Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 8
Bls. 8 HÁSKÓLINN STBL. • Desember 1994 Jólabækur úr Háskólanum I jólabókaflóðinu sem venju- lega samanstendur af íjölskrúð- ugri flóru ævisagna, kjaftasagna og lygasagna er að finna nokkr- ar bækur úr háskólasamfélag- inu. Sem fyrr ber þær ekki hátt í auglýsingum og af þeim ástæð- um ætlar Stúdentablaðið að gera þar á bragarbót. Sex bækur af handahófí. Markaðsbúskapur eftir Þorvald Gylfason. Þor- valdur ritar bókina í félagi við tvo aðra hagfræðinga en í henni er að finna kynningu og um- fjöllun um grundvallaratriði á hagfræði og gangverki mark- aðsbúskapar. Henni er ætlað að höfða til fjölmenns lesendahóps úr ýmsum samfélagsgeirum, lærðum sem leikum. Bókin hef- ur verið þýdd á 15 tungumál, er metsölubók víða og kemur nú út á íslensku. íslensk stílfræði eftir Þorleif Hauksson og Þóri Óskarsson er fyrsta öndvegisrit- ið á íslensku um stílfræði. Stíl- fræði hefur að viðfangsefni hvemig menn skrifa og tjá hug sinn í riti. í fyrri hluta verksins er veitt yfirsýn yfír sögu mælskufræði og nútímastíl- fræði. 1 seinni hlutanum er reif- uð islensk stílsaga, þar sem fjallað er um þróun íslensks stíl frá upphafí bókmennta til dag- blaðastíls nútímans. Heimspeki á tuttugustu öld er ritgerðasafn ritstýrt af Einari Loga Vignissyni og Ólafi Páli Jónssyni. I bókinni er að finna fímmtán þýddar greinar eftir nokkra fremstu heimspekinga tuttugustu aldar, þ.a.m. Popper, Bertrand Russel, Wittgenstein og fleiri. Þýðendurnir eru flestir ungir og upprenoandi heim- spekingar og þessi bók mun stuðla að því aó hægt sé að lesa og ræða um heimspeki á ís- lensku. Átakasvæði í heiminum er bók eftir Jón Orm Hall- dórsson. I bókinni sem er í kiljuformi er leitast við að skýra orsakir og eðli átaka á nokkrum helstu óffiðarsvæðum jarðar á okkar tímum. Þessi bók er skyldulesning þeirn sem eiga erfitt meö að átta sig á undirrót- um stríðsátaka og vilja skyggn- ast á bak við yfirborðskennda og hraðsoðna fjölmiðlaumfjöll- un. Hvar á maðurinn heima? eftir Hannes Hólmstein Giss- urarson, fjallar um kenningar fimm manna sem markað hafa spor í sögu stjómmálaheim- spekinnar. Þeir eru Plató, Macchiavelli, John Locke, Karl Marx og John Stuart Mill. í bókinni eru raktar hugmyndir um eðli mannsins, hlutverk og hlutskipti. Embættismenn og stjórnmálamenn er ný bók eftir Gunnar Helga Kristinsson og ber hún undirtit- ilinn „Skipulag og vinnubrögð í íslenskri stjómsýslu". Bókin er úttekt á opinberri stjómsýslu ís- lendinga á þessari öld þar sem innviðir stjómsýslunnar og tengsl hennar við umhverfi sitt eru kannaðir. Bókin er fræðileg en á engu að síður fullt erindi við sérhvem áhugamann um stjómmál. Fúll á moti skrifar í rauninni á maður ekkert að vera að andskot- ast út í menn og málleysingja svona rétt fyrir jól- in. En stundum getur maður hreinlega ekki orða bundist. Og það er enn og aftur með þessa bévít- ans Bókhlöðu. Það er ekki nóg með að hún hefur verið 22 ár í byggingu, og fjöratíu ár era liðin frá því að ákveðið var að reisa þennan kastala. Nei, nú senda stjómvöld þau