Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 16
STBL. • Desember 1994 Bls. 16 STÚDENTAR Námslánakerfi á íslandi og í Danmörku borin saman Er draumur að vera Dani? „Viðhorfin til námslána og menntakerfisins í heild virðast vera ólík í íslandi og Danmörku,” segir Klaus Bryld, sérfræðingur Dönsku námsmannasamtakanna, DSF. í Danmörku eru náms- menn styrktir á námsárum sínum í framhalds- og háskóla. Námsstyrkirnir og aukalán sem hægt er að fá eru afgreidd mánaðarlega nema skólinn hafi tilkynnt um að námsmanni hafi seinkað ó- eðlilega. Danskir námsmenn fá þó styrki og lán til að vinna upp allt að árs seinkun á námsferiin- um. I .danska kerfinu er tillit tekið til barnsburðar og veikinda í ríkum mæli með tilliti til náms- framvindu. Ólíku saman að jafna á íslandi og í Danmörku, mestu munar þó líklega fyrir uppvax- andi kynslóðir í löndunum tveimur að endurgreiðslur og skuldastaða danskra námsmanna er mun viðráðanlegri en hjá íslenskum námsmönnum. . Klaus Bryld var sérlegur gestur Stúdentaráðs á ráðstefnu SHÍ um íslenska námsiánakerfið og námsaðstoð sem haldin var í lok nóvember síðastliðinn. Danska sendiráðið stóð undir kostnaði við komu hans. Meðal þess sem heimsókn Klaus skilaði af sér var að ýmsum misskilningi og rang- færslum um mun danska og íslenska námslánakerfisins var eytt. Sigríður Gu.nnarsdóttir fulltrúi SHÍ í stjórn LÍN og Klaus Bryld báru saman kerfin tvö. styrkjum, sem hann getur nýtt til að ná upp tilætluðum árangri. Ef veikindi leggjast á fólk fást aukamánuðir til að mæta þeirri seinkun. Þá bætast jafnframt við 12 mánuðir á styrkjum ef náms- maður eignast bam á meðan á námi stendur. Nýverið tók gildi ■sú breyting að móðir og faðir bamsins geta skipt . með sér þessum 12 mánuðum á styrkj- um. Ef ' íslenskur námsmaður verður fyrir því óláni að veikj- bóta, sem eru 115.000 kr. á mánuði. Ef einstaklingurinn á ekki slíkan rétt en er tekjulaus engu að síður tryggir félagslega kerfið honum a.m.k. 60% bóta- upphæðarinnar, eða 69.000 kr. á mánuði. Ef húsaleiga er há hækkar þessi upphæð. Hún ger- ir það einnig ef einstaklingurinn er eldri en 26 ára. Maður spyr sig hvern skrambann við erum að hírast á þessu skeri í slabbi og skuldafeni. Lánin lág og dýr og Háskólinn á hraðri niðurleið - og svo er manni bannað að reykja í þokkabót! íslendingar lána, Danir styrkja og veita lán að auki íslenska námslánakerfið lánar fyrir 80% af áætlaðri fram- færslu námsmanns, eða alls um 52.200 kr. Lán fæst fyrir þá mánuði ársins sem nám stendur yfir. Viðurkenndir skólar á há- skólstigi, iðnskólar og nokkrir sérskólar eru lánshæfír. ' Danska kerfið veitir styrki til náms- manna 12 mánuði á ári. Þeir eru rúmar 38.000 ísl.kr. á mán- uði. Að auki er hægt að taka náms- lán, um 17 þús. krónur, eða alls 55.000 kr. Allir nemendur á fram- halds- og háskóla- stigi eiga rétt á sty.rk. LÍN metur námsfram- vindu á íslandi, háskólarnir gera það sjálfir í Danmörku. LÍN metur hvort nárpsmaður hafi skilað 100% námsffam- vindu, skv. svo kallaðri skil- greiningu skóla. Þetta kerfi var einnig við lýði í Danmörku en var lagt af, þar sem það þótti flókið og ófullkomið. Háskólar þar í