Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1959, Side 78

Andvari - 01.10.1959, Side 78
188 BJÖRN ÞORSTEINSSON ANDVARI lýsti yfir því, að hann gæti á engan hátt látið af hendi neina aðra hluta ríkis síns en fyrrnefndar tvær eyjar, en hann sagðist vera ásáttur með það, að hans hátign hlyti þær sem vináttuvott og féð einnig endurgreitt. Hann hét Hinriki einnig gagnkvæmri aðstoð með skipum, riddurum og fótgönguliði, hve- nær sem væri, og bað um 300.000 angel- ots fyrir aðstoðina. Eldci var Candish enn ánægður með erindi sín og bað árangurslaust um svör við þeim samningsatriðum, sem hann átti einkum að fjalla um, en hlaut dýr- mæta keðju sem vinargjöf í samninga- stað.88) Edmond Bonner hafði tekið það fram áður við Peder Svave, að Hinrik VIII. girntist ekki Island sem veð fyrir aðstoð til handa Kristjáni III.;80) af danska ríkinu lék honum einkum hugur á stöðvum, sem tryggðu honum yfirráð við dönsku sundin. Kaupmannahöfn og Málmey voru þau Gibraltarvirki, sem liann girntist handa ensku sjóveldi. Um þessar mundir voru báðir þessir staðir í höndum Lýbikumanna, sem buðu hon- um þá að veði fyrir aðstoð. í bréfi til þeirra farast honum eitt sinn orð á þessa leið: ,,Ekki er einungis á það að líta, hvað maður getur unnið og aflað, heldur einnig hvernig hann getur varið það og haldið því, þegar það er fengið".90) Þótt hersveitir Kristjáns III. væru sigur- sælar árið 1535, þá var hann hvergi nærri kominn í örugga höfn valda og virðingar i janúar 1536; keisari hugsaði honum m. a. þegjandi þörfina; honum var brýn nauðsyn á bandamönnum, en Hinrik krafðist mikils verðs fyrir vinfengi sitt. Stefna Hinriks í Greifastríðinu er laus við allan ævintýrabrag. Hann gerist styrktarmaður Wullenweversstjórnarinnar í Lýbiku, því að hún stóð gegn páfa og keisara, og reyndi jafnvel að fá Wullen- wever leystan út eftir fall hans og fang- elsun, en Kristjáni III. neitar hann um lán og aðstoð nema gegn yfirráðum við Eyrarsund. Lýbiku gat hann lánað fé án þess að eiga mikið á hættu. í þeim viðskiptum hafði hann Stálgarðinn og réttindi Hansamanna í Englandi sem tryggingu þess, að lánið yrði greitt. Oðru máli gegndi hins vegar um öll skipti við Danakonung. Hann réð yfir mikilvægri siglingaleið, en átti lítilla hagsmuna að gæta í Englandi. Meðan enska flota- veldið var ekki öflugra en það var á dögum Hinriks VIII., var enskri ríkis- stjórn bezt að forðast öll þau skipti við Dani, sem gátu orðið ófriðarefni síðar. Dönsku fallbyssurnar við Eyrarsund drógu að vísu ekki yfir íslandsála, en sökum yfirráða Dana við sundið hélzt ísland jafnan undir dönsku krúnunni. Hamborgarar fylgdu hlutleysisstefnu í Greifastríðinu og ástunduðu góða sam- búð og bandalag við Englendinga. Is- lenzka deilan virðist smám saman hafa fyrnzt og grafizt undir skriðu mikilvæg- ari atburða. Að vísu ber erindreki Hin- riks VIII. fram skaðabótakröfu í Ham- borg árið 1535 fyrir ofbeldisverkin á ís- landi árið 1532. Sá virðist hafa fengið einhverjar undirtektir hjá borgarráðinu, en íslandsfararnir neituðu gjörsamlega öllum greiðslum, og er ekki vitað til, að þessu máli hafi verið hreyft framar.91) Við Island hélzt hins vegar óbreytt ástand. Hamborgarar holuðu Englend- ingum þar frá verzlun, og íslenzka um- boðsstjórnin upprætti smám saman stöðvar þeirra og fiskveiðar frá landi. Stjórnar- völd á íslandi nutu þess og guldu, að Kristján III. hafði ótvíræðari völd í ríki sínu en flestir forverar hans á danska hásætinu, og hann átti flota. Á hans dögum sendi Danakonungur í fyrsta sinn hcr yfir Atlantshaf til þess að kúga Is-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.