Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 6
Bls. 6 STÚDENTAR STBL. • Desember 1994 Háskóli í opnu samfélagi Háskólastarfið hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu misserum. Andstreymið felst íyrst og fremst í því að ijárframlög rik- issins hafa stöðugt dregist sam- an og er nú svo komið að skóla- yfirvöld telja skólann vart geta sinnt lögboðnum skyldum sín- um sómasamlega. Þetta ástand er vitaskuld óþolandi fyrir metnaðarfulla stofnun. En hvemig á að bregðast við? Há- skólamenn verða að taka á mál- inu með skeleggri og málefna- legri rökræðu í því augnamiði að reyna að þoka stefnu stjóm- valda í skynsamlegri átt. Þetta hefur verið gert og er það vel en engin árangur er í sjónmáli. Undirritaður telur að staða mála nú sýni berlega að leggja verði traustari fjárhagsgrundvöll að starfi Háskólans og að það verði gert með samstafi við at- vinnulífið. Verður hér leitast við að rökstyðja það. Áróðursstríð eða upp- stokkun? Starf háskólans er nú að lang- mestu leyti fjármagnað af ríkis- valdinu og er því berskjaldað fyrir duttlungum stjómmála- mannanna sem ákvarða skerf skólans í fjárlögum hvers árs. Fjárhagsgrundvöllurinn er þannig mjög óstöðugur og því erfitt að áætla fram í tíman. Enn fremur fer mikill kraftur há- skólamanna í það á hverju ári að standa í stappi við yfirvöld um fjárframlögin og er það náttúrulega ótækt til langframa. Sumir virðast reyndar bara ó- sköp sáttir við þetta, forystu- menn SHI hafa gripið gullið tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þeim virðist afar geðfellt að blása til sóknar gegn yfir- völdum og freista þess að knýja þau til fylgis við nýja stefnu í æsilegu áróðursstríði. En mun hljómmikill lúðraþytur skjóta ráðamönnum skelk í bringu? Verður raunverulegur árangur mældur í póstkortum og slag- orðakenndum dagblaðagrein- um? Getur svo vart talist og sýnist því framganga forystu- sauða í Stúdentaráði í niður- skurðarmálunum ffemur vera í ætt við hressilegt gönuhlaup en frækilega sigurgöngu. Undirrit- aður og reyndar Vökumenn al- mennt vilja meina að stúdentar geri háskólanum meira gagn með því að benda á og afla fylgis nýjum leiðum til að treysta fjárhagsgrundvöllinn. Langtímasamningur Fyrirkomulag fjárveitinga ríkisins til háskólans er óhent- ugt. Vænlegur kostur í stöðunni er að gera langtímasamning um fjármögnun ríkisins, t.d. til 4 ára í senn. Slík langtímaáætlun er raunhæf og tíðkast á ýmsum sviðum hjá ríkisvaldinu svo sem varðandi vegamál og flug- mál. Niðurskurður fjárframlaga til háskólans hefur verið rök- studdur með því að um skamm- tímaaðgerðir væri að ræða en samningur til langs tíma ætti að einhverju leyti að útrýma skammsýninni. Slíkur samning- ur mundi því hugsanlega verða til þess að yfirvöld rækju skyn- samlega háskólastefnu. En fyrst og fremst mundi hann stuðla að stöðugleika í fjármálum skól- ans. Samstarf við atvinnulífið. A gildistíma sliks samnings gæfist háskólanum ráðrúm til að afla viðbótarfjár. Aðilar úr atvinnulífinu gera sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að innan háskólans fari fram öflugt vísindastarf. Atvinnulífið hefúr og beinan hag af því að þetta starf eflist og ættu því að aðilar þaðan að vera fáanlegir til að styrkja það fjárhagslega. Samn- ingurinn tryggir að ríkið dragi ekki saman sín framlög sam- svarandi við hinar nýju tekjur. Samstarf þetta getur verið með ýmsum hætti. Fyrirtæki eða samtök þeirra geta styrkt ákveð- in námskeið, rannsóknaverkefni eða jafnvel prófessorsstöðu. Færi það að sjálfsögðu eftir því hvemig samkomulag tækist við