Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 71

Andvari - 01.01.1951, Side 71
andvari Þjóðin er eldri en íslandsbyggð. Eftir BarSa Guðmundsson. Magnús Olsen hefir í riti sínu Ættegárd og helligdom gert að urnræðuefni afar merkilegan mun á norskum og íslenzkum j,staðir“ I)æjarnöfnum. Að tali hans eru kunnir í Noregi urn 2500 „staðir“-bæir en á Islandi urn 1100, sem hafa að forlið urannsnafn eða viðurnefni. Olsen bendir á það, að meir en tíundi hver íslenzkra „staðir“-bæja er kenndur við konunafn, en kvenna- staðir Noregs séu alls um 30, þegar hæpin dæmi séu meðtalin, °g muni nær sanni að lækka þá tölu urn helming. Samkvæmt þessu ættu þá hinir íslenzku kvennastaðir að vera í allra lægsta ^agi hlutfallslega tíu sinnum fleiri en þeir norsku. Þegar athygli mín beindist að þessu atriði fyrir rúmum ára- tug síðan, varð mér ljóst, að hér var bent á óvenjulega mikilvægt fyrirbæri í norrænni fornsögu. Ég var þá fyrir nokkru kominn á þá skoðun, að ekki kæmi til mála, að íslenzku landnámsmennirnir ^etðu aðallega verið af norsku bergi brotnir í orðsins venjulega skilningi, þótt þeir kæmu til íslands frá Noregi. I flestum megin- þattum íslenzkrar og norskrar þjóðmenningar að fomu verður mikils munar vart. Þegar að Öndverðu hirtist hann greinilega í stjornskipulagi landanna, stéttaskipun þeirra og mannréttinda- luálum. Grafsiðir Norðmanna og íslendinga í heiðni taka af skarið um það, að þá hafa trúarhugmyndir manna á Islandi verið mótaðar af öðrum menningarviÖhorfum en trúarlíf frænd- þjóðarinnar austan hafs. Frá lokum landnámsaldar talið verða slendingar öndvegisþjóð hins norræna kyns á sviði skáldmenntar-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.