Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1959, Side 102

Andvari - 01.10.1959, Side 102
212 JÓNAS KRISTJÁNSSON ANDVARI valdið bæði náið samband hans við að- standendur Vesturheimsblaðanna íslenzku og eins hitt, að kvæðin voru oft ort unr málefni líðandi stundar og áttu því sem skjótast að koma fyrir sjónir almennings. Síðar dró hann saman kvæði sín, þau er honum þótti vert að halda á loft, og voru þau gefin út í fimm bindum að honum lifanda, en liið sjötta og síðasta birtist cllefu árum eftir andlát skáldsins (Andvökur I-—III, Rvík 1909—1910; IV—V, Winnipeg 1923, og VI, Rvík 1933). Fyrstu þrjú bindin munu fljótlega hafa selzt upp, og þrjú hin síðari eru nú einnig löngu horfin úr bókaverzlunum. Það var því mikið nauðsynjaverk að prenta Andvökur að nýju, auk þcss sem frumútgálunni var áfátt í ýmsum smá- munum og þar ekki birt allt það, sem eftir Stephan G. liggur ljóðakyns. Hinni nýju útgáfu hefur verið hagað svo, að fyrstu fimrn bindi eldri útgáf- unnar cru endurprentuð lítt breytt, að- eins vikið við röð kvæða á stöku stað og villur lesnar í málið eða leiðréttar samkvæmt eiginhandarritum skáldsins. Nokkru meiri breytingar hafa verið gerðar á sjötta bindi fyrri útgáfun.nar, sem prentað var eftir skáldsins dag. Þar höfðu meðal annars verið prentaðir ýmsir kaflar og kvæðabrot, sem Stephan hafði fellt úr kvæðum sínum í fyrstu bindum And- vakna, svo og ýmis æskuljóð, sem skáldið hafði eigi hirt að taka upp í safn sitt. Þessu var sjálfsagt að breyta í nýrri heildarútgáfu, og hafa kvæðabrolin verið flutt í athugasemdir þær, senr fylgja nýju útgáfunni, en ungdómsljóðin í svonefnd- um Vökuauka. í Vökuaukanum eru auk þess prentuð allmörg kvæði, scm ekki voru í garnla ljóðasafninu, en nú hafa verið tínd saman úr blöðum og tímarit- um. En meginstofn Vökuaukans eru ljóð, sem aldrei hafa áður verið prentuð, tekin upp úr kvæðasyrpum, sem skáldið lót eftir sig. Svo sem vænta rná cr þar vart að finna nokkurt ljóð, er jafnist á við góðkvæði Stephans í eldri útgáfunni. En þarflegt var að prenta í eitt skipti öll kvæði, sem til fást eftir hið mikla skáld. Á svipaðan hátt scm bréfin bætir Vöku- aukinn nýjum dráttum í þá mynd Stcph- ans G., sem okkur var áður kunn. Loks cr þcss að geta, að hinni nýju útgáfu fylgja all-ítarlegar skýringar og athugasemdir, bæði við bréf og kvæði. Ég skal eigi neita því, að ég hefði sums staðar kosið fyllri skýringar við einstök atriði bréfanna. Ég veit, að útgcfandi á sína málsbót, svo sem grein er fyrir gerð í cftirmálsorðum bréfabindanna. En hins bcr einnig vcl að gæta, þegar slíkar út- gáfur eru úr garði gerðar, að samtíðar- menn geta miðlað margvíslegum fróðleik, sem síðan verður aldrei grafinn upp, ef hann er á annað borð fallinn í fyrnsku. — I athugasemdunum við ljóðmælin er fyrst og helzt getið um það, hvar þau eru áður prentuð. Þá er þar orðamunur úr handritum eða eldri útgáfum, ef um slíkt er að ræða, miðað við Andvökur eldri. Ef fyrri gerðir ljóða eru næsta frá- brugðnar texta ljóðasafnsins, eru þær stundum prentaðar upp í heilu líki í athugasemdunum. „Ég ætla“, segir út- gefandi, ,,að þeir sé fleiri en ýmsa grunar, sem fagna því að eiga þess kost að virða fyrir sér vinnubrögð skálds, borfa á kvæði verða til. Ekkert gefur dýpri sýn inn í huga skáldsins sjálfs, ekkert lýsir því betur né birtir okkur þroskasögu þess í hugsun og listfengi en einmitt þetta.“ — Enn cr í þessum athugasemdum skýrt frá tildrögum margra kvæðanna og sitt- hvað annað til tínt, sem verða má til að varpa ljósi yfir ljóðmæli þessi og skáldið, sem þau kvað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.