Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 2
Fjárlagavi nnan Háskólinn er enn inni í myndinni í haust hafa fjármál eða öllu heldur ijármálavandræði Há- skóla Islands verið áberandi í fjölmiðlaumræðu og stjóm- málum. Háskólamenn, bæði stúdentar og kennarar, hafa verið samstíga í því að draga at- hygli almennings og stjómvalda að fjársvelti Háskólans og skorað á stjómvöld að gera þar á bragarbót. Háskólaráð ályktaði varðandi íjármál HÍ og spurði þeirrar spumingar hvort stefna stjómvalda væri að gera Háskóla íslands að annars flokks háskóla og stúdentar sendu þingmönnum ein sextán þúsund póstkort. Viðbrögð þingheims hafa undan- tekningalítið verið jákvæð. Menntamálaráðherra vill hækkun Á fundi sem stúdentar og Háskólakennarar héldu með menntamálaráðherra í Háskóla- bíói í haust, kom fram vilji ráðherra til að auka fjárveitingu til Háskólans. í því felst viss viðurkenning á fjárhagsvand- ræðum stofnunarinnar. Um leið benti Ólafur G. Einarsson á að honum væri þröngt stakkur skorinn í fjárlögum. Þegar fjárlög voru lögð fyrir Alþingi nú í haust var niðurstaðan neikvæð. í frumvarpinu er gert ráð fyrir óbreyttum fjárveit- ingum til Háskólans. Síðan þá hefur verið unnið að því hörðum höndum að fá hækkaða fjárveitingu og virðast menn vera famir að sjá í land í þeim efnum. Háskólinn er enn inni í myndinni Nú er tveimur umræðum lokið í fjárlaganefnd Alþingis um fjárlagafrumvarpið. Stefnt er að því að ljúka þriðju og síðustu umræðu nú á næstu dögum og í öllu falli fyrir jól. Nú þegar hafa þingmenn gert Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra í þungum þönkum n o k k r a r breytingar á frumvarpinu og skv. dag- blaðaviðtölum sem tekin hafa verið nefndarmenn, em málefni Háskólans enn í farvatn- inu. Beiðni Háskólans um hækkaðar fjárveitingar hljóðaði upp á tæpar 200 milljónir og myndi sú hækkun skipta sköpum fyrir allt starf HI á næsta ári. Þessu virðast þingmenn nú sýna skilning í auknum mæli og vonir standa til að þeir muni sýna viljann í verki á næstu dögum. Háskóla- nemar og allt Háskólafólk fýlgist grannt með gangi mála. Hönnunarkeppni verkfræðinema Stúdentaleikhúsið Skemmtilegt tilþrif á 1. des. Stúdentaleikhúsið lofar góðu þetta starfsár. Eins og allir vita sem lesa Stúdentablaðið er í gangi leik- ritunarsamkeppni og vérða úrslit í henni kynnt fljótlega eftir áramót. Allmörg verk hafa borist svo valið verður dómnefndinni vafalítið erfitt. En leikritunarsamkeppnin er ekki efni þessarar fréttar, enda skilar- frestur úti. Stúdentaleikhúsið þjófstartaði nú á dögunum og gaf heppnum stúdentum nasasjón af því sem þau hafa verið að gera í vetur og því sem er í vændum. Á 1. des. síðastliðinn var flutt brot úr nafnlausu verki eftir Hallgrím Helga Helgason á hátíðardagskrá stúdenta í Háskólabíói. Skemmst er frá því að segja að flutningurinn og verkið vöktu mikla lukku meðal áhorfenda, enda drepfyndinn texti á ferðinni og vel með hann farið. Þetta sýningarbrot gefur okkur hinum tilefni til tilhlökkunar og ekki síður til eggjunaroróa til leikara og allra hlutaðeigandi: „Áfram á sömu braut!“ Hewlett Packard tölva í boði Þann 27. janúar næstkomandi stendur félag vélaverkfræðinema fyfir sinni árlegu hönnunarkeppni. Sú keppni er Háskólanemum og raunar landsmönnum öllum að góðu kunnug en síðasta keppni var sýnd í Ríkissjónvarpinu. Og nú hefst senn leikurinn að nýju og enn en glæsileg Hewlett Pacard tölva í boði. Þrautin í ár felst í stuttu máli í því að láta vissa vél keyra 6 m braut þar sem farið er yfír ýmsar hindranir. Á leiðinni skal tekin upp appelsína og á leiðarenda á maskínan að koma appelsínunni yfir hindrun. Leiðbeiningar eru auglýstar kyrfilega á öllum veggjum skólans svo áhugasamir geta Iagt höfuðið í bleyti yfir jólin. Að sögn Guðmundar Inga