Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 48

Andvari - 01.01.1951, Page 48
44 Barði Guðmundsson ANDVARI syni. Ekki þarf heldur að efa það, að Sturla Þórðarson hafi greint þeim Saurbæjarfeðgum frá flutningi Vigfúss á orðsending og sættarboði Þorvarðs Þórarinssonar. Og nú stöndum við and- spænis þeirri staðreynd, að í Ljósvetninga sögu eru tveir fyrir- menn svívirtir, þeir Guðmundur ríki og Hraln í Lundarbrekku, en tveir aðrir, Hlenni í Saurbæ og Þorvarður á Lornastöðum, hafnir upp til skýja. Eftir að sýnt hefir verið hverjum höfundur gefur þessi gerviheiti er naumast lengur þörf á því, að tala um nafn hans með tæpitungu. Ljósvetninga sögu hefir Þórður Þor- varðsson úr Saurbæ samið. Sem svar við níðritun hans eru þeir Saurbæjarfeðgar Þorvarður og Þórður húðstrýktir í Njálu undir nöfnunum Valgarður og Mörður, en Sturla hart leikinn í gervi Skafta lögsögumanns. Það kunnu fleiri en Þórður Þorvarðsson að velja gervinöfn sem liæfðu vel. Hér beitir Njáluhöfundur þeirri aðferð í nafnavalinu sem notuð er í Ljósvetninga sögu þegar Þorvarður Þórarinsson er níddur með kynvillubrigzlum um Guðmund ríka. Og hann leggur sig í framkróka um það að auðkenna þann skýrt sem níðið skrifaði. Nöfnin Þórðr Þorvarðs- son og Mörðr Valgarðsson liafa ekki aðeins sama stafafjölda, heldur er og hljómfall þeirra svo líkt sem verða mátti.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.