Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 47

Andvari - 01.01.1951, Page 47
andvari Stefnt að höfundi Njálu 43 Bar Vigfús þá fram orðsending Þorvarðs og sættarboð, og flutti það með mikilli kunnáttu." Sturla fýsti Sighvat síðan sætta og benti honum á það, að hann hefði beðið Gissur og Hrafn liðs og vildi hvorugur veita honum til atfarar við Þorvarð. Var sátta- fundurinn ákveðinn 3. apríl „ef eigi meinuðu forföll." „Sendi Vigfús þá menn til Þorvarðs að segja honum svo búið. En er Sighvatur reið heiman fór hann með leynd svo að hvorki vissi það Gissur né Hrafn“. Á sáttafundinum var „margt talað í hljóði", segir söguritarinn. Á næsta hausti hófst uppsteyt Snorra Sturlu- sonar í Borgarfirði, sem leiddi til Ljárskógafundarins um vetur- inn og ófriðarins milli Sturlu Þórðarsonar og Hrafns Oddsson- ar. „En Vigfús dró sig úr atferð er að kom.“ Fara má nærri um það, að í málflutningi sínum við Sighvat og Sturlu, hefir Vigfús Gunnsteinsson ekki aðeins lagt ríka áherzlu á nauðsyn þess, að höfðingjar stæðu saman gegn sívax- andi valdaaukningu Gissurar og Hrafns. Hann hefir jafnframt orðið að draga fram þær málsbætur sem Þorvarði Þórarinssyni máttu helzt að haldi koma í vígsmáli Þorgils skarða. „Orðsend- ing Þorvarðs og sættarboð“ flytur Vigfús „með mikilli kunn- áttu.“ Höfundur Þorgils sögu þekkir sýnilega þenna málflutn- ing og minnist hans á vingjamlegan hátt. Svo sem vænta mátti hafa þeir Þorvarður og Vigfús ekki haldið á lofti við náfrændur Þorgils sakargiftum á hendur honum til afsökunar á víginu. Sízt gat það til sættar horft. Er þá varla um aðra málsvörn fyrir Þor- varð Þórarinsson að ræða, en þá sem skýr bending er gefin um 1 þessum orðum söguritarans, þegar hann fer að greina frá drapi Þorgils skarða: „Þorvarður úr Saurbæ var hinn mesti vinur nafna síns af hændum í Eyjafirði. Hafði Þorvarður Þórarinsson jafnan tal við hann. Hann þótti vera nokkuð óheill og illraður. Ásakanirnar í garð Þorvarðs úr Saurbæ um undirferli og róg í sambandi við dráp Þorgils skarða eru auðvitað í upphafi runn- ar frá Þorvarði Þórarinssyni. Hefir Vigfús Gunnsteinsson vissu- ^ega ekki stungið þeim undir stól í málflutningi sínum er hann reyndi að draga saman sætt með Þorvarði og Sighvati Böðvars-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.