skilaboð, að engir pen- ingar séu til þess að reka Þjóðarbókhlöðuna og kvabb og kvein um meira fé sé ekkert annað en óbilgimi og ósanngimi á þessari hátíðarstundu. Menn eiga ekkert með að heimta rekstrarfé, byggingin er jú risin og kokkteillinn á enda. Öðravísi mér áður brá, já svei mér þá. Rökhugs- un ráðamanna tekur á sig hinar ólíklegustu myndir eins og sjá má. Þjóðarbókhlaðan er svo flott og töff og dýr að það má alls ekki gerast að hún fái nægilegt rekstrarfé. Þá væri Háskófinn og fræðimenn líka að fá meira en áður - og hvar endar það? Þá fara allir að heimta sínar Þjóðar- bókhlöður og sínar hækkanir. En menntamálaráðherra er svo sem vorkunn, því hvað á maðurinn að gera? Hann sem leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjanesi rétt slapp fyrir hom í síðasta prófkjöri vegna þess að hann var sjálfkjörinn í 1. sætið. Það er náttúrulega um- hugsunarefni að vera einn i kjöri í efsta sæti og nánast falla. Og þá er kominn tími til að gera eitt- hvað, vera harður og töff eins og Davíð. Og safn- stjóri Þjóðarbókhlöðunnar, það verður bara að játast, hann er hreinlega að halla sér fram á hrifu- skaftið og teygja fram álkuna. Og þegar menn liggja vel fyrir höggi, þá er hætta á því að ráð- herra spretti úr spori og mundi niðurskurð- arsverðið. Safnstjóri lýsti því yfir í fjölmiðlum, að ráðherra yrði að hækka rekstrarfé safnsins veralega, annars yrði „kotungsbragur“ á öllu starfi safnsins. Þetta kann að vera satt, en þetta getur tæpast talist snjöll aðferð til að fá fram hækkun. Utskýring: Ráðherra hefur tvo kosti í stöðunni. Annars vegar að láta undan opinberri kröfu safnstjóra Þjóðarbókhlöðunnar eða hafna henni sem óbilgimi og óviðeigandi kröfuhörku á niðurskurðartímum. Auðvitað valdi Ólafur seinni kostinn í fyrstu viðbrögðum sínum. Allt annað hefði verið túlkað sem linka og luðraháttur ráð- herrans og sennilega tryggt honum samkeppni við Salóme um heiðurssætið á Reykjanesi. Getur maður látið einhvem bókabéus segja sér fyrir verkum? Nei, ég held nú ekki. Fyrir ráðherra skiptir það nefnilega litlu hvað er rétt og hvað er rangt í pólitík, heldur hitt, hvemig það kemur út. Kjósendur vilja ekki meyra menn, þeir vilja ekki pólitíska sveimhuga sem kastast til og frá í ölduróti almannahylli. Nei, kjósendur vilja harð- jaxla sem tukta þjóóina til og frá því þannig hef- ur það alltaf verið. Þrælslundin er sterk í þjóð sem var barinn og hýdd af nýlenduherrum í 700 ár. Þess vegna þýðir ekkert að segja íslenskum ráðherra að gera eitthvað vegna þess að það er rétt eða gott eða göfugt eða flott. Ráðherrann verður sjálfur að hafa dottió niður á málefnið og virðast hafa tekið ákvörðun upp á eigin spýtur. Og kjósendur verða að bíta á agnið. Þá læóist ó- neitanlega að manni sá granur að þjóðin sitji hreinlega upp með vitlausan ráöherra, í tvöföld- um skilningi þess orðs. Titboðið gíldir frá 1. desember til 31. janúar. Komdu og náðu í þær: Kauptu pizzu og 2 I. af Coke eða brauðstangir, og fáðu pizzu sömu stærðar með jafn mörgum áleggstegundum fría

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.