Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 11
STBL. • Desember 1994 STÚDENTAR Bls. 11 Hverjir eru drengirnir? Áfram heldur hinn lauflétti dálkur Stúdentablaðsins „Hver er maðurinn?" og í þetta sinnið er um að ræða stórskemmtilegt afbrigði af sömu spurningu eins og sjá má í fyrirsögn. í síðasta blaði var heldur betur spilað með þús- undir stúdenta og í raun landsmenn alla, þegar því var haldið fram að lausn síðustu myndagátu væri falin í blaðinu. Þegar grannt er skoðað og blaðið þaulkembt kemur nefnilega í Ijós að lausnin er barasta alls ekkert falin í blaðinu og skrifast þetta sprell því á reikning Birgis P. Stefánssonar, laga- nema. Hvað um það, glottuleiti maðurinn með tjúguskeggið heitir Gé. Pétur Matthíasson og er fréttamaður hjá RÚV (sá hinn sami og baunaði á Jón Baldvin hvort orð Jóns um að sá kall, sem ekki fiskar verði ekki að víkja úr brúnni, hittu Jón ekki fyrir í dag). Myndin í þessu blaði er ekki síður skemmtileg. Á henni er að sjá fimm stuðunglinga í uppsveiflu og ef myndin væri í lit, gæfi að líta fagurgrænar neon-griflur, sem tímanna tákn. Myndin er tekin í stúdiói og gefur vísbendingu um fjármálaveldi þessa hóps á þeim tíma er myndin var tekin. Rétt svör sendist á skrifstofu SHl, merkt „Þrauta- kóngur". Fimm vísbendingar: einn er íþróttafréttamaður,annar frægur körfubolti, þriðji kenndur við straujárn (hoho), fjórði bjó á Hagamei og fimmti er hægri- og vinstrimaður, Augljóst? Elskum og verum elskuð Með magann í hnút, allur upprifmn og tættur innan t sér, getur ekki einbeitt sér að neinu (sem er slæmt þegar maður er í Háskóla Is- lands), borðar ekki, hangir heima og bíður eftir að síminn hringi en vill samt ekki vera einn heirna með símanum sem þegir! Hver kannast ekki við þetta? Að önnur manneskja skuli geta haft svo mikil áhrif á líf manns og flækt það svo að maður sér ekki fratn á að nokkum tímann greiðist úr flækj- unni. Þetta er það sem manneskjan kallar að vera ástfangin af annarri manneskju. En hvað er ást? Ást er að njóta samveru við aðra manneskju, uppgötva aðra persónu og um leið sjálfan sig. Ást er líka að njóta þess að finna snertinguna við aðra manneskju, snertingu húðar við húð, uppgötva nýja vöðva, nýja bletti. . . Ástin snýst ekki bara um kynlíf, heldur líka unt traust og tilfmningar, samskipti, að geta talað við einhvem í fullum trúnaði og sagt það sem manni liggur á hjarta. En ást er líka óöryggi, kvíði, angist, bið. . . Ótti við höfnun, getum við nokkurn tíma verið alveg viss, alveg ömgg? Er ást okkar endur- goldin eða erum við að sóa tilfinningum okk- ar? Hvers vegna þá að taka þessa áhættu, (að leyfa sér) að verða ástfangin(n) af annarri manneskju þegar því fylgir svona mikill sárs- auki? Jú, vegna þess að ástin er það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Að vera í nánu sambandi við aðra manneskju er yndislegt þótt að því geti líka fylgt sársauki, sérstaklega á frumstigi sambandsins þegar maður veit ekki hvort viðkomandi manneskja muni hafa sam- band þó hún hafi sagst ætla að gera það. En því fýlgir mikil vinna að rækta og bæta ástar- samband, sérstaklega eftir að fyrsta spennan er horfin. Sá sem heldur að það komi af sjálfu sér er annað hvort reynslulaus eða heimskur eða kannski hvom tveggja! Taktu því „sénsinn“. Leyfðu þér að verða ástfangin(n) án þess að gera þér of miklar von- ir. Ef ástin er svo endurgoldin er það gott, líf- ið verður skyndilega dásamlegt og þú svífur um á rósrauðum skýjum en mundu samt að fallið getur verið harkalegt og sorgin bankar á dyr ef rnanni er hafnað. Þá verður maður að gefa sér tíma og syrgja þangað til maður er til- búinn að verða ástfanginn á ný. En gefðu þér góðan tima til að syrgja og passaðu þig á því að rugla ekki saman því að elska einhvem og vera ástfangin af einhverjum, því maður getur elskað einhvem án þess að vera ástfangin(n) af viðkontandi manneskju. En umfram allt próf- aðu að lifa lífinu og njóta ástarinnar. Haltu þig samt á jörðinni og mundu að enginn getur elskað aðra manneskju ef hann elskar ekki sjálfan sig! Bylgja Björnsdóttir Þegar ástin kallar þig, þá fylgdu henni, þótt vegir hennar séu brattir og hálir. Og láttu eftir henni, þegar vængir hennar umvefja þig, þótt sverðið, scm falið er í fjöðrum þeirra, geti sært þig. Og þegar hún talar til þín, þá trúðu á hana. Þó að rödd hennar kunni að eyða draumum þínum, eins og norðanvindur, sem leggur garð þinn í auðn. (Úr Spámanninum e. K.Gibran)

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.