Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 13
STBL. • Desember 1994 0 G Á R I Ð Bls. 13 Áramótin nálgast óðfluga og þá tíðkast að líta yfir farinn veg. Stúdentablaðið innti nokkra valinkunna Há- skólanema álits á því hverjir væru menn ársins að þeirra mati. Svörin voru margslungin og margvísleg enda bæði spurt um menn ársins innanlands og utan. Þess- ir náðu kjöri... Um víða veröld Dan Quale er tvímælalaust einn af mönn- um ársins. Dan vakti athygli fyrir fádæma mælsku sem fyrr, lék i snakkauglýsingu í sjón- varpinu og gaf loks út bókina “Standing firm“ þar sem hann m.a. hótar bandarísku þjóðinni forsetaframboði á næstunni. Dan Quale er einn af þessum mönnum sem á glæsilega póli- tíska framtíð að baki. Helmut Kohl alias „Hemmi feiti“ lætur ekki deigan síga. í ár vann hann þýsku þingkosningamar og slær öll met hvað varðar þrautseigju í embætti. Áður iyrr hló þýska þjóðin að Kohl en nú hlær Kohl að þjóðinni sem kýs hann trekk í trekk. Dalai Lama má fara að vara sig, því Kohl hótar endur- holdgun. Satt að segja ógeðfelld tilhugsun. Bill og Hillary Clint.on sem ganga undir nafninu Bill- ary, virðast einu hjónin í ver- öldinni sem fríkka beinlínis ' með árunum. 1 dag er öllum ó- skiljanlegt hvernig þetta ófrýni- lega fólk náði kjöri í Arkansas en með þessu áframhaldi verða þau hreint stórglæsileg á gamals aldri. Fidel Castro náði athygli heimspressunar í sumar. Gamli byltingarleiðtog- inn í skæruliðabúningnum gerði sér lítið fyrir og mætti borgara- lega klæddur á fund Mið-Amer- íkuríkja. Það er líkt og ef Arafat hefði mætt í skærgrænum Don Cano galla til Noregs í Nóbelinn. Með hettuna á. Alexander Shir- inovsky rússneski þjóðemissinninn er tvímælalaust einn af mönnum ársins m.a. fýrir frumlega póli- tík og framsetningu hennar. Ekki síst þegar hann tók sig til og fór að kasta grasi og mold í franska fréttamenn í París, fnæsandi af bræði. Einstaklega taktískt framkoma. David Mctaggart sem ku vera stofnandi hinna stórhættulegu samtaka Green- peace, en þau vinna að stór- hættulegri náttúruvernd, uss uss. Hann giftist táningsstúlku í Kanada, tók af henni bossa- myndir og plataði svo fúlgur fjár út úr tengdó ef rnarka má æsifréttamynd Magnúsar Guð- mundssonar, sorpblaðamanns. Mctaggart er varmenni sem platar nú fé út úr heimsbyggð- inni allri, nema íslending- um sem þekkja svona kóna og eiga því áfram og veiða hvali og gefa Greenpeace langt nef. Áfram ísland, Green- pcace sex fet í jörðu. Diego Mara- dona sýndi góða takta á HM í Bandaríkjunum. Að vísu ' hafði hann eitthvað verið að gutla í dópi eins og öll þessi astmaveiku vöðvabúnt. Svo í túninu heima Anton Ingvarsson er ekki talinn hér upp af staf- rófsraðarástæðum eins og heima á Þórshöfn. Nei, Anton hlýtur að vera einn af helstu mönnum ársins enda fáir stýri- hérna heima. í orðaskaki í Stúd- entablaðinu skýtur Heirnir á stjóm Stúdentaráðs: „Það eina sem skiptir máli er árangur, hvort einhverjir peningar nást í kassann“. Viku siðar afhenti formaður Stúdentaráðs, Þjóðar- bókhlöðunni 22,5 milljónir að gjöf. Borgþór H. Jóns- son veðurfræðingur er eins og húsgagn inni í stássstofu þjóð- arinnar. Hann hefur verið i sjónvarpinu lengur er Markús Öm og er þar enn. Nú gleður hann þjóðina með gáska sínum og glettni einungis á sunnu- dagskvöldum og sýnir okkur æsispennandi gervihnattamynd- ir og lýsir þeim á leiftrandi hátt. Og nú er Borgþór farinn að leika i Malt-auglýsingu með fegurðardrottning- Halim A1 tyrki, fyrir að láta ekki deigan síga og leyfa dætrum sínum ekki að flytja til ís- lands og lenda í svall- inu á Hlemmi og öðr- um biðstöðvum