umrædda aðila hverju sinni. Þetta samstarf yrði til þess að bæta fjárhag háskólans og efla tengsl við atvinnulífið. Háskóli í opnu samfé- lagi. Samfélag okkar er sem betur fer í öllum meginatriöum opið og frjálst. Því fer fjarri að öll svið mannlífsins séu undirorpin skipulagningu ríkisins en þau eru of mörg enda á ríkisskipu- lagning og miðstýring sér há- værar málpípur. Sósíalistarnir sem nú stjóma SHl virðast ekki koma auga á aðra leið en að rík- ið standi straum af öllu starfi háskólans. Er því síst að kynja að einu viðbrögð Röskvumanna við niðurskurðinum sé að bisa við einhvem áróðurshemað gegn ráðamönnum. Hins vegar er sjálfsagt í hugum þeirra sem aðhyllast opið samfélag að há- skólinn sé í gagnvirkum tengsl- um við atvinnulífið eins og hér hefur hefur verið lýst. Þetta er því í raun lausn sem fellur að hugmyndafræði frjálslyndra manna við þeim vanda sem nú steðjar að Háskóla íslands. Ingvi Hrafn Óskursson Minningarorð Guðmundur Tómas Arnason Vorið 1991 hafði könnun ver- ið gerð innan Háskólans hverjir nytu mests fylgis til rektorskjörs. Mitt nafn lenti þar ofarlega á blaði og því höfðu nokkrir vinir mínir boðist til að vinna að auknu fylgi í hinu endanlega kjöri. Eg haföi enga reynslu af slíku framboði og Iítið haft mig í frammi utan minnar deildar. Mér hraus því hugur við, þegar þessir ágætu ráðgjafar mínir skipuðu mér að bretta upp ermar og heíja kynningu og framboðsfúndi í öðrum deildum og ekki síst með- al nemenda. Þá var það aó Asta Ragnarsdóttir kynnti mig fyrir bróðursyni sínum, Guðmundi Tómasi Amasyni, heim- spekinema, sem hún sagði reiðu- búinn að koma mér til aðstoðar, og því gæti hún heitið, að þar mundi ég finna það sem mig skorti í þessum efnum. Það reyndust orð að sönnu. Með okk- ur Guðmundi Tómasi tókst náin samvinna og nokkur kynni, sem að vísu takmörkuðust við þau verkefni, sem við áttum nú sam- eiginleg. Hann fræddi mig um hugarheim stúdenta og áhugamál þeirra vegna námsins. Eg fékk hins vegar tækifæri til að skýra viðhorf mín og þau mál, sem ég - vildi vinna gagn. Af þessum samræðum okkar varð mér ljóst, að Guðmundur Tómas var ekki aðeins fluggreindur, skarpur í hugsun og fljótur að átta sig, heldur áræðinn og knúinn sterk- um vilja til að ná árangri i hverju, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var einstaklega víðlesinn, vakti umhugsun með kreQandi spumingum, en gerði jafnframt miklar kröfur til sjálfs sín. Þrátt fyrir kappið setti hann sér raunhæf markmið. Hann var hlýr og einlægur og gæddur fá- gætu næmi á tilfínningar þeirra sem umgekkst. Ég lærði margt af Guðmundi Tómasi þessa daga og vinátta hans allt frá því var mér mikils virði, þótt ekki gæfist mikið tóm til að rækta hana sem skyldi. Með þessa hæfileika var ekki að undra að honum gengi vel í námi. Hann lauk BA-prófi í heimspeki veturinn 1993 með hárri einkunn og lofi kennara sinna. Ég varð nokkuð hissa, þegar hann kom til mín og sagð- ist vera að velta fyrir sér að hefja nám í læknisfræði. Ég gat þó ekki annað en hvatt hann til þess, ef hann hefði áhuga í þá átt. Það nám mundi tæplega vefjast fyrir honum, eftir að hann slyppi gegnum nálaraugað í byrjun. Þótt ég segði það ekki, hugsaði ég einnig með mér, aö næmi hans á tilfinningar annarra mundi með öðru gera hann að frábærum lækni. Hann náði fyrsta mark- miðinu, einn af ljórum sem komust inn í læknanám í fyrstu tilraun það árið. Fráfall Guðmundar kom sem reiðarslag yfir þá sem nutu vin- áttu hans. A sama tíma og hann miðlaði okkur af einlægni og hlýju, bar hann ekki sína eigin erfiðleika á torg. Nú getum við