Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 9
STBL. • Desember 1994 STÚDENTAR ___ Bls. 9 Hverjir verða hvar? Jólaböll deildarfélaga Háskólans eru að þessu sinni tvö og barist er um hylli nemenda Áratugum saman hafa deild- arfélögin í Háskólanum haldið dansiball skömmu fyrir jól. Þau hafa ætíð verið vel sótt enda til- efnið ærið flestum Háskóía- nemum, próf að baki og jólahá- tíðin framundan. En Háskóla- nemum héfur íjölgað samhliða öðrum landsmönnum og því hafa böllin verið æ stærri og fjölmennari eftir því sem árin hafa liðið. Nú er það svo að haldin eru tvö böll sama kvöld- ið og gríðarleg samkeppni er' um hylli neménda enda mikið í húfi. í ár eru tvö böll í boði, annars vegar á Hótel íslandi og hins vegar í Perlunni. Á bakvið Perluballið standa ein 26 deild- arfélög og stúdentahópar en ballið á Hótel Íslandi auglýsa samtals 28 deildarfélög. í stór- um dráttum skiptast böllin eftir deildum. Hvaða deildir fara hvert? Á Hótel íslandi verður læknadeild og hjúkrunarbrautir á- berandi ásamt deild- arfélögum úr Fé- lagsvísindadeild. Með þeim slæð ast þó lífffæði nemar og tölv' unarfræði- nemar. P e r I u n a hyggj ast laganemar, við- skipta- og hagfra og verkfræðinemar fjölmenna og hefur þeim tekist að leggja snörur fyrir m.a. fé- lag sænskunema og Háskólakórinn. Það vekur aukinheldur athygli að ýmis Skildu eilífðar- stúdentarnir láta sjá sig? deildarfélög hafa Ijáð nafn sitt báðum böllunum og verður það að teljast tækifærismennska í meira lagi. Þétta gildir um Soff- íu, félag heimspekinema sem og um Carpe Diem, félag lat- ínunema, svo dæmi séu tekin. Önnur skýring þessarar tví- hyggju í ballmálum (sem félag tölvunarffæðinema, Þjóðbrók félag þjóðfræðinema og Fjöl- rún, félag nema í hagnýtri fjöl- miðlun gera sig einnig seka um) er e.t.v. sú, að ekki hefúr náðst eining í viðkomandi deildarfé- lögum um það, hvert skal hald- ið. Niðurstaðan er því í anda speki kerlingarinnar sem sagði: „Eg held með þeim sem liefur betur“ og þessi félög munu fjöl- menna á það ballið sem betur ntun ganga. Það er þó óvíst hve vel það mun ganga, því nokkuð víst er að annað ef ekki bæði böllin verða fullmönnuð og vel það. Hins vegar vekur at- hygli staðfesta félags fmnskunema sem aðeins lýsa yfir rétttrúnaði ■ við sitt ball á Hótel íslandi. Páll Óskar vs. Egill Ólafsson Venju samkvæmt reyna aðstandendur dansiballanna að bjóða upp á sem gimilegust skemmti- atriði til þess að næla þann hóp sent enn er óákveðinn. Á báðum böllunum verður boðið upp á lifandi músík. Á Hótel íslandi mun Páll Óskar og hljómsveitin Milljónamæringarnir halda uppi fjörinu í samkeppni við Egil Ólafsson og stórsveit hans í Perlunni. Engin vafí leik- ur á að hér eru stórgóðir skemmtikraftar á ferðinni en heimildarmenn Stúdentablaðs- ins segja Pál og Hótel lsland hafa yfirhöndina, enda Egill þreyttur og ofnotaður eftir ótelj- andi gigg og eggjandi blaðavið- töl, að ónefndum bíómyndum Hrafns Gunnlaugssonar. Á móti kemur að Egill og Tamlasveitin stóðu fyrir léttri sveiflu í Odda eitt hádegisbiliö og fékk spilerí- ið mjaðmir viðstaddra á fúllswíng og fyllti hjörtun til- hlökkun. Snjall leikur hjá Agli og Perlumönnum. Dýrara í Perluna en skemmtilegri húsa- kynni - og þó! En það er ekki einvörðungu skemmtiatriði sem keppa um hylli, verðstríð stendur aukin- heldur yfir og þar hefur Hótel ísland yfirhöndina. Á það ball kostar 1000 kr. fyrir félags- menn og 1200 fyrir aðra en í Perluna kostar 1200 fyrir fé- lagsmenn og 1500 kr. fýrir aðra. En eins og fyrr þá fylgir plús séhverjum mínus. Perlan hlýtur að teljast virðulegri húsa- kynni en Hótel ísland sem er einkurn þekkt fyrir innflutning á dönskum nektardansmeyjum og skallápopp alá Bo Halldórsson auk annarra útbrunninna heims- goða (undantekningin sem sannar þá reglu eru tónleikar Tom Jones, en á þeim vaipaði einmitt Páll Óskar nærfatnaði í átt Toms, eins og frægt yarð). Því er hins vegar ekki að neita að þessi sama Perla er í augum margra rétttrúnaðarkomma ekk- ert annað er holdgervingur auð- valds, einkavinavæðingar