Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 10
Bls. 10 Ú T L Ö N D STBL. • Desember 1994 „Þursi ver sjálfum þér nægur!“ Noregur segir nei við Evrópusambandið í annað sinn. Af hverju? Greinin hér að ofan i byggð á grein eftir Lars Roar Langslet. Hann var mennta- málaráðherra Noregs 1981- 1986 og sat í 20 árfyrir norska íhaldsflokkinn á norska stór- þinginu. Greinin er slolin og stílfœrð úr þýska timaritinu Spiegel (5/12/94). Þegar Henrik Ibsen dvald- ist í Þýskalandi árið 1872 hélt hann nokkuð á lofti sérstöðu norrænu þjóðanna í Skandinavíu. „Norðrið liggur utan við sérhvem evrópskan menningarstraum, þess vegna munum við alltaf vera spor- göngumenn Evrópu í sérhverri þróun“ sagði Ibsen þá. í dag gildir þessi staðhæfing Ibsens eingöngu fyrir Noreg og Island. Þijú Norðurlönd hafa þegar gengið í Evrópusambandið, nú síðast Svíþjóð og Finnland. Noregur hefur hins vegar gefíð Evrópu langt nef i annað sinn á tveimur áratugum með ským „nei“ nú á dögunum og haldið í öfuga átt við evrópska þróun. Á meðan hver Evrópuþjóðin af annarri keppist við að efla sam- starf eða fá hlutdeild í evrópsku samstarfi með aðild, stendur Noregur utan þeirrar þróunar og stefna í öfúga átt. Island aftur á móti, hefur enga stefnu og horf- ir á hissa. Það sem sameinaði hina í sjálfú sér ólíku andstæð- inga Evrópusambandsað- ildar árið 1972 var einkum sterk og jafnvel róttæk íhaldssemi (eins þversagnakennt og það kann að Nato í umræðum um öryggis- þátt Evrópusambandsaðildar. Það eina er, að allt útlit er fyrir að Vestur-Evrópusambandið verði í framtíðinni önnur tveggja stoða Nato, á móti Bandaríkjunum. Þannig em Norðmenn dæmdir til áhrifa- og jafnvel öryggisleysis, sem þjóð utan bandalaga. í þjóðaratkvæðagreiðslunni á dögunum varð til öflug Nei- hreyfmg ólíkra þjóðfélagshópa rétt eins og 1972. Andúðin á ESB batt saman jafn ólíka hópa og bændur, sjómenn, vinstri- sósíalista, öfgafúlla umhverfis- vemdunarsinna og akademíska skýjaglópa og fengu þeir ó- væntan liðsauka í kynþáttahöt- umm og hjálpræðishemum. Hin mikla andstaða gegn ESB-aðild í Noregi er ekki eingöngu hægt að útskýra með afturhaldshug- takinu. Því miður verður að bæta við íhaldssemi n.k. öfgakenndri trú („funda- mentalisma") sem er sterkari í Noregi en í flestum öðmm ríkj- um heims, að e.t.v. íran einu undanskildu. Þessi norski f u n d a - mentalismi lýsir sér einkum í trúarbragðakenndu og þjóðem- issinnuðu ofmati á eigin verð- leika og Noregs sem þjóðar. Þetta ofstækisfulla ofmat kemur fram í ónæmi gagnvart þróun annars staðar og afneitun stað- reynda og röksemda. En em Norðmenn virki- lega svona undarlegir eins og hér er haldið fram að ofan? Það er fróðlegt að líta nánar á þá hópa sem studdu Nei-hreyfinguna einna dyggast. Þar sést eitt glögglega; þeir þjóðfélagshópar sem em þiggjendur em algerlega á móti Evrópusambandinu. Bændur falla afar vel inn í þann hóp. Áratugum saman hafa norskir bændur þegið niðurgreiðslur frá ríkinu (hljómar kunnuglega - innskot stbl.) og svimandi háar upphæðir hafa flust frá skattgreiðendum til bænda í gegnum tíðina. Vel skipulögð- um og vellauðugum bændasam- tökum var ekki skotaskuld úr því að skipuleggja harða and- stöðu gegn ESB-aðild sem hefði hugsanleg geta breytt þessari niðurgreiddu forrétt- indastöðu. Samtök bænda synda í peningum, peningum annarra. Annar þjóðfélagshópur sem lagðist harkalega gegn ESB-að- ild vom hinir svokölluðu fé- lagslegu Norðmenn. í