aðeins rækt vináttu okkar í minn- ingu um góðan dreng. Foreldrum, systkinum og unn- ustu Guðmundar votta ég mína dýpstu samúð. Sveinbjörn Björnsson reklor Lífi Guðmundar Tómasar Amasonar lauk fyrsta sunnudag í aðventu. Hann var tuttugu og fímm ára gamall. Mér hefur ekki borist hörmulegri fregn. Guðmundur Tómas var ó- venjulegur maður. I fasi hlýr fjörkálfur. í framkomu upp- örvandi og óvæntur. Hvað bjó undir niðri er einungis hægt að smíða sér hugmynd um, þaó verður ekki vitað fullkomlega. Því er ekki hver maður öðmm ráðgáta, sem ekki verður leyst, aðeins komist mislangt með? Ef til vill er óttinn við að vera hallærislegur öflugasta hugar- stefna nútímans. Hann veldur því að fæst ungt fólk þorir að vera alvarlegt, segja meiningu sína og standa með henni. Flestir standa eins, með öllum og engum um leið. Úr slíkum jarðvegi sprettur fátt frumlegt, ungt fólk sekkur í að rifja upp gamlar stemmningar án þess að svo mikið sem í- gmnda úr hverju stemmningin er í raun. Þetta var ekki andlegt heimili Guðmundar Tómasar. Hann sagði við mig brosandi að Mozart væri bara poppari. Ég hafði aldrei hitt þennan mann fyrr, fannst ég ágætlega sett með minn óvéfengda Mozart og gramdist svona tal. Þetta var fyr- ir fjórum árum á ferðalagi með heimspekinemum. Síðan hef ég ekki komist undan því að hlusta á Mozart öðruvísi en í leit að al- gjöm svari við fullyrðingu Guð- mundar Tómasar. Ég held að Guðmundur Tómas hafi haft áhrif á alla sem hann þekkti. Samtöl við hann, hversu stutt sem þau annars vom, urðu aldrei um ekki neitt. Hann hugs- aði „frjálslega, af einlægni og al- vöru“ og lifði eftir sannfæringu sinni. Honum var ekki eiginlegt að lokast inni í eigin hugarheimi. heldur hafði ríkan áhuga á um- hverfí sínu, vildi færa það til betri vegar og tókst það betur en mörgum. Sumir laga hins vegar sjálfa sig algjörlega að umhverfinu. Þeir bjarga engu, eru aðeins komnir til að fljóta ofan á heim- inum eins og hann er og grípa hvað sem er sjálfum sér til fram- dráttar. Af framapoturum höfum við nóg. Þessvegna er svo óskap- leg eftirsjá af Guðmundi Tómasi. Guðmundi Tómasi vom allir vegir færir. Hann lauk heim- spekiprófi með afburða árangri og komst inn í læknisfræði í fyrsta áhlaupi. Hjá honum vék hins vegar hamagangurinn á al- þekktri framabraut fyrir því t.d. aó eyða sumri á Háskólabóka- safni og lesa sér til um það sem hann þekkti ekki nógu vel eða verja einum degi vikunnar með þroskaheftum dreng. Hans er sárt saknað af jafn- öldmm hans og skólafélögum sem þekktu hann og væntu mik- ils af honum. Hans verður sakn- að alla okkar daga. Hann var lagður til hinstu hvílu í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þar er fyrir margt af besta fólki þjóðarinnar. Það er við hæfi. Ég hika ekki við að fullyrða að það er þjóðarmissir af Guðmundi Tómasi Amasyni. Unnustu hans og barninu sem von er á fylgir öll ósk í mannleg- um mætti um farsæld og gæfu í hörðum heimi. Krislrún Heimisdóllir Stúdentablaðið Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla íslands Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Auðunn Atlason Ritstjórn: Birgir Tjörvi Stefánsson, Guðmundur Steingrímsson, Halldór Fannar Guðjónsson, Kristrún Heimisdóttir Auglýsingastjóri: Sæmundur Norðfjörð Ljósmyndari: Arnaldur Halldórsson Prófarkalestur: Gestur Svavarsson Umbrotog hönnun: Kraftaverk Filmuvinnsla og prentun: Oddi hf. Stúdentablaóið - blað allra stúdenta. Það segir sig sjálft Ritstjóri skrifar Allt fyrir ekkert, enn á ný íslensk stjómmál snúast öðrum þræði um leiðir til þess að spara og skera niður. Það