landi láta nú lánasjóðinn vita ef námsmaður skilar ekki eðlilegri námsframvindu. Danir styrkja þó námsmenn til að vinna upp tafir, þessir styrkir geta staðið í allt að því eitt ár. Núverandi fyrikomulag veld- ur miklum erfiðleikum og ó- þægindum hér á landi. Meðal- námsmaður við verkfræði og raunvísindadeild klárar nám sitt til dæmis ekki á fjórum árum eins og námsskrá segir til um heldur á lengri tíma. Það þykir eðlileg námsffamvinda að út- skrifast verkfræðingur á fimm árum. Venjulegur námsmaður í verkfræði þarf þannig að búa við skert námslán allan náms- feril sinn. Danir greiða námslán út mánaðarlega en íslendingar eftirá Námsframvinda er metin á ársfresti í Danmörku. Náms- menn fá styrk í 12 mánuði í senn en þurfa að sýna fram á að þeir hafi skilað námsframvindu sem nemur námsári til að fá áframhald- andi aðstoð. LIN greiðir ekki út námslán fyrr en að fengrtum niðurstöð- um prófa. Þann tíma sem líður fram að prófum gefst stúdentum kostur á að fjármagna fram- færslu með yfirdráttarlánum í bönkum. Ef námsmaður fellur í meira en 25% af prófum sínum, fær hann ekkert lán afgreitt. Þegar slíkt gerist þarf hann ann- að hvort að halda áfram að safna skuldum í bankanum og freista þess að ná prófum að hausti eða að afla tekna til að greiða upp bankalánið á annan hátt. Vaxtakostnaður einstak- lings með barh sem nær ekki prófum fyrr en um haust getur orðið tæplega 50.000 kr. á ári hafi hann ekki skilað fullri framvindu í jóla- og vorprófum. Dæmi eru um allt að 70.000 kr. vaxtakostnað námsmanns. Það er þó einkar athyglivert að þess- ar tölur eiga við námsmenn sem skila „eðlilegri námsfram- vindu“ á ársgrundvelli. Hjá þeim námsmönnum sem ekki ná prófum hlaðast vaxtaskuldir að sjálfsögðu áfram upp, því þeir fá ekki námslán sín af- greidd. Augljóst er að náms- maður með mörg hundruð þús- undir króna bankaskuld á yfir- dráttarvöxtum er í gríðarl'egum vanda staddur. Meira svigrúm til að vinna upp tafir og mæta erfiðleikum í Danmörku Ef námsmaður fellur á prófi í Danmörku og nær ekki tilskild- um árangri, getur hann sótt i varasjóð, allt að 12 mánuði á ast í prófum getur hann fengið undanþágu frá fúllri námsfram- vindu en er með því kominn í einingaskuld við sjóðinn og fær ekki full námslán á'meðan hann er að vinna sig út úr þeirri skuld. Félagslegar aðstæður og tillit til tekna Islenska námslánakerfið tekur mið af félagslegri stöðu lán- þega, hjúskaparstöðu, bama- tjölda og tekna. I sumúm tilfell- um getur þetta tillit verið mjög vemlegt. Hægt er að fá sérstakt makalán ef námsmaður hefur tekjulausan maka á sínu fram- færi. Þá em námslán marfolduð með sérstökum bamastuðlum. Einstætt foreldri fær þannig nær tvöfallt námslán einstaklings hafi það tvö böm á sínu fram- færi. Námslán hjá LlN skerðast um . 