þeim hópi em ríkisstarfsmenn sem á einn eða annan hátt vinna í fé- lagslegu kerfinu sem hefúr þan- ist gríðarlega út síðastliðin ár. Auknir fjármunir inn í það kerfi hafa þó ekki verið notaðir til þess að hækka laun starfsfólks, heldur til þess að fjölga þeim að því er virðist með því mark- miði, að sérhver starfsmaður þurfi að sinna sem fæstum „kúnnum“ (sjúklingum, börnum, öldmðum). Þennan hóp dreymir um að breyta allir n o r s k u hljóma). í þá daga vildu and- stæðingar aðildar reisa múra með atkvæði sínu gegn sér- hverri breytingu og endumýjun; Noregur þarf ekki á Evrópu að halda, Noregur er sjálfum sér nægur, sögðu menn. Það mátti að nokkur leyti til sanns vegar færa. Noregur hafði yfir að ráða ríkulegum olíuauðlindum og EFTA-samstarfið tryggði norskum fyrirtækjum viðskipta- frelsi og efnahagslegt samstarf. Noregur gat í þá daga flotið eins og korktappi á öldum olíu- flóðsins. í dag blasir önnur mynd við. Nei Noregs gæti haft alvarlegri afleiðingar til lengri tíma litið. Þar kemur einkum tvennt til. Olíugróðinn fer þverrandi og EFTA-stoðin í al- þjóðasamstarfi mun brátt ein- ungis standa saman af Noregi og dvergríkjunum Islandi og Lichtenstein (nema EFTA muni breytast i einhvers konar laustengt fríverslunarbandalag milli jafn ólíkra þjóða og ís- lands og Slóveníu?). Einangmnarstefna á sér ríka hefð í Noregi en 1949 var sú hefð brotin er Noregur gekk í Nato. í þjóð- aratkvæðagreiðslunni nú vakti athygli að svamir NATO- fjendur komu fram þjóðinni í þiggjendur félags- legrar aðstoðar til að tryggja sig í kerfmu. Nei-drottning Noregs, Anne Enger Lahnstein, sameinar þessa tvo aðal- óánægjuhópa. Hún er op- inber starfsmaður úr félagslega geiranum og um leið fomystu- maður flokks þar sem niður- greiðslur til landbúnaðar mynda heilaga kýr sem aðeins má fita og stríðala. Anne Enger Lahn- stein minntist ekki einu orði á sérhagsmuni áðumefndra hópa í kosningabaráttunni heldur hamraði hún einkum á því, að hún og hennar fólk væru hinir einu sönnu baráttumenn fyrir raunvemlegu lýðræði, fyrir um- hverfisvemd og samstöðu í heiminum. „Og þannig emm við sannir Evrópubúar" var við- kvæðið. Hvaða afleiðingar mun Nei Noregs hafa fyrir efnahag og af- komu landsins? Efnhagslíf Nor- egs mun tvímælalaust þurfa að búa við kaldranalegri skilyrði nú en áður, norsk fýrirtæki eru ekki þátttakendur í alþjóðavið- skiptum heldur hafa hlutskipti áhorfandans. Alþjóðleg áhrif Noregs munu minnka vemlega í kjölfar þessa enda í hæsta máta ósennilegt að reikna með því að Noregur verði einn og sér ger- andi í alþjóðapólitík, Palestínu- dæmið hlýtur að vera undan- tekningin sem sannar þá reglu. Sálrænar afleiðingar þess að hafa hafnað ESB-aðild og veitt þeim öflum brautargengi sem telja Noreg best settan einan á báti em ekki síður mikilvægar. Vissulega mun Noregur ekki einangrast í hefðbundnum skilningi þess orðs. Hins vegar er ljóst að hug- arfar eyjarskeggjans er í sókn. Eggjunarorð þursanna í „Pétri Gaut“ Ibsens virðast enn vera í fúllu gildi: „Þursi, ver sjálfúm þér nægur“. Nei-hreyfingin norska hefur sýnt og sannað sitt þurslega eðli með því að hafna alþjóðlegri samvinnu og missa þar með af þeim möguleika að hafa áhrif á umhverfismál, lýð- ræðisþróun og öryggismál í Evrópu. Og nú geta Norðmenn eins og þursamir í Pétri Gaut státað sig af því að hafa „ekkert úr dölunum, nema silkiböndin í hölunum".

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.