er að mörgu leyti gott, því „fyrirtækið Island“ á við kerfislægan og krónískan hallarekstur að stríða. Ríkið eyðir meiru en það aflar ár eftir ár og milljarðar íslenskra króna renna í vaxtagreiðslur árlega. Það er aðeins tvennt sem er gerlegt í slíkri stöðu: Að auka tekjur eða draga saman útgjöld. En oft átta menn sig ekki á því að ákveðin ríkisútgjöld em ávísun á auknar þjóðartekjur til langs tíma er litið. Og þar hefur spamaður á þeim sviðum neikvæð langtímaáhrif þó svo sýna megi fram á skammtímaspamað. Háskóli Islands er gott dæmi um þetta. Fjárframlög til Háskólans hafa verið skorin við trog undanfarin ár eftir rækilegan niðurskurð fyrir þremur ámm. í nær öllum löndum í kringum okkur er það viðurkennd staðreynd að fjárfesting í menntun, ekki síst í háskólamenntun, er ekki bara arðvænleg, heldur hreint og beint forsenda þess að viðkomandi ríkji standist alþjóðlega samkeppni og efnahagslíf blómgist og dafni. Fremstu hagfræðingar heims hafa sýnt fram á beint samhengi á milli útgjalda til menntamála og þjóðartekna og fært viðurkennd rök fyrir því að hver króna til menntamála skili sér margfalt inn í þjóðarbúið. Niðurskurðinn og fjársveltið í Háskólanum ber að skoða í þessu Ijósi. Aukin framlög til kennslu og rannsókna er óyggjandi þjóðhagslega hagkvæmt, hvaða leið er önnur fær til þess að tryggja lífvænleg skilyrði á þessu landi? Lífið er ekki lengur saltfiskur, við búum í breyttum tími tækniframfara, alþjóðlegra samskipta og örra breytinga. Háskólinn er og á að vera lífæð okkar í þeirri þróun. Nokkuð hefur verið rætt undanfama daga um þá hugmynd, að leggja beri Tannlæknadeild Háskólans niður. En umræðan snýst ekki beinlínis um stefnumörkun fyrir Háskólann, hún snýst um að spara með því að láta aðra borga. Ymsir mætir menn hafa sagt að í Háskólanum sé hægt að spara 44 milljónir með því að leggja niður Tannlækndeild og senda stúdenta utan til náms. Rektor benti réttilega á, að um 17 milljónir sparast árlega í tryggingakerfinu með þjónustu Tannlæknadeildar og að kostnaður á tannlæknastúdent t.d. í Skandinavíu væri hærri en hérlendis. En hugmyndir stjómmálamanna gera alls ekki ráð fyrir því að við þurfum að borga fyrir að mennta tannlækna í útlöndum. Þar viljum við, í samræmi við utanríkisstefnu þjóðarinnar, fá allt fyrir ekkert. Mönnum finnst réttlátt og snjallt að flytja tannlæknanám t.d. til Svíþjóðar og láta Svía borga brúsann. Og það datt sennilega engum í hug að við ættum að borga eitthvað fýrir þessa nemendur. Þeir eiga bara að læðast inn í erlendar tannlæknadeildir og vona að ekkert fréttist. Það er ótvíræður sparnaður fólginn í því að láta nágrannaþjóðir okkar borga fyrir menntun íslendinga, rétt eins og við spörum á því að láta Ameríkana búa til fyrir okkur kvikmyndir. En stórmannlegt telst það seint. Guðrún Marteinsdóttir f. 15. janúar 1952 d. 24. nóvember 1994 Að kvöldi 24. nóvember s.l. lést Guðrún Marteinsdóttir, dós- ent í hjúkrunarfræði og fyrrver- andi formaður stjómar náms- brautar í hjúkmnarfræði. Guðrún var einn helsti leiðtogi hjúkrunar á íslandi í dag, mikils- virtur fræðimaður og vinsæll kennari. Eftir Guðrúnu liggur ijársjóður fræðilegrar umfjöllun- ar um hjúkrun. Fram á síðasta dag vann Guðrún að merkri doktorsritgerð, sem henni vannst því miður ekki tími til að verja, en er ómetanlegt innlegg í um- ræðu framtíðarinnar. Fyrir hönd stúdenta við náms- braut í hjúkrunarfræði votta ég aðstandendum, vinum og sam- starfsfólki innilega samúð. Minningin lifir. Anna Sigrím Baldursdóttir

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.