Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1959, Side 110

Andvari - 01.10.1959, Side 110
220 MAGNÚS V. FINNBOGASON ANDVARI hlutað. Ekki var liægt að koma við hestvögnum við flutninginn. I lálfgerður vegurinn og mýrarnar og þýfið í kring leyfði það ekki. Varð því að binda allt draslið í bagga og bcra það á bakinu á ákvörðunarstað. Síðan var gengið að því að tjalda og búa um sig. I þetta fór allt að því hálfur dagur. En viðurkenningin fyrir þetta erfiði var, að við máttum óátalið setjast inn í tjald og hita okkur aukakaffi, þótt í vinnutíma væri. Næst á eftir kom sá flokkur, sem rak smiðshöggið á grjótmulninginn. Þeir sátu á skemlum og muldu yfirborð vegar- ins með smáum hömrum, þangað til enginn steinn var stærri en sauðarvala. Obætt mun að telja þetta verk með bin- um frumstæðustu vinnubrögðum, sem þarna voru um bönd höfð. Enda var baft eftir ferðamanni, sem um veginn íór, að hann hefði séð sex menn sitja flötum beinum á vcginum og vera að mylja blágrýti á milli bandanna. Þó að þarna væri unnið með frum- stæðum aðferðum miðað við það, sem nú gerist, var þarna þó um að ræða stórmiklar umbætur frá því, sem áður þekktist, og svo var Norðmönnum fyrir að þakka. Nú komu „grúsaringarnir" til sög- unnar og óku smágerðri möl og sandi yfir „púkkið" og var verkinu þar með lokið. Þetta fannst okkur svo ramgjör vega- gerð, að fátt mun fá henni grandað. Okkur gat ekki grunað, að stóru bílarnir og önnur vélabákn nútímans væru svo að segja á næstu grösurn til að ganga í lið með holklakanum við að tæta þetta að okkur þótti ágæta verk í sundur og sökkva því í botnlaust fcn. A þeim árum, scm bér um ræðir, 1896—97, varð cngin breyting á verka- laumim eða vinnutíma. Það var alltaf byrjað að vinna kl. 7 að morgni og unnið til jafnlengdar að kvöldi með tveggja stunda hvíldum til máltíða, sem voru frá kl. 10—11 og aftur kl. 3—4 eftir bá- degi, eða alls tíu stunda vinna. Auk þess var unnin yfirvinna í fimm mínútur á bverjum dcgi til að mæta inniteppudög- um, og stóð það næstum heima bæði sumurin. Má á því sjá, hvað vinnan var fast sótt, þar sem þessar fimm mínútur gerðu ekki nema tólf klukkustundir yfir sumarið (í sex mánuði). Vinnulaunin voru að mig minnir scm bér skal greina: Hjá þeim, sem unnu ekki nema vor og haust og voru ekki orðnir æfðir vegavinnumenn, 2,50 á dag. En væru þeir allt sumarið, þá fengu þcir 3,00 á dag. En vanir menn fengu í vor- og haustvinnu 3,00 á dag, en væru þeir allan tímann, 3,50 á dag. Flokks- stjórar höfðu 50 aurum hærra kaup á dag. Engin hlunnindi fylgdu þessu kaupi ncma tjaldið; engin leiga var tekin eftir það. Þó má vera, að kaffimaskína, ketill og vatnsfata hafi fylgt tjaldinu, og enn fremur aðflutningur matvæla. Ágætur félagsskapur var í tjöldunum, þó að þröngt væri. Yfirleitt var reynt að hafa allt í beztu röð og reglu. Ekki fóru nærri allir hcim til sín um helgar, því að fæstir áttu sjálfir hesta. Mjög fáir Reykvíkingar munu hafa farið heim nema þá einu sinni eða tvisvar yfir sumarið og sumir líklega aldrei. En Árnesingar fóru yfirleitt heim. Mikil umfcrð var um veginn bæði um vor- og haustlestir, oft langar lestir reið- ingshcsta hver á fætur annarri með alls konar varning, allt frá grásleppu og þorskhausum til hveitis og sykurs. Oft mátti sjá verkstjórann á vakki annaðhvort á undan eða eftir lestunum og fylgdi hann þeim oft eftir all-langan veg. Var þá stundum sagt í gamni, að „Heimdallur" væri korninn á kreik (svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.