Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 75

Andvari - 01.01.1951, Side 75
andvari Þjóðin er eldri en Islandsbyggð 71 l)æ í Dalasýslu, var sonur Hrólfs hersis, og dóttir lians bar dísar- nafn. Ingimundur garnli var sonarsonur hersis, en uppalinn hjá manni af Hrólfsætt. Einnig hann átti dóttur með dísarnafni. Þannig eru það ekki aðeins svínasögurnar, sem sameinkenna hrepp- ana þrjá ásarnt Saurbæjunum. Hér koma einnig til greina nöfnin hersir, dís og Hrólfur. Er nú vert að athuga Saurbæi þá, sem urðu að kirkjustöðum. Auk Saurbæjar í Eyjafirði, þar sem Helga bjó, eru það Saurbær á Hvalfjarðarströnd, Saurbær á Rauðasandi, Saurbær á Skjaldbreið og Saurbær á Kjalamesi. Hvalfjarðarströnd nam „Kolgrímur gamli son Hrólfs hersis og bjó að Ferstiklu. Rétt þar hjá er Saurbær, þar sem svínasagan gerðist. Bjó fyrstur í Saurbæ þessum Hróðgeir hinn spaki, tengda- faðir Kolgríms. Rauðasand nam maður, sem átti sonarson að nafni Hrólfur rauðsenzki. Um Saurbæ á Skjaldbreið er það að segja, að kirkjusóknin þar er fyrir löngu eydd, og verður nú eigi séð með vissu, hver þar nam land. En skammt þar frá bjó land- námsmaðurinn Eyvindur karfi. Sonarsonur hans hét Hrólfur. Landið umhverfis Saurbæ á Kjalarnesi nam hersissonurinn Helgi Ljóla, móðurbróðir Elelgu í Saurbæ og Hrólfs í Gnúpufelli. Frá systkinum Helga em komnar miklar skálda- og dísaættir. Hin skýrasta bending er gefin um það, að Hróð-nöfn hali verið í einhverjum tengslum við Saurbæjarmenninguna. Við tökum nafnaskrá Landnámabókar og athugum, hve rnargir land- oámsmenn bera Hróð-nöfn eða eiga föður eða sonu ineð slíkum oöfnum. Þeir eru 25, en Hróð-nöfnin 27. Um búsetu allra þess- ara landnámsmanna er vandlega getið, svo auðvelt er að sjá, hvernig Hróð-nöfnin skiptast á milli hinna 164 hreppa á íslandi. Aíu þeirra falla á Saurbæjahreppana, en á alla hina, 146 að tölu, aðeins átján. Hlutföllin eru sem /i og %. Þau Hróð-nöfn, sem um er að ræða, skiptast í sex flokka. Eru þá nöfnin Elróar og Elróðgeir talin til sama flokks, þvi eins og Lind segir í sinni ágætu nafnabók er Elróar „uppkomit úr Elroð- geir“. Það eru einmitt þessi nöfn ásarnt heitinu Hrólfur, sem auðkenna hreppa þá, sem Saurbæi hafa. Má fara nærri um

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.