og minnismerkjapólitíkur sjálf- stæðisflokksins og Davíðs Odd- Guðmundur Ingi Hauksson er formaður félags vélaverkfræði- nema og einn af forsprökkum Perluballsins. Guðmundur er þéttur og maður á velli og þraut- góður á raunastund. Guðmundur þer sig ekki illa. Stbl: Heldurðu ekki að það 'verði hálftómt á Hótel íslandi? GIH: Jú, það er hætt við því að Páli Óskar muni verða þarna einn með e.t.v. hljómsveitinni og syngja fyrir einmanna sálir í félagi læknanema og formann Stúdentaráðs. Stbl: En heldurðu að einhver láti sjá sig I Perluna? GIH: Húsið verður fullt, á því leikur enginn vafi. Það tekur 1300 manns og það verður allt opið svo það verður rúmt um allan þennan fjölda. Perlan er heitasti staðurinn ( dag og veg- semd hennar eykst í réttu hlutfalli við eymd þessa hótels þarna í Ármúlanum. Stbl: En Egitl ólafsson með Big-band. Hver átti upptökin að því klúðri? GIH: Eftir að hafa skoðað markaðinn mjög vel var það ein- róma ákvörðun þeirra sem að bahinu standa að Egill væri besti kosturinn. Egill tryllti allt út í Odda á dögunum og fékk m.a.s. Þorvald Gylfa til þess að gleyma sauðkindinni og sægreifunum eitt augnablik og sveifla mjöðmunum og smella fingrum. Það segir meira en mörg orð og Egill mun gera allt vitlaust í Perlunni. Páll Óskar er bara sykursætur barnapoppari. sonar. Og þangað fara þeir ekki fet! Þessi sama staðreynd er aftur á móti hvati fyrir hægrisinnaða Háskólastúdenta. Svona geta böll ver- ið pólitísk í eðli sínu. Hnífjafnt og aesispennandi Af ofangreindu má sjá að baráttan er tvísýn og spennandi. Helstu kostir Hótel íslands eru Páll Óskar, miðaverðið og fleiri deildarfélög sem segjast ætla að mæta, á rneðan Perluballið verður að teljast virðulegra og húsakynnin nýstárlegri. Fólki langar á framandi staði og þar hefur Perlan vinninginn um- ffarn Hótel ísland. Hins vegar þykir víst að kvenkyns sálfræði- nemar muni fjölmenna á Hótel Island en þær hafa í gegnum tíðinda haft mikið aðdráttarafl, í öfúgu hlutfalli við einhleypu verkffæðinemana sem verða á- ffarn einhleypir í Perlunni. En baráttan snýst fyrst og ffemst um óákveðna, alveg eins og í Noregi. Stóru deildarfélögin, Orator, Mágus, félag lækna- nema, verkfræðinemar o.fl. fara eðli málsins samkvæmt á „sitt ball“ ng engar refjar. Það mun enginn læknanemi dansa við laganema þetta kvöld, svo mik- ið er víst. Spumingin er hvert fara litlu félögin, einkum þau sem segjast ætla á bæði böllin? Og hvert fara þeir sem hafna forræðishyggju félagsmálafor- kólfa og vilja tjútta ffjálsir? Og munu kennarar mæta? Svörin fást miðvikudagskveldið 21. des. næstkomandi. Góða skemmtun. Sigurður Eyjólfsson er formaður félags sálfræðinema. Siggi eins og hann er kallaður af vinum sínum þykir harður maður af sér og fylginn sér. Hann er óspar á fullyrðingar. Stbl: Hver nennir eiginlega í Perluna nú til dags? SE: Tja, það veit ég ekki. Hitt veit ég, að a.m.k. fer alla vegá enginn úr Háskólanum þangað. Straumurinn úr Háskólanum liggur á Hótel (sland. Stbl: En Hótel ísland. Er það ekki staður gærdagsins byggður af manni sem löngu er kominn f þrot? ■ - SE: Er ekki staður gærdagsins einmitt staður morgundagsins? Hótel Island er alls ekki kominn í þrot hefdur er hann þvert á móti staður með sál og sögu. Þangað hafa háskólanemar fjölmennt í gegnum tíðina, kannski einum of ef eitthvað er, svo í ár verður séð til þess að ekki verði yfirfullt. Stbh En nú hefur heyrst aö Páll Óskar sé bara mjálmari og eigi ekki roð við Agli Ólafs sem hefur leikið I myndum eftir Hrafn Gunnlaugsson og allt? SE: Þetta er náttúrulega eins og hvert annaö verkfræði- laganemapíp. Páll óskar er alltaf ávtsun á gott geim og stuð.. Ég held hins vegar að Egill Ólafsson og þessi sveit hans ætti að halda áfram að syngja fyrir í Ömmu LÚ og Sorpu eða í kaffiauglýsingum. Þar er hann skástur. Stbl: En Siggi, í alvöru. Ætlar þú ekki að laumast í Perluna þegar líða tekur á kvöldið. SE: Hundraö ólmir hestar og heimsins stærstu fúlgur gætu ekki dregiö mig þangað.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.