Skotum, en þess verður hvergi vart, að Hinrik hafi sent herskip með enska fiskiflotanum norður til íslands, en þar hélzt sæmileg- l|r friður með sjómönnum á næstu ár- um. Enski íslandsflotinn hafði einungis minnkað nærfellt um helming frá árinu 1528. VI. I janúar 1533 vissi Llinrik VIII., að ein af hirðmeyjum hans, Anna Boleyn að nafni, var þunguð af hans völdum, og þetta barn varð að vera löglegur erf- ingi ensku krúnunnar. Að undirlagi keisara hafði páfi harðneitað Hinriki um leyfi til þess að skilja við drottningu sína, Katrínu af Aragon, en útséð var um það, að hún æli Englendingum hinn langþráða ríkisarfa. Erkibiskupinn af Kantarabyrgi var æðsti maður kaþólsku kirkjunnar í Englandi, og nú var hann og kapitulinn við dómkirkjuna gerður að æðsta ráði Englendinga í andlegum efn- um. Parlamentið lögfesti, að óleyfilegt væri að áfrýja málum til Rómar, og 11. apríl veitti erkibiskup konungi leyfi til þess að taka sjálfur ákvarÖanir um hjú- skaparmál sín, „sökum þess að mikill ágreiningur er uppi meðal almennings um þau mál“, segir í greinargerð tilskip- unarinnar. Síðan gengu þau Hinrik og Anna Boleyn í heilagt hjónaband „lög- um samkvæmt", og bún var krýnd drottn- ing Englands á hvítasunnudag 1533. Þremur mánuðum síðar ól hún dóttur í höllinni í Greenwich. Spænski sendi- herrann lét þess getið í skýrslu til keisara, að hóruungi væri í heiminn borinn. Litla stúlkan í vöggunni átti eftir að hefna svigurmælanna, því að hún varð Elisa- beth Englandsdrottning, sem braut odd af oflæti Spánverja og hnekkti veldi þcirra. I september 1533 kemur sú hugmynd upp í leyndarráÖi Hinriks VIII. að leita vináttu prótestantiskra fursta í Þýzka- landi og Llansastaðanna til þess að vega móti þeirri óvild, sem keisari og páfi miignuðu gcgn honum cftir gifting-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.