Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1959, Side 98

Andvari - 01.10.1959, Side 98
IIELGI SÆMUNDSSON ANDVAllI 208 cyju iiti fyrir Afríkuströnd, cn þar er dvalargestur ungur rnaður, sem gæti verið íslcndingur, þó að liins vegar sc ekkert látið uppskátt um þjóðerni hans. Hann fcllir ástarhug til dansmeyjar og á með henni yndislegar stundir heitra og bjartra daga og regnfagurra nótta, kynnist ýmsu fólki í þorpinu, sem er sögusviðið, störfum þess, siðum og hátt- um og nýtur lífsins cins og saklaust barn í glöðum leik. Atburðirnir virðast hvers- dagslegir og jafnvel daufir og fjarlægir, því að sagan er skrifuð af hófsemi, sem stundum minnir á lítillæti. Guðmundur Steinsson lætur sér nægja að gefa í skyn. En honurn tekst það ágætlega. Sagan er svo persónuleg, að hún verður lesandan- um minnisstæð. Stíllinn ræður úrslitum urn fegurð og skáldskapargildi bókarinn- ar. Hann cr smáfríður, en cinstaklcga blæbrigðaríkur. Höfundurinn gerir litla sögu stóra. Ef ég ætti að nefna þann skáldsagnahöfund, scm mér fyndist kom- ast næst Indriða G. Þorsteinssyni á síð- asta áratug, þá yrði Guðmundur Steins- son fyrir valinu. Slík þykir mér „Maríu- myndin". Idannes Sigfússon er eitt af sérstæðustu og listfengustu ljóðskáldum ungu kynslóð- arinnar, en skáldsaga hans „Strandið" þolir cngan veginn samanburð við kvæðin. Þó er Hannes stílsnillingur og hefur orðmagnaða frásögn á valdi sínu, og þess vegna er „Strandið" álitleg bók, þótt misheppnuð sé. Sagan cr lítið annað cn stíll og andrúmsloft. Ilöfundurinn spillir henni skáldskaparlcga mcð erindis- lausri tilgerð. Tvískipting hennar licfði þurft að vera önnur. Hún er sögð fvrir munn vitavarðarins og í tilefni af þeim ósköpum, sem hann á í vændum, cn þó rekur höfundurinn ættir og uppruna áhafnar skipsins, sem farast skal, og sú skýrslugerð raskar sögunni og áhrifum hennar. Ég vil langtum heldur „Dymbil- vöku“, sem er eins konar fyrri útgáfa „Strandsins" í Ijóði. Kannski er maður svona aðfinnslusamur við Hannes af því hvað hann er gott ljóðskáld, cn þó spái ég því, að hann komist sjálfur á þessa skoðun. Hinu er ekki að neita, að önnur skáldsaga frá hans hendi væri skemmti- leg tilraun og honum lík, þó að hún yrði lesin milli vonar og ótta. Steinar Sigurjónsson hefur gefið út smásagnasafnið „Hér erum við“ og skáld- sögunefnu, sem hann kallar „Ástarsögu". Fyrri bókin flytur þætti eða riss, sem hægt er í mesta lagi að nefna brotabrot af smásögum, en Ástarsaga er fyrirbæri, sem ég reyni ekki að skilgreina. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Geir Kristjánsson er sérstæður rithöf- undur og smásagnasafn hans „Stofn- unin“ harla girnilcgt til fróðleiks, þó að sitt sýnist hverjum. Hannes skáld Péturs- son tclur, að Geir hafi lært af Kafka, og það finnst mér ekkert ósennilegra en að Hannes eigi Rilke og Hesse sitthvað að þakka. Stíll Geirs Kristjánssonar bendir til þess, að hann hafi ekki numið af neinum meðalmanni. Hann er þrótt- mikill og hefði komið í góðar þarfir á galdraöldinni, en rammíslenzkur og pcr- sónulegur, hverjir sem eru að honum nautarnir. Efnisval Geirs er yfirleitt óhugnanlegt og hlýtur að raska sálarró íhaldssamra manna. Þó er fjarri lagi að láta slíkt marka afstöðu sína til höfundar- ins. Svokallaðar Ijótar sögur geta verið ærin listaverk. Óhugnaðurinn í sögum Geirs Kristjánssonar cr líka aðeins citt einkenni af mörgum. Mér finnst hann fjölhæfur kunnáttumaður í sagnagerð. Vil ég sér í lagi minna á söguna Fra þeim scm ekki hafa mun tekið verða, af því að hún er bezt og sýnir ótvíræðast íþrótt Geirs. Höfundur þvílíkrar sögu hefur til annars unnið en fordóma. Auk þess er mér ekki grunlaust um, að lífs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.