50% ef tekjur fara yfir 180 þús. kr. á ári. Hálfrar milljónar króna árslaun skerða því námslán um 160 þús. kr. Námslánakerfið danska tekur ekki tillit til hjúskaparstöðu eða barnafjölda, að öðru leyti en því að bamafólk má afla hærri tekna meðfram námi án þess að styrkurinn skerðist. Annari fé- lagslegri aðstoð er ætlað sjá um að tryggja velferð tekjulausra maka eða bamafjölskyldna, svo dæmi séu tekin. Ef maki er tekjulaus í Danmörku getur hann hafl rétt til atvinnuleysis- Barnlausir náms- menn í Danmörku skerða 40 þúsunda króna mánaðarleg- an styrk sinn ef þeir hafa yfir 40 þús. krónur á mánuði í laun meðfram nám- inu. Þetta þýðir að hægt er að hafa allt að hálfrar milljónar króna árslaun án þess að námsaðstoð skerðist í Dan- mörku. Nýti menn ekki námsstyrki sína hluta ársins hækkar frítekju- markið. Lánskjör og vextir svipaðir Islensku lánin eru verðtryggð og bera 1-3% vexti að auki. Það jafngildir 3-5 vöxtum í 2% verðbólgu. Verðbólga nú er 1,6%. Dönsku lánin, sem hægt er að taka ofan á 40 þús. kr. styrkina, bera 4% vexti á námstíma en 5% breytilega vexti að námi loknu, miðað við núverandi á- stand. Þessi lán em ekki verð- tryggð og í 2,5% verðbólgu eins og nú er í Danmörku þýðir þetta um 2,5% raunvexti á lánum eft- ir að námi lýkur. Vextir á námslánum em því mjög sambærilegir á íslandi og í Danmörku þvert á fullyrðingar um að vextir námslána séu stór- kostlega miklu lægri á íslandi en á öðmm Norðurlöndum. Endurgreiðslur námslána, þyngri og lengri á íslandi Islenskir námsmenn greiða ekki af lánum sínum tvö fyrstu árin eftir að námi lýkur. Fimm árin hin næstu eru greidd 5% af tekjum og eftir það, 7% af tekj- um. Þetta þýðir að námsmaður ’ sem hefur tekið meðal-hátt námslán og meðaltekjur þarf að greiða yfir 10% af launum sín- um, þegar skattar hafa verið frá dregnir. Lágtekjuhópar ná aldrei að endurgreiða allt náms- lán sitt á íslandi. Danskir námsmenn endur- greiða námslán sín á 7-15 ámm og em endurgreiðslumar mis- þung byrði eftir upphæð lánsins sem ofl er þó ekki mikil ef ís- lensk námslán em höfð til sam- anburðar. Meðalnámslán náms- mann sem tekur lán ofan á styrk sinn í fímm ár í Danmörku er því um helmingi lægra hlutfall af dagvinnukaupi verkamanns þar í landi en endurgreiðsla ís- lenskra námslána er. Ef miðað er við meðallaun háskólamanna í Danmörku verður hlutfallið mun lægra miðað við laun. Þar að auki em allar endurgreiðslur vaxta í Danmörku frádráttar- bærar frá skatti. Það gildir ekki hér á landi. Grundvallarmunur Nýverið hefur hins vegar ver- ið sýnt frama á að fjórðung þjóðar-framleiðslu íslendinga frá stríðslokum megi rekja til menntunar og fjárfestingar í menntun. Hið opinbera ver hins vegar aðeins um 20% af því sem menntun skilar í „kass- ann” til merintakerfisins. Sá grundvallarmunur sem er á námslánakerfmu á íslandi og- í Danmörku má' eflaust að tölu- verðu leyti rekja til þess að Danir líta menntun og fjárfest- ingu í- henni allt öðrum augum en íslendingar. íslenskum námsmönnum er þetta enda löngu ljóst. Óraunhæft er því að gera kröfú eða stefna að viðlíka kerfi á íslandi og námsmenn i Danmörku búa við. Það er hins Vegar löngu orðið tímabært að stjórnvöld setjist niður með námsmönnum til að leggja nýj- an grunn að réttlátum lánasjóði. Stúdentaráð Háskóla íslands beinir nú miklum kröftum að þessu marki. Sigriður Gunnarsdóttir, lánasjóðsfull- trúi Stúdentaráðs Háskóla íslands og Klaus Bryld, sérfrœðingur Danske Studerendes Fellesrád í lánamálum.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.