Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 87

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 87
ANDVARI JÓN ÞORKELSSON OG THORKILLIISJÓÐUR 197 Ein uppástunga Jóns var sú, að stúd- entar fengju ríflegri styrk frá háskólan- um en áður hafði tíðkazt, til þess að þeir gætu notið námsins betur og orðið nýtari menn fyrir land og þjóð. Margar tillögur Jóns snertu almenn þjóðfélagsmál, svo sem að hindra, að út- lendingar gætu rakað hér saman eignum og farið með arðinn út úr landinu og eytt fé og ævi erlendis. Ludvig Harboe og Jón Þorkelsson. Eitt rnesta áhugamál Jóns var endur- bætur á latínuskólunum. Vegna þeirrar rcynslu, sem hann hafði í skólameistara- starfinu um þau bágindi, sem nemendur og skólarnir áttu við að búa, sagði hann lausu embætti eftir 9 ára þjónustu, og fór utan 1737 til þess að vinna að endur- bótum á skóla- og kirkjumálum á íslandi. Málflutningur Jóns og skýrslur hans um ástandið á lslandi, varð til þess, að kon- ungur ákvað að senda menn hingað til lands til þess að rannsaka menntunar- ástand þjóðarinnar og gera tillögur til úrbóta. Til þeirrar farar var valinn ágætur maður Ludvig Harboe að nafni, ungur prestur í Kaupmannahöfn, síðar Sjálandsbiskup. Var Jón Þorkelsson fenginn til þess að ferðast með Harboe urn landið. Skyldi hann vera einkaritari hans, túlkur og ráðgjafi. Þeir félagar ferðuðust um hér á landi 1741 til 1745. Störfuðu þeir mikið og vel. Eftir för þeirra voru gefnar út margar tilskipanir um skóla- og kirkjuhald, og í ævisögu Jóns segir: „Bein afleiðing af komu þeirra Harboe’s og Jóns hingað til lands er og bygging dómkirkjunnar á Hólum í Hjaltadal, sem enn stend- ur . . .“ og verður 200 ára 1963. Að þess- um ferðalögum loknum sigldu þeir fé- lagar til Kaupmannahafnar. Jón lcit Is- land ekki framar og dvaldist í Kaup- rnannahöfn við ritstörf til dauðadags 5. maí 1759 og var jarðsettur þar 10. dag sama mánaðar. Jón var barnlaus og hafði aldrei kvænzt. „Það mun því engin tilviljun, heldur beinlínis að relcja til áhrifa Jóns og Harboe’s, er þeir Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson hefja nám í Kaupmannahöfn, annar í læknisfræði, en hinn í náttúru- vísindum, árið eftir að Jón og Harboc fóru héðan alfari. Þannig rættist hugsjón Jóns Þorkelssonar um lækninn og nátt- úrufræðinginn." (Þorkell Jóhannesson: Saga íslendinga VII., hls. 173). Jón gefíir eigur sínar. Þrátt fyrir dvöl sína erlendis, og ef til vill ekki sízt hcnnar vegna, unni hann jafnan Islandi og íslenzkum málum, cn þó sérstaldega fæðingarhéraði sínu. Allt þótti honunr fegurst og bezt í Gullbringu- sýslu, og stúlkurnar líka, það sanna hin fögru Gullbringuljóð Iians, sem ort eru á latínu. „Sjálfur tók hann sér nafn af Gullbringusýslu og kallaði sig oftast „Chrysorinus", þ. e. úr Gullbringum . . . Chrysoris eða Gullbringuljóð cr lofkvæði um Gullbringusýslu og nafnkunnustu staði í sýslunni, og inn í það spunnin saga héraðsins og héraðsmanna og sagnir ýmsar á marga vegu.“ ■—- Um þessar rnundir tilheyrir Reykjavík Gullbringu- sýslu og voru verzlunarhúsin úti í Ör- firisey (Hólmurinn), en þaðan sigldi Jón Þorkelsson í fjórða og síðasta sinn, hinn 9. ágúst 1745. — Ræktarsemi sína og góðvild til átthaga sinna, Kjalarnessþings hins forna (þ. e. Gullbringu- og Kjósar- sýslu), sýndi hann bezt með því að gefa þeirn allar eigur sínar eftir sinn dag til uppeldisstofnunar. Þessi mikla gjöf, scm er hin stærsta gjöf, er íslandi hefir verið gefin til þessa, var í jarðeignum, bókum og reiðu fé. Gjafabréfið var gert í Kaupmannahöfn 3. apríl 1759, rúmum mánuði fvrir and-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.