Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 74

Andvari - 01.01.1951, Page 74
70 Barði Guðmundsson ANDVARl gelti jpeim, er Sölvi hét, og gyltu. Þau fundust þrem vetrum síðar í Sölvadal og voru þá saman sjötíu svína . . . Helgi gaf Auðuni rotin land upp frá Hálsi til Villingadals. Hann bjó í Saurbæ. Þeirra börn Einar . . . og Vigdís . . . Helgi gaf Hrólfi syni sín- um öll lönd fyrir austan Eyjafjarðará frá Hvoli upp, og bjó hann í Gnúpufelli og reisti þar hof mikið“. Gnúpufell er rétt hjá Saur- bæ og einnig Sölvadalur, þar sem svínin juku kyn sitt, svo af varð heil hjörð á þremur árum. Báðar eru svínasögurnar sem steyptar væru í sama móti. Og þær hafa á sér greinileg ummerki áhrifa frá heiðinni frjósemis- dýrkun. 1 íslenzkum fomritum eru aðeins til þrjár svínasagnir af þessari gerð, og er hina þriðju einnig að finna í Landnámabók. Ingimundur gamli, sem talinn er vera af gauzkri ætt eins og Llelgi magri, nam Vatnsdal og bjó að Hofi í Áshreppi. Föðurfaðir hans kallast Ketill „hersir ágætur í Raumsdal í Noregi“, en Ingi- mundur óx upp í Hefni hjá Þóri, syni Gunnlaugs Hrólfssonar. Þegar Ingimundur lluttist í Vatnsdal fæddist Þórdís dóttir hans, og honum „hurfu svín tíu og fundust annað haust í Svínadal og voru þá hundrað svína. Göltur hét Beigaður, hann hljó-p á Svínavatn og svam, þar til af gengu klaufirnar. Hann sprakk á Beigaðarhvoli". Áshreppur í Vatnsdal er einn af þeim 18 hreppum landsins, sem hafa Saurbæ. Þannig falla allar svínasagnirnar þrjár á slíka hreppa, þótt hreppatalan í heild sé 164. Má örugglega ganga úr skugga um það, að hér er ekki um tilviljun að tala. Alls munu finnast í fornritum fimmtán svínasagnir, sem eiga að hafa gerzt á íslandi í heiðni, og af þeim eru níu staðbundnar í hreppum með Saurbæi. Ein varðar sonarson Þórdísar dóttur Ingimundar gamla, önnur son Vigdísar, dóttur Helgu, fyrstu húsfreyjunnar í Saurbæ í Eyjafirði, og hin þriðja gerist á hlaðinu í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Það virðist sem hið nánasta samband hafi verið á milli svínaátrúnaðar og Saurbæja á íslandi í heiðni. Llelga í Saurbæ var dótturdóttir hersis. Hún átti dóttur með dísarnafni og Hrólf fyrir bróður. Steinólfur lági, sem reisti Saur-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.