Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 2

Andvari - 01.01.1951, Page 2
Góðar bækur í heimilisbókasafnið: Gerið svo vel að athuga, að vér höfum ýmsar bækur til sölu auk félagsbókanna. Hér verða nokkrar nefndar. Fögur er foldin. Ræður og erindi eftir dr. Rögnvald Péturs- son, hinn ágæta íslandsvin og frjálslynda og spakvitra kenni- mann Vestur-íslendinga. Þorkell Jóhannesson prófessor sá um útgáfuna. Verð kr. 54,00 innb. Saga íslendinga í Vesturheimi, 4. bindi er nýkomið út. Það er 424 bls. að stærð og kostar til áskrifenda kr. 66,00 heft og kr. 86,00 í sams konar bandi og fyrri bindin. — Allir, sem þjóð- legum fræðum unna, þurfa að eignast þessa bók. Sturlunga, I.—II. bindi. (Útgefandi: Sturlunguútgáfan). Verð til félagsmanna kr. 200,00 innb. og kr. 130,00 heft, bæði bindin. (Áður kr. 250,00 og kr. 160,00). Sleppið ekki þessu sérstaka tækifæri til að eignast þetta glæsilega ritverk. Saga íslendinga. Fyrsta vandaða yfirlitsritið um sögu íslenzku þjóðarinnar frá öndverðu til 1918. IV.—VII. bindi eru komin út. Samanlagt verð þessara fjögurra binda er fyrir félagsmenn kr. 115,00 heft, kr. 188,00 í rexínb. og kr. 320,00 í skinnb. (V. b. uppselt nema í skinnb.). Búvélar og ræktun, handbók fyrir bændur eftir Áma G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúa. Bók, sem þarf að komast inn á öll íslenzk sveitaheimili. Kr. 110,00 í léreftsb. og kr. 132,00 í skinnb. Kviður Hómers I.—H. b. (Ilíons- og Odysseifskviða) í snilld- arþýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. Kr. 145,00 heft, kr. 180,00 í rexinb. og kr. 210,00 í skinnb., bæði bindin. Bréf og ritgerðir Stephans G., I.—IV. b. Heildarútgáfa af rit- um skáldsins í óbundnu máli. Kr. 110,00 heft og kr. 194,00 í skinnb., öll bindin. Leikritasafn Menningarsjóðs. Þessi 4 hefti eru komin út: 1) Hrólfur og Narfi, eftir Sigurð Pétursson, 2) Landafræði og ást, eftir Björnstjerne Björnson, 3) Maður og kona eftir Jón Thoroddsen og 4) ímyndunar- Framhald á 3. kápusíðu.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.