SVR. Margir kallaðir en fáir útvaldir þegar valinn er MAÐUR ÁRSINS Diesfo oi> l)an oir llelinnt off llillarv koiniisl á hlaá. . . kenndi hann bara knattspyrnu- sambandinu FIFA um allt sam- an, rétt eins og útgerðarmenn kenndu Hafró um síldina sem „hvarf‘. Sænska Nei-hreyf- ingin í heild sinni fyrir framleg rök gegn aðild Svíþjóðar að Evrópusamband- inu. Þar var ýmislegt týnt til, m.a. að aðild Svíþjóðar myndi þýða flóð eiturlyfja til fyrir- myndarlandsins og ekki síst straum þýskra homma sem kæmu gagngert í sænsku dalina til að stunda saurlifnað (ógeð- felld tilhugsun hvað sem sann- leiksgildi hennar líður, maður hreinlega heyrir stunurnar í Fritz og Klaus og þessum gauram(“jetzt“,“mehr“ og allt þetta). mennirnir sem eru orðnir straumvaldar í alþjóðalögum og það með því einu að freta á norsku strandgæsluna úr ein- hverjum úreltum, hálfstífluðum riffilsræfli. Eitthvað dró hann þó í land með því að segja að skot hafi hlaupið úr byssunni en þegar Toni fann meðbyrinn að heiman upphóf hann gorgeir í Þrándheimi og svaraði öllum heiminum fullum hálsi, á ís- lensku. Anton er í Smugunni um þessar mundir og siglir und- ir fána Belí. Heimir Örn Her- bertsson stúdentaleiðtogi með meira á Jóhann A. Jónsson útgerðarmaður á Þórshöfn kemst hér á listann fyrir að heimta Landhelgisgæsluna í Smuguna til þess að þjónusta einhver skip frá Belís, komast upp með það og enda glaðbeitt- ur á forsíðu DV. Það er svo sem ekkert afrek út af fýrir sig, það nægir yfirleitt að hafa verið veikur eða hafa týnst einhvers staðar. KR-ingar til sjávar og sveita vinna og standa sem einn maður í barátt- unni og gefa ekkert eftir. Þess vegna ná þér þeim heiðri að vera taldir hér upp sem „maður ársins“ enda stefna þeir ótrauðir að sama marki: að vinna, vinna, vinna, vinna og vinna. Enda er KR það lið sem nær alltaf hefur orðið íslandsmeistari í öllu. Þeir verða líka öragglega maður árs- ins 1995, þegar allir bikarar verða hirtir. Til eignar. Ingvar Mar Jónsson veit svo sem enginn hver er, nema þeir sem eiga yngri systk- ini, böm eða sjónvarpssjúka foreldra. Ingvar þessi er stjórn- andi SPK, spumingakeppni krakka, og tók við af Jóni Gúst- afssyni (alias „Nonni gubb“) en hann var maður ársins í fyrra. Ingvar er orðinn landsþekktur fýrir óp og skræki og lætur manna verst í þættinum og hreinlega ógeðfellt af ríkisstofn- un að fela böm í forsjá þessa manns. Svo er hann alltaf fullur í bænum um helgar. Stigavörð- urinn Þórdís er hins vegar ábúð- arfull á svip og hefur fullkomið vald á hlutverki sinu. íslenska sauðkindin er að vísu ekki maður en fær hér samt sem áður að fljóta með. Öllum er í fersku minni umræðuþáttur í Ríkissjónvarp- inu fýrir nokkrum áram þar sem Guðbergur Bergsson deildi við menn hvort að ostur væri menn- ing. Sauðkindin lét sér þetta sjónvarpsþvaður í léttu rúmi liggja og hélt á árinu upptekn- um hætti við að éta Island. Meee. Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi er hér nefndur til sögunnar siðastur en ekki sístur. Jón hefur skemmt þjóðinni og reitt leiklistarfólk til reiði i Dagsljósi með alveg hreint yndislegri neikvæðni og nöldri út í hreinlega allt og alla. Maðurinn finnur eitthvað að öllu og eirir engum. Engum. Og svo blikkar hann augunum svo skemmtilega og er alltaf í gömlu jakkafotunum til þess að kóróna ímynd leiðindagaursins. Jón er svo leiðinlegur að það er skemmtilegt og ekki bara skemmtilegt heldur drepfýndið. Og sá sem er meinfýndinn viku- lega fyrir framan alþjóð og gerir leiðindi skemmtileg, hann bara hlýtur að vera maður ársins. Eða hvað?

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.