Haukssonar formanns félags verkffæðinema er ekki búist við því að nokkur leysi þrautina að þessu sinni, en gefin verða stig fyrir það hve vélin kemst langt. Vonandi láta Huldumaður í Lagadeild? Hver er eiginlega þessi Birgir P. Stefánsson? { síðasta tölublaði Stúdenta- blaðsins er lærð grein eftir Birgir nokkum Pé Stefánsson um ráðstefnu á vegum Laga- deildar. Greinin er nostursam- lega unnin, vel frágengin og beinskeytt og á Birgir P. Stef- ánsson hrós skilið fyrir vel unnin störf í þágu stúdenta. En ekki er allt með öllu gott og víða er pottur brotinn. Þegar Stúdentablaðið reyndi að hafa uppi á Birgi Pé, þá reyndist þaó þrautin þyngri. í Laga- deild er nefnilega engin Birgir Pé, hvað þá í Háskólanum! Það er því stór spuming hver þessi maður eiginlega er sem skrifar af þekkingu og mann- viti unt innri mál Lagadeildar. Birgir Tjörvi Pétursson rit- stjómarmaður Stúdentablaðs- ins og nemandi í Lagadeild hefur leitað að nafna sínum Pé Stefánssyni en ekki orðið á- gengt. „Þetta er hið undarleg- asta mál. Þessi maður veður inn í Stúdentablaðið og skrifar heila síöu um kennslumálaráð- stefnu og gufar svo hreiniega upp. Þetta er náttúmlega óþol- andi að svona geti gerst, greinarhöfundar Stúdenta- blaðsins verða að “existera” það er lágmarkskrafa" sagði Birgir Tjörvi um Birgi Pé. „Eg ætla að halda áfrain að leita að þessum mannhundi, ég gefsl ekki upp fýrr en í fulla hnef- anna“ sagði Birgir Té að lokum. hugvitsmenn í Háskólanum þessi eggjunarorð Guðmundar verða til þess að leysa þessa þraut eins og að drekka vatn, hljóta þar með titilinn „þrautakóngur Háskólans“ og taka tölvuna með sér heim. Þátttökuskilyrði og nánari auglýsingar munu birtast í Stúdentablaðinu eftir áramót. Hvers vegna Frá Frakklandi á Hótel Island. Ha? reka viðskiptafræðinemar alltaf Stúdentakjallarann? Frakkland hefur löngum verið n.k. draumaland í hugum íslenskra námsmanna. En draumamir í Frakklandi verða stundum að víkja fýrir veruleikanum á íslandi, því íslenskur vemleiki getur verið býsna lokkandi á stundum og það meira segja í skammdeginu og jólaösinni. Nú standa fýrir dyrum ekki bara eitt heldur tvö jólaböll í Háskólanum, á Hótel íslandi og í Perlunni og er tvísýnt hvort dansiballið vinni kapphlaupið um hylli Háskólastúdenta. Lengi framan af virtist Perlan hafa yfírhöndina en nú virðist Hótel ísland heldur betur vera farið að sækja í sig veðrið. Skv. síðustu fregnum hafa m.a. 30 íslenskir stúdentar sem stunda nám í Montpelliér í Frakklandi boðað koma sína til landsins, gagngert til þess að fara á Hótel ísland á jólaballið og fagna komu jóla og lokum prófa. Þeir verða þar eflaust í góðum hópi því þetta kvöld munu háskólastúdentar hreinlega hertaka Reykjavík á einn eða annan hátt enda full ástæða til. Það er jólafrí í lofti. Ýmsir hafa velt vöngum yfir því hvers vcgna viðskiptifræðinemar reka Stúdentakjallarann ár eflir ár og njóta hagnaðar þess reksturs. Heyrst hefur að ýmsar aðrar deildir, s.s. verkfræðinemar og stjómmálafræðinemar hafi einnig sýnt áhuga á þessum rekstri. Bernhard Petersen er framkvæmda- stjóri Félagsstofnunar Stúdenta og hann svarar spumingunni: „Á sínum tíma var reksturinn boðinn út í almennu útboði. Nokkur tilboð bámst og aðeins eitt frá deildarfélögum, frá félagi viðskiptafræði- nema. Önnur tilboð bárust frá áhugasömum úti í bæ en við gengum að tilboði viðskiptafræðinema, enda hagstætt. Síðan þá hefur ekkert annað deildarfélag sýnt rekslrinum áhuga og á meðan svo er, þá sé ég því ekkert til fyrirstöðu að samningur FS og Mágusar veröi áfram í gildi. Ef hins vegar menn hafa fullan hug á að bjóóa í þennan rekstur, þá er í sjálfu sér ekkert lögmál að viðskiptafræðinemar reki Stúdentakjallarann og þá yrði þaó